Malarone

Lyf gegn frumdýrum | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Atóvakón Prógúaníl

Markaðsleyfishafi: GlaxoSmithKline | Skráð: 1. febrúar, 2006

Malaría er stórt vandamál í heiminum og flestir sem leggja leið sína til malaríusvæða taka inn malaríulyf sem fyrirbyggjandi. Lyfjaónæmi er vel þekkt hjá malaríusníklinum og þar af leiðandi er það misjafnt eftir svæðum hvaða lyf gagnast og hver ekki. Malarone er notað bæði sem fyrirbyggjandi og til meðferðar við malaríusýkingu í blóði. Það inniheldur tvö virk innihaldsefni, atóvakón og prógúaníl sem virka á sníkilinn á hinum ýmsu stigum.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Töflur til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
Fyrirbyggjandi við malaríu: 1 tafla á dag. Hefja skal inntöku 1-2 dögum áður en farið er inn á malaríusvæði og enda skal inntöku 7 dögum eftir að svæðið er yfirgefið. Meðhöndlun malaríu: Töflurnar eru teknar inn í einum skammti 3 daga í röð. Fullorðnir og börn þyngri en 40 kg: 4 töflur á dag. Börn 11-20 kg að þyngd: 1 tafla á dag. Börn 21-30 kg að þyngd: 2 töflur á dag. Börn 31-40 kg að þyngd: 3 töflur á dag. Töflurnar takist með mat eða mjólkurdrykk, helst alltaf á sama tíma dags. Hver tafla inniheldur 250 mg atóvakón og 100 mg prógúaníl.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
U.þ.b. 24 klst.

Verkunartími:
U.þ.b. 24 klst.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Hafið samband við lækni í öllum tilfellum.

Langtímanotkun:
Lyfið er ekki ætlað til langtímanotkunar.


Aukaverkanir

Í flestum tilfellum eru aukaverkanir vægar og tímabundnar.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Bólga í munnslímhúð og sármyndanir í munni.          
Hiti, slappleiki, lystarleysi og marblettir        
Hósti          
Höfuðverkur, svimi, svefnleysi          
Ógleði, uppköst, kviðverkir og niðurgangur          
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar      
Þreyta, máttleysi eða mæði          

Milliverkanir

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért með alvarlegan nýrnasjúkdóm
  • þú hafir áður fengið malaríusýkingu
  • þú sért með uppköst eða niðurgang
  • þú sért innan við 40 kg að þyngd
  • þú verðir lengur en 28 daga á malaríusvæði

Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum.

Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk. Konur með barn á brjósti eiga ekki að taka lyfið.

Börn:
Sem fyrirbyggjandi er lyfið ekki ætlað börnum sem eru undir 40 kg að þyngd. Við malaríusýkingu eru skammtar háðir líkamsþyngd.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.

Akstur:
Lyfið getur valdið svima og þar með haft áhrif á aksturshæfni. Ekki aka bíl fyrr en reynsla er komin á það hvaða áhrif lyfið hefur.

Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.