Pegasys
Æxlishemjandi lyf og lyf til ónæmistemprunar | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Peginterferon alfa-2a
Markaðsleyfishafi: Pharmaand GmbH | Skráð: 17. júlí, 2002
Virka efnið í Pegasys heitir peginterferón alfa-2a. Peginterferón alfa-2a er langvirkt interferón. Interferón eru náttúruleg efni sem líkaminn framleiðir til að verjast sýkingum og sjúkdómum. Pegasys er notað til meðferðar á langvinnri lifrarbólgu B eða langvinnri lifrarbólgu C hjá fullorðnum. Lyfið er einnig notað til meðferðar við langvinnri lifrarbólgu B hjá börnum og unglingum 3 ára og eldri og langvinnri lifrarbólgu C hjá börnum og unglingum 5 ára og eldri, sem ekki hafa fengið meðferð áður. Langvinn lifrarbólga B og langvinn lifrarbólga C eru veirusýkingar í lifur.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Stungulyf í áfylltri sprautu.
Venjulegar skammtastærðir:
Ein inndæling undir húð 1 sinni í viku, vanalega rétt fyrir svefn.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Einstaklingsbundið, um nokkrar vikur.
Verkunartími:
Einstaklingsbundið.
Geymsla:
Geymið í kæli við 2ºC - 8ºC þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Ef í ljós kemur að innspýting hefur gleymst í 1 eða 2 daga frá því að hún var ráðgerð átt þú að sprauta þig um leið og þú manst. Næstu sprautu á að sprauta samkvæmt venjulegri
áætlun. Ef í ljós kemur að innspýting hefur gleymst í 3-5 daga frá því að hún var ráðgerð átt þú að sprauta
þig um leið og þú manst. Næstu sprautur á að sprauta með 5 daga millibili þar til þú getur aftur byrjað á hefðbundnum ráðgerðum degi vikunnar. Ef í ljós kemur að innspýting hefur gleymst í 6 daga frá því að hún var ráðgerð átt þú að bíða og
sprauta næsta skammti næsta dag, sem er hefðbundinn ráðgerður dagur.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Í samráði við lækni.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Hafa skal samband við lækninn eða lyfjafræðing eins fljótt og auðið er.
Langtímanotkun:
Læknir ákveður meðferðarlengd en ráðlögð lengd Pegasys einlyfja meðferðar er 48 vikur.
Aukaverkanir
Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum. Listinn hér er ekki tæmandi, sjá fylgiseðil fyrir allar aukaverkanir.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Hárlos | |||||||
Hósti, mæði | |||||||
Lystarleysi | |||||||
Sýkingar | |||||||
Vöðvaverkir, liðverkir | |||||||
Þunglyndi, kvíði | |||||||
Kviðverkir, meltingartruflanir, niðurgangur, ógleði | |||||||
Viðbrögð á stungustað |
Milliverkanir
Láttu lækni vita af öllum öðrum lyfjum sem þú tekur.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- þú sért með hjartasjúkdóm
- þú sért með háan blóðþrýsting
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú sért með psoríasis
- þú sért með sykursýki
- þú takir einhver önnur lyf
- þú sért með blóðleysi
- þú sért með skjaldkirtilssjúkdóm
- þú sért með lifrarsjúkdóm
- þú þjáist af þunglyndi
- þú sért með taugasjúkdóm
- þú eigir við áfengis- eða fíkniefnavandamál að stríða
- þú sért HIV sýktur
Meðganga:
Pegasys á einungis að nota á meðgöngu ef hugsanlegur
ávinningur réttlætir hugsanlega áhættu fyrir fóstur.
Brjóstagjöf:
Það skal ekki hafa barn á brjósti meðan verið er að nota Pegasys.
Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 3 ára.
Eldra fólk:
Venjulegir skammtar.
Akstur:
Stjórnið hvorki tækjum né vélum ef fram kemur syfja, þreyta eða rugl meðan Pegasys er tekið.
Annað:
Einungis sérfræðilæknar í smitsjúkdómum og sérfræðingar í meltingarfærasjúkdómum með sérþekkingu á lifrarsjúkdómum mega ávísa lyfinu.
Pegasys inniheldurbenzýlalkóhól. Benzýlalkóhól getur valdið eiturverkunum og ofnæmisviðbrögðum.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.