Senokot
Hægðalyf | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Senna
Markaðsleyfishafi: Reckitt Benckiser Healthcare | Skráð: 1. október, 1990
Senna örvar hreyfingar þarma og flýtir fyrir því að þarmar tæmast. Lyf sem innihalda senna eru notuð við tilfallandi hægðatregðu eða til þarmatæmingar fyrir röntgenskoðun. Þau eru mjög virk og langvarandi notkun þeirra getur leitt til vökvataps og ójafnvægis í vökva- og saltbúskap líkamans. Ef þessi lyf eru notuð í mjög langan tíma getur það leitt til þess að eðlilegar þarmahreyfingar fari úr skorðum.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Töflur til inntöku.
Venjulegar skammtastærðir:
Fullorðnir: 7,5-30 mg að kvöldi. Börn 6 ára og eldri: 7,5-15 mg að morgni. Takist með vatnsglasi.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
6-12 klst.
Verkunartími:
6-12 klst.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin. Breytt mataræði getur þó verið ráðlagt til að fyrirbyggja frekari hægðatregðu.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita, á þurrum stað þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu. Farðu nákvæmlega eftir fyrirmælum læknis ef taka á lyfið fyrir skoðun.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ef lyfið er tekið í skamman tíma eru engin sérstök vandamál samfara því að hætta töku lyfsins.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Of stór skammtur getur valdið niðurgangi og miklu salt- og vökvatapi en við því dugar að taka inn vökva, t.d. salt- og sykurlausn. Stórir skammtar geta einnig valdið ertingu í þarmaslímhúð og verkjum. Hafðu samband við lækni ef slík einkenni koma fram.
Langtímanotkun:
Senna er ekki ætlað til langtímanotkunar. Ef lyfið er notað í langan tíma skaðar það eðlilegar þarmahreyfingar og sjúklingur verður háður notkun hægðalyfja.
Aukaverkanir
Aukaverkanir eru sjaldgæfar nema við stærri skammta. Lyfið getur litað þvag en sú aukaverkun er skaðlaus.
Milliverkanir
Senna getur stytt tímann sem það tekur fyrir lyf að fara gegnum meltingarveginn og með því móti minnkað virkni lyfjanna.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
- Amiloride / HCT Alvogen
- Candpress Comp
- Centyl med kaliumklorid
- Centyl mite med kaliumklorid
- Cozaar Comp
- Cozaar Comp Forte
- Darazíð
- Enalapril comp ratiopharm
- Enalapril HCTZ Medical Valley
- Enalapril-Hydrochlorthiazid Krka
- Eplerenon Krka
- Eplerenone Alvogen
- Eplerenone Bluefish
- Furix
- Furosemide Kalceks
- Hydromed
- Impugan
- Inspra
- Losartan/Hydrochlorothiazide Medical Valley
- Losartankalium/hydrochlorothiazid Krka
- Presmin Combo
- Spirix
- Spiron
- Valpress Comp
- Valsartan Hydrochlorothiazide Krka
- Valsartan Hydrochlorothiazide Krka (Heilsa)
- Valsartan Hydroklortiazid Jubilant
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú hafir fengið bólgusjúkdóm í ristil
- þú takir einhver önnur lyf
Meðganga:
Engin þekkt áhætta er af notkun lyfsins á meðgöngu. Ekki taka nein lyf á fyrstu 3 mánuðum meðgöngu nema í samráði við lækni.
Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk og getur haft áhrif á barnið.
Börn:
Minni skammtar eru notaðir. Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 6 ára.
Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.
Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.
Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.