Lokelma

Lyf við blóðkalíumhækkun og blóðfosfathækkun | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Sodium zirconium cyclosilicate

Markaðsleyfishafi: Astra Zeneca | Skráð: 22. febrúar, 2018

Lokelma er notað til meðferðar á blóðkalíumhækkun hjá fullorðnum. Blóðkalíumhækkun þýðir að mikið magn af kalíum er í blóði. Lokelma minnkar of hátt gildi kalíums í líkamanum og stuðlar að því að það haldist í eðlilegu magni. Þegar lyfið fer í gegnum maga og þarma tengist það kalíum og efnin fara saman út með hægðum.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Mixtúra.

Venjulegar skammtastærðir:
Byrjunarskammtur: 10g 3svar á dag í mest 3 daga. Viðhaldsskammtur: 5g 1 sinni á dag.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Lyfið verkar eftir einn eða tvo daga.

Geymsla:
Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Ef skammtur af lyfinu gleymist, skaltu sleppa honum. Taktu síðan næsta skammt á venjulegum tíma. Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Í samráði við lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef tekinn er stærri skammtur af lyfinu en á að taka á tafarlaust að hafa samband við lækninn.

Langtímanotkun:
Virðist án vandkvæða.


Aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Bjúgur, vökvasöfnun          
Hægðatregða          
Þreyta, vöðvamáttleysi eða sinadráttur        

Milliverkanir

Látið lækni vita um lyf sem geta breytt kalíumgildi í blóði, vegna þess að þá þarf hugsanlega að breyta skammti Lokelma. Þetta eru meðal annars þvagræsilyf, ACE-hemlar t.d. enalapril, angiotensin viðtakablokkar t.d. valsartan og renin-hemlar t.d. aliskiren. Lokelma getur einnig haft áhrif á frásog ákveðinni lyfja í meltingarvegi. Þau lyf eru tacrolimus, lyf við sveppasýkingum, lyf við HIV-sýkingum og einhver krabbameinslyf.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • þú sért með hjartasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú takir einhver önnur lyf

Meðganga:
Ekki nota þetta lyf á meðgöngu vegna þess að engar upplýsingar um notkun á meðgöngu liggja fyrir.

Brjóstagjöf:
Konur sem hafa barn á brjósti mega nota Lokelma.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum.

Eldra fólk:
Engar sértækar leiðbeiningar varðandi skammta fyrir þennan sjúklingahóp.

Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á hæfni til aksturs.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.