Ostacid

Lyf við sjúkdómum í beinum | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Alendrónat

Markaðsleyfishafi: Williams & Halls | Skráð: 1. maí, 2010

Alendrónat, virka efnið í Ostacid, minnkar niðurbrot beina. Venjulega er jafnvægi á niðurbroti og myndun beina í líkamanum, en með aldrinum verður beinmyndun smám saman hægari en niðurbrot þeirra. Eftir tíðahvörf hjá konum er sérstaklega mikil hætta á beinþynningu og þar með aukinni tíðni beinbrota. Alendrónat er notað við beinþynningu kvenna eftir tíðahvörf. Það dregur mikið úr niðurbroti beina án þess að hafa áhrif á beinmyndun og minnkar þannig líkur á hryggjarliðs- og mjaðmargrindarbrotum. Beinmassi eykst þvert á móti þegar lyfið er tekið. Ólíkt etídrónati (sjá Didronate) veldur alendrónat ekki beinmeyru og því þarf ekki að gera reglulega hlé á meðferðinni. Það getur aftur á móti valdið ertingu ofarlega í meltingarveginum, sérstaklega í vélinda. Mikilvægt er að fara nákvæmlega eftir leiðbeiningum læknis um töku lyfsins til að minnka hættuna á þessum aukaverkunum.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Töflur til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
Ein tafla (70 mg) einu sinni í viku, að morgni, a.m.k. ½ klst. áður en matar eða drykkjar er neytt eða önnur lyf eru tekin. Töflurnar gleypist með fullu glasi af venjulegu vatni. Má hvorki tyggja þær né leysa upp. Ekki má leggjast í lárétta stöðu fyrr en eftir fyrstu máltíð dagsins.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Áhrif lyfsins á beinþynningu koma fram á 3 vikum.

Verkunartími:
Eftir stöðuga töku lyfsins haldast áhrifin á beinþynningu í 12 til 60 vikur eftir að töku þess er hætt.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Nauðsynlegt er að neyta kalkríkrar fæðu og D-vítamíns.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið næsta morgun eftir að þú manst eftir því. Haltu síðan áfram að taka eina töflu á viku sama dag og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Ef teknir eru mjög stórir skammtar eða vart verður við einhver óvenjuleg einkenni skal hafa samband við lækni.

Langtímanotkun:
Án vandkvæða.


Aukaverkanir

Lyfið þolist yfirleitt vel. Kviðverkir eru algengasta aukaverkunin. Oftast eru aukaverkanir lyfsins vægar og sjaldnast þarf að hætta töku lyfsins vegna þeirra.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Blóðug uppköst eða blóð í hægðum        
Höfuðverkur          
Kviðverkir, hægðatregða, vindgangur          
Kyngingartregða, sár í vélinda, súrt bakflæði      
Meltingartruflanir, niðurgangur          
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar      
Verkir í liðum og vöðvum          
Þaninn kviður          

Milliverkanir

Til að lyfið nýtist sem best verður að líða að minnsta kosti hálf klukkustund frá inntöku lyfsins þar til önnur lyf eru tekin inn. Annars eru engar þekktar milliverkanir.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með magasár eða magabólgur
  • þú sért með nýrnasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú eigir erfitt með að kyngja
  • þú sért með þrengsli í vélinda eða meltingarvegi

Meðganga:
Lyfið er ætlað konum eftir tíðahvörf. Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum.

Brjóstagjöf:
Lyfið er ætlað konum eftir tíðahvörf. Ekki er vitað hvort lyfið berst í brjóstamjólk.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.

Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.

Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins. Sé áfengis neytt í miklu magni eykst hættan á byltum sem eykur hættuna á að sjúklingar detti og brotni.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.