Svefnlyf og hvernig má hætta notkun þeirra

Almenn fræðsla Svefn V Ýmis lyf

Svefnlyf geta nýst vel við ákveðnar aðstæður til að rjúfa vítahring skammtíma svefnleysis. Meðferðartími skal vera eins skammur og hægt er og ekki lengur en í 2-4 vikur samfleytt því jafnvel þótt lyfin hafi góða verkun til skamms tíma þá hafa rannsóknir sýnt að meðferð með þeim gagnist ekki vel til lengri tíma og að þau geti valdið meiri skaða en ávinningi. 

Svefnlyfin fela nefnilega einkenni svefnleysisins án þess að leyst sé úr undirliggjandi vandamáli og notkun svefnlyfja og slævandi lyfja getur einnig leitt til líkamlegrar og andlegrar ávanabindingar. Við langvarandi notkun svefnlyfja minnka heildargæði svefns á svipaðan hátt og við notkun áfengis sem veldur minnkun á bæði endurnærandi djúpsvefni og REM svefni. Þetta slævir minni og einbeitingu og eykur þreytu yfir daginn.  Einnig aukast líkur á byltum, brotum og slysum, bæði heima fyrir og sér í lagi í umferðinni. En þá getur maður spurt sig, Hvernig á að hætta á notkun þessara lyfja? Þegar notkun svefnlyfja og róandi lyfja er hætt er oft notast við svokallaða niðurtröppun en það þýðir að skammtar eru minnkaðir rólega yfir ákveðið tímabil til að forðast fráhvarfseinkenni en slík einkenni geta komið fram ef snögglega er hætt að taka róandi lyf eða svefnlyf eftir langvarandi notkun. Ef lyfin hafa eingöngu verið tekin inn til skamms tíma eins og í 2-4 vikur ætti ekki að vera vandamál að hætta inntöku án niðurtröppunar. 

https://www.youtube.com/watch?v=xO5LXYscTGk

 Ef um langvarandi notkun er að ræða er ráðlagt að minnka skammtinn smám saman til að forðast óþægilega fráhvarfseinkenni en hægt er að leita til læknis eða lyfjafræðings til að nálgast ráðleggingar til að trappa lyfin niður. Einnig er hægt að nálgast aðstoð við niðurtöppun hjá Prescriby móttökunni í Efstaleiti en þar starfa lyfjafræðingar sem sérhæfa sig í að þjónusta niðurtröppun ákveðinna lyfja. Það eru til ýmis önnur bjargráð til að vinna bug á svefnleysi.

Fyrst ber að nefna mikilvægi þess að reyna að minnka streitu og tileinka sér góðar svefnvenjur en á vefsíðu okkar, lyfja.is , er að finna ýmsa fræðslu um bættar svefnvenjur, til dæmis stutt myndband þar sem Dr. Erla Björnsdóttir gefur nokkuð góð ráð þegar kemur að svefni.

Einnig má benda melatónín en það er hormón sem myndast í heilakönglinum og á þátt í að stilla líkamsklukkuna en það stuðlar að því að okkur syfjar jafnan á kvöldin og við erum vel vakandi á daginn. Melatónín styður þannig við góða slökun og hvíld. Melatónín er fáanlegt í 1 mg styrkleika sem bætiefni frá hinum ýmsu framleiðendum og er fáanlegt í öllum apótekum Lyfju.

Jurtalyfið Sefitude frá Florealis er notað við svefntruflunum og vægum kvíða og fæst án lyfseðils í apótekum. Lyfið inniheldur útdrátt úr garðabrúðurót (Valeriana) en róandi áhrif jurtarinnar hafa lengi verið viðurkennd og hafa verið staðfest í rannsóknum. Jurtalyfið getur stytt tímann sem það tekur að sofna og bætt svefngæði.

Elínborg Kristjánsdóttir lyfjafræðingu

1350x350_svefn