Cortiment

Lyf gegn þarmabólgum | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Búdesóníð

Markaðsleyfishafi: Astra Zeneca | Skráð: 1. júlí, 2015

Cortiment, sem inniheldur sterann búdesóníð, er lyf við bólgusjúkdómum og ofnæmiseinkennum. Lyfið bælir myndun efna sem framkalla bólgur og virkja ónæmiskerfið, og það hefur almennt sömu áhrif og svokallaðir sykursterar sem myndast í nýrnaberki. Ristilbólga er bólgusjúkdómur. Cortiment er ætlað fullorðnum einstaklingum til þess að innleiða sjúkdómshlé hjá sjúklingum með væga eða í meðallagi virka sáraristilbólgu (ulcerative colitis) þegar 5-ASA meðferð nægir ekki.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Forðatafla

Venjulegar skammtastærðir:
1 tafla að morgni í allt að 8 vikur.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Búdesóníð byrjar strax að vinna á bólgunum en yfirleitt líða 2-4 vikur þangað til að sjúklingur verður fyrir áhrifum af lyfinu.

Verkunartími:
Ekki að fullu þekktur en bólgurnar koma smám saman aftur ef sjúkdómurinn er til staðar og töku lyfsins er hætt.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni. Ef lyfið hefur verið tekið í stórum skömmtum eða í langan tíma þarf að minnka skammta smám saman áður en töku lyfsins er hætt.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Ef teknir eru stórir skammtar eða ef vart verður við einhver óvenjuleg einkenni skal hafa samband við lækni.

Langtímanotkun:
Lyfið er yfirlett ekki tekið í lengri tíma en 8 vikur í senn.


Aukaverkanir

Algengustu aukaverkanir lyfsins eru einkenni frá meltingarvegi. Lyfið getur haft almenn barksteraáhrif. Afleiðingarnar geta verið kringluleitara andlitslag, beinþynning og hömlun á vexti.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Meltingartruflanir, vindgangur          
Ógleði og uppköst          
Óreglulegar tíðablæðingar          
Sjóntruflanir          
Skapgerðarbreytingar          
Svefnleysi          
Útbrot, kláði, bjúgur      
Vöðvakrampar          

Milliverkanir

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með háan blóðþrýsting
  • þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með magasár
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú sért með sykursýki
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért með beinþynningu
  • þú sért með augnsjúkdóm

Meðganga:
Ekki ætti að nota lyfið nema ávinningur fyrir konuna sé meiri en hugsanleg áhæta fyrir fóstrið

Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk.

Börn:
Ekki hefur enn verið sýnt fram á öryggi og verkun Cortiment taflna hjá börnum á aldrinum 0-18 ára.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.

Akstur:
Lyfið getur valdið sjóntruflunum og þar með haft áhrif á aksturshæfni. Ekki aka bíl fyrr en reynsla er komin á það hvaða áhrif lyfið hefur.

Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.

Íþróttir:
Bannað í keppni.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.