Tamsulosin Medical

Þvagfæralyf | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Tamsúlósín

Markaðsleyfishafi: Medical | Skráð: 1. desember, 2012

Tamsulogen er notað við góðkynja stækkun í blöðruhálskirtli. Góðkynja stækkun í blöðruhálskirtli er kvilli sem er algengur hjá eldri karlmönnum og einkennist af erfiðleikum við þvaglát, svo sem þvagtregðu, tíðum þvaglátum og þvagleka. Einkennin eru háð stærð blöðruhálskirtilsins og líka vöðvaspennu sem myndast í neðri þvagvegum. Tamsúlósín, virka efnið í Tamsulogen, veldur slökun á slíkri vöðvaspennu með því að blokka svonefnd alfa-viðtæki í líkamanum, sérstaklega í blöðruhálskirtli og þvagrás, með þeim afleiðingum að þvagflæði batnar. Lyfið dregur hins vegar ekki úr stækkun blöðruhálskirtilsins. Tamsulogen er gefið tímabundið sjúklingum sem bíða aðgerðar vegna stækkunar á blöðruhálskirtli eða þeim sem geta síður farið í slíkar aðgerðir. Athugið að lyfið getur í einstaka tilfellum valdið yfirliði, sérstaklega í upphafi meðferðar.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Hylki með breyttan losunarhraða til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
0,4 mg á dag eftir morgunmat eða fyrstu máltíð dagsins í uppréttri stöðu. Hylkin gleypist heil með vatnsglasi. Má hvorki mylja þau né opna.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Misjafnt eftir ástandi sjúklings.

Verkunartími:
Um 1 sólarhringur eftir stakan skammt.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Ef stórir skammtar eru teknir eða ef vart verður við einhver óvenjuleg einkenni, svo sem svima eða yfirlið, skal hafa samband við lækni.

Langtímanotkun:
Reglulegt eftirlit er nauðsynlegt. Fylgjast skal vel með blóðþrýstingi hjá sjúklingum sem taka að auki blóðþrýstingslækkandi lyf.


Aukaverkanir

Algengustu aukaverkanir lyfsins eru svimi og óeðlilegt sáðlát.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Bólga í nefslímhúð          
Höfuðverkur, svimi, þróttleysi          
Óeðlilegt sáðlát          
Útbrot, kláði, bjúgur        

Milliverkanir

Tamsúlósín má ekki taka samtímis öðrum alfa-viðtækjablokkandi lyfjum, s.s. sumum hjartalyfjum og öðrum lyfjum sem notuð eru við góðkynja stækkun í blöðruhálskirtli. Sérstakrar varúðar skal gæta hjá sjúklingum sem eru á blóðþrýstingslækkandi lyfjum.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • þú sért með blóðþrýstingsvandamál
  • þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú þurfir að fara í augnaðgerð

Meðganga:
Lyfið er ekki ætlað konum.

Brjóstagjöf:
Lyfið er ekki ætlað konum.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.

Akstur:
Lyfið getur valdið svima og skert viðbragðsflýti. Ekki aka bíl fyrr en reynsla er komin á það hvaða áhrif lyfið hefur.

Áfengi:
Æskilegt er að halda áfengisneyslu í lágmarki meðan lyfið er tekið.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.