Tretinoin - forskriftarlyf
Lyf við bólum | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Tretínóín
Markaðsleyfishafi: Forskriftarlyf lækna framleitt af Pharmarctica | Skráð: 1. desember, 2019
Tretinoin er forskriftarlyf lækna. Það þýðir að ekki eru gerðar sömu kröfur um merkingu, klínískar rannsóknir eða fylgiseðil eins og til skráðra lyfja. Því eru engar upplýsingar um lyfið í Sérlyfjaskrá. Tretínóín, virka efnið í lyfinu, er A vítamín afleiða og er öflugt gegn bólum þar sem tretínóín minnkar fituframleiðslu í fitukirtlum, fækkar fílapensla og tekur í burtu dauðar húðfrumur. Tretínóín hjálpar einnig til við endurnýjun húðar sem leiðir til þess að húðin verði sléttari og litabreytingar og ör á húð verða minna sjáanleg. Tretínóín örvar einnig nýmyndun kollagens sem er eitt aðal byggingarefni húðarinnar.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Útvortis krem.
Venjulegar skammtastærðir:
Samkvæmt fyrirmælum læknis. Berið í þunnu lagi í andlit.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Ljómi og betri áferð eftir um 4-6 vikur en sjáanlegur árangur næst eftir nokkra mánuði. Flestir farnir að sjá verulegan mun eftir 6-12 mánaða meðferð.
Verkunartími:
Engar upplýsingar.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.
Geymsla:
Geymist við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Ekki tvöfalda skammt sem gleymist.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Notkun lyfsins er hætt þegar sjúklingur er orðinn einkennalaus, eða samkvæmt læknisráði.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Lítil hætta er á öðrum einkennum en staðbundinni ertingu undan lyfinu. Hafðu samband við lækni ef einhver óvenjuleg einkenni koma fram.
Langtímanotkun:
Ætti ekki að vera vandkvæðum háð fyrir utan hættu á aukaverkunum.
Aukaverkanir
Lyfið hefur ekki verið rannsakað með tilliti til aukaverkana. Leitaðu strax til læknis ef vart verður aukaverkana. Eftirfarandi aukaverkanir eru taldar hugsanlegar en listinn er ekki tæmandi.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Erting, kláði og roði í húð | |||||||
Húðþurrkur | |||||||
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar |
Milliverkanir
Milliverkanir við önnur lyf hafa ekki verið rannsökuð.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú takir einhver önnur lyf
Meðganga:
Mikilvægt er að forðast þungun meðan á meðferð stendur.
Brjóstagjöf:
Engar upplýsingar eru um notkun lyfsins meðan á brjóstagjöf stendur.
Börn:
Engar upplýsingar.
Eldra fólk:
Engar upplýsingar.
Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.
Áfengi:
Áfengi hefur ekki áhrif á verkun lyfsins.
Íþróttir:
Innihaldsefnin eru ekki bönnuð við æfingar og í keppni.
Annað:
Húðin er viðkvæmari fyrir sólarljósi meðan lyfið er tekið. Notið sólarvörn og verjið húð gegn geislum sólar.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.