Pulmicort
Lyf gegn teppusjúkdómum í öndunarvegi | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Búdesóníð
Markaðsleyfishafi: AstraZeneca A/S
Búdesóníð er svokallaður barksteri og er notaður við bólgusjúkdómum og ofnæmiseinkennum. Hann bælir myndun efna sem framkalla bólgur og virkja ónæmiskerfið. Búdesóníð hefur almennt sömu áhrif og svokallaðir sykursterar sem myndast í nýrnaberki. Búdesóníð dregur líka úr flæði á bólgumyndandi efnum til lungna, og getur með því móti minnkað eða upprætt bólgu í nefi og lungum. Pulmicort er notað við astma. Astmi er bólgusjúkdómur og búdesóníð minnkar bólgurnar og slær þannig á einkennin.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Innúðalyf gefið með öndunarvél.
Venjulegar skammtastærðir:
Skammtastærðir eru einstaklingsbundnar. Fullorðnir: 0,5-4 mg á dag. Börn eldri en 6 mánaða: 0,25-2 mg á dag. Skola skal munninn með vatni eftir notkun.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Búdesóníð byrjar strax að vinna á bólgunum en yfirleitt líða nokkrir dagar þangað til að sjúklingur finnur fyrir áhrifum af lyfinu.
Verkunartími:
Ekki að fullu þekktur en bólgurnar koma smám saman aftur ef sjúkdómurinn er til staðar og notkun lyfsins hætt.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá. Sé úðalyfið geymt á köldum stað getur virkni drifefnisins minnkað.
Ef skammtur gleymist:
Notaðu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að nota lyfið eins og venjulega. Ekki nota tvo skammta í einu.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta notkun lyfsins nema í samráði við lækni. Ef lyfið hefur verið notað í stórum skömmtum eða í langan tíma þarf að minnka skammta smám saman áður en notkun lyfsins er hætt.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Ef notaðir eru stórir skammtar eða ef vart verður við einhver óvenjuleg einkenni skal hafa samband við lækni.
Langtímanotkun:
Æskilegt er að læknir fylgist reglulega með árangri meðferðarinnar.
Aukaverkanir
Algengasta aukaverkun eftir notkun astmalyfja sem innihalda búdesóníð er sveppasýking í munni. Hægt er að minnka líkur á þessu með því að skola munninn eða bursta tennurnar eftir töku lyfs.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Erting í hálsi, hæsi og hósti | |||||||
Skapgerðarbreytingar | |||||||
Sveppasýking í munni og hálsi | |||||||
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar | |||||||
Öndunarerfiðleikar |
Milliverkanir
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
- Candizol
- Diflucan
- Fluconazol Krka
- Fluconazol ratiopharm (afskráð des 2022)
- Fungyn
- Sporanox
- Vfend
- Voriconazole Accord
Getur haft áhrif á
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú hafir fengið lungnasýkingu, sér í lagi ef þú hefur fengið berkla
- þú takir einhver önnur lyf
Meðganga:
Engin þekkt áhætta er af notkun lyfsins á meðgöngu. Ekki taka nein lyf á fyrstu 3 mánuðum meðgöngu nema í samráði við lækni.
Brjóstagjöf:
Ekki er vitað hvort lyfið berst í brjóstamjólk.
Börn:
Þegar lyfið er gefið börnum getur þurft að meta hvaða lyfjaform á að nota.
Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir. Þegar lyfið er gefið eldra fólki getur þurft að meta hvaða lyfjaform á að nota.
Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.
Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.
Íþróttir:
Bannað í og utan keppni. Hægt er að sækja um einfaldaða undanþágu til Undanþágunefndar Lyfjaráðs ÍSÍ.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.