Tretinoin - forskriftarlyf

Lyf við bólum | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Tretínóín

Markaðsleyfishafi: Forskriftarlyf lækna framleitt af Pharmarctica | Skráð: 1. desember, 2019

Tretinoin er forskriftarlyf lækna. Það þýðir að ekki eru gerðar sömu kröfur um merkingu, klínískar rannsóknir eða fylgiseðil eins og til skráðra lyfja. Því eru engar upplýsingar um lyfið í Sérlyfjaskrá. Tretínóín, virka efnið í lyfinu, er A vítamín afleiða og er öflugt gegn bólum þar sem tretínóín minnkar fituframleiðslu í fitukirtlum, fækkar fílapensla og tekur í burtu dauðar húðfrumur. Tretínóín hjálpar einnig til við endurnýjun húðar sem leiðir til þess að húðin verði sléttari og litabreytingar og ör á húð verða minna sjáanleg. Tretínóín örvar einnig nýmyndun kollagens sem er eitt aðal byggingarefni húðarinnar.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Útvortis krem.

Venjulegar skammtastærðir:
Samkvæmt fyrirmælum læknis. Berið í þunnu lagi í andlit.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Ljómi og betri áferð eftir um 4-6 vikur en sjáanlegur árangur næst eftir nokkra mánuði. Flestir farnir að sjá verulegan mun eftir 6-12 mánaða meðferð.

Verkunartími:
Engar upplýsingar.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Ekki tvöfalda skammt sem gleymist.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Notkun lyfsins er hætt þegar sjúklingur er orðinn einkennalaus, eða samkvæmt læknisráði.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Lítil hætta er á öðrum einkennum en staðbundinni ertingu undan lyfinu. Hafðu samband við lækni ef einhver óvenjuleg einkenni koma fram.

Langtímanotkun:
Ætti ekki að vera vandkvæðum háð fyrir utan hættu á aukaverkunum.


Aukaverkanir

Lyfið hefur ekki verið rannsakað með tilliti til aukaverkana. Leitaðu strax til læknis ef vart verður aukaverkana. Eftirfarandi aukaverkanir eru taldar hugsanlegar en listinn er ekki tæmandi.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Erting, kláði og roði í húð          
Húðþurrkur          
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar      

Milliverkanir

Milliverkanir við önnur lyf hafa ekki verið rannsökuð.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú takir einhver önnur lyf

Meðganga:
Mikilvægt er að forðast þungun meðan á meðferð stendur.

Brjóstagjöf:
Engar upplýsingar eru um notkun lyfsins meðan á brjóstagjöf stendur.

Börn:
Engar upplýsingar.

Eldra fólk:
Engar upplýsingar.

Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.

Áfengi:
Áfengi hefur ekki áhrif á verkun lyfsins.

Íþróttir:
Innihaldsefnin eru ekki bönnuð við æfingar og í keppni.

Annað:
Húðin er viðkvæmari fyrir sólarljósi meðan lyfið er tekið. Notið sólarvörn og verjið húð gegn geislum sólar.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.