Spurðu sérfræðinginn
Lyfjafræðingar Lyfju svara fyrirspurnum um flest allt sem lýtur að heilbrigði og heilsu.
Senda inn spurningu Sjá allar spurningar og svörÞað þarf ekki að vefjast fyrir neinum að hollt mataræði og reglubundin hreyfing eru megin stoðirnar í því að lifa heilbrigðu lífi. Það mætti bæta við andlegri vellíðan til að kóróna það sem þarf til að vera með allt á hreinu.
Procto-eze kremið dregur úr óþægindum sem fylgja gyllinæð, eins og kláða og sviða, eykur teygjanleika húðarinnar og hefur græðandi og mýkjandi áhrif sem er mjög mikilvægt fyrir bata
Mikið hefur verið rætt um munntóbaksnotkun og þá kannski sérstaklega á meðal ungs fólks. En hvernig er staðan? Hversu margir eru að nota munntóbak? Er það ekki margfalt saklausara en reykingar? Kannski ekki, kannski er munntóbak í raun úlfur í sauðagæru.
Það er staðreynd að margir fullorðnir einstaklingar stríða við fótamein af einhverju tagi. Það er nauðsynlegt að taka snemma á vandanum svo hann verði ekki verri og fæturnir þurfa jú að duga þér alla ævi.
Tugir milljóna manna og kvenna um allan heim þjást af eyrnasuði (tinnitus). Um er að ræða stöðugan tón fyrir öðru eða báðum eyrum sem dynur á sjúklingnum allan sólarhringinn, allt árið. Erfitt er að lýsa eyrnasuði fyrir þeim sem aldrei hafa fengið það sjálfir en því hefur verið lýst sem suði, hringingu, öskri, hvísli, klið eða öðru þvílíku. Eyrnasuð er ekki sjúkdómur heldur sjúkdómseinkenni og ekki finnst á því skýring nema stöku sinnum en það helst oft í hendur við heyrnartap.
Fælni eða fóbía er kvíðaröskun sem lýsir sér í mikilli og órökréttri hræðslu við tiltekið fyrirbæri. Í DSM-IV, flokkunarkerfi fyrir geðraskanir, er fælni flokkuð í þrjá undirflokka, eða í víðáttufælni (agoraphobia), félagsfælni og afmarkaða fælni.
Rannsóknir hafa sýnt að flestir finna fyrir orkuleysi um kl 14 á daginn. Þá eykst einbeitingarskortur og starfsfólki finnst það alveg orkulaust. Þá er ansi freistandi að næla sér í einhverja skyndiorku, súkkulaði eða annað slíkt en eftirfarandi ráð ættu að virka betur.
Öll höfum við tekið eftir því að kvef, hálsbólga og flensa er algengt vandamál þegar hausta fer og veður fer kólnandi.
Bólusetning er ónæmisaðgerð sem ætlað er að koma í veg fyrir alvarlegan smitsjúkdóm.
Við búum við þau forréttindi hér á landi að geta drukkið vatn beint úr krananum og bragðgæðin eru mikil. Í vatni er enginn viðbættur sykur, engin sætuefni, engin sítrónusýra (E330), engin rotvarnarefni og engin bragðefni.
Nú er lúsin farin að stinga sér niður eina ferðina enn í skólum landsmanna. Lúsin fer ekki í manngreiningarálit, það geta allir smitast, en smit er algengast hjá 3-11 ára börnum. Lúsin er afar hvimleið, en hún er ekki á neinn hátt hættuleg.
Það eru til fjölmargar leiðir til megrunar sem margar hverjar fela í sér kúra með loforðum um skjótan árangur. Það er samt sem áður þannig að lykillinn að árangursríkri megrun er að borða hollan mat í hæfilegu magni og stunda reglulega líkamsrækt. Þú þarft að gera varanlega breytingu á lífsháttum þínum ef þú vilt ná af þér kílóum og halda í þann árangur sem þú nærð. Hér eru 6 ráð sem gott er að hafa í huga
Holl næring er öllum nauðsynleg ekki síst börnum sem eru að vaxa og þroskast. En hvað á að gefa börnunum að borða þannig að þeim líði vel og gangi sem best í leik og starfi? Morgunverðurinn er oft sagður mikilvægasta máltíð dagsins. Hann þarf þó ekki að vera flókin máltíð, t.d. er kornmatur og mjólkurmatur ásamt ávöxtum eða hráu grænmeti góður morgunmatur og getur samsetningin verið á ýmsa vegu. Sem dæmi má nefna hafragraut eða morgunkorn með mjólk og ávexti, brauð með áleggi og grænmeti ásamt mjólk eða súrmjólk með múslí ásamt ávaxtabita. Þeir sem hafa meiri lyst á morgnana geta bætt við brauðsneið með áleggi. Velja ætti sýrðar mjólkurvörur og morgunkorn með sem minnstum sykri. Lýsi eða annar D-vítamíngjafi er svo ómissandi með morgunmatnum.
Þeir sem veita skyndihjálp verða að vera meðvitaðir um þær hættur sem því geta fylgt. Draga má úr hættu á smiti milli manna með ýmsu móti.
Slysin gera ekki boð á undan sér og það er fátt leiðinlegra en að verða fyrir óhappi í frítíma sínum, hvort sem er við garðvinnuna heima, á ferðalagi eða í fjallgöngu um hálendið. Með því að hafa sjúkrakassa við höndina ertu alltaf með fyrstu hjálp innan seilingar og getur auðveldlega hlúð að sárum.
Samkvæmt Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) þá fer þriðjungur alls matar á heimsvísu í ruslið. Það eru um 1.3 milljarður tonna af mat á ári.
Lifið heil tók hús á hlaupakennaranum Torfa H. Leifssyni hjá hlaup.is og inntum hann eftir ráðleggingum fyrir þá sem vilja stunda hlaup. Ekki stór á svörum og hér eru nokkur góð ráð, bæði fyrir byrjendur og lengra komna.
Hugmyndin að Samfloti er alíslensk, byggð á reynslu þjóðar sem býr við vatnsauðlegð og stundar sund og sjóböð reglulega. Samflot hefur vakið mjög jákvæð viðbrögð hjá þeim sem það stunda, stofnendur hafa fengið mikið af ummælum frá fólki, sem lýsir góðum áhrifum fljótandi slökunar á heilsu og andlega vellíðan.
Flestir kannast eflaust við að hafa upplifað meltingartruflanir einhvern tímann á ævinni. Oft er um að ræða vægar truflanir eins og uppþembu og vindgang sem hafa ekki mikil áhrif á líðan okkar og koma ekki í veg fyrir dagleg störf okkar.
Heilbrigð þarmaflóra mannslíkamanns myndar K2 vítamín sem er í flokki þeirra fituleysanlegu. Lengi hefur verið talið að þar myndist nægilegt magn fyrir líkamsstarfsemina en nú deila menn um þetta.
Chlorella er grænþörungur sem vex í ferskvatni og er óhemju vítamín og steinefnaríkur. Þörungurinn inniheldur til dæmis mikið af B12 vítamíni, en það er einmitt nokkuð algengt að líkamann vanti þetta nauðsynlega vítamín.
Þessi magnaða jurt vex víða og finnst í flestum heimsálfum. Alfalfa hefur verið mikið notuð með góðum árangri, gegn ýmsum kvillum í gegnum tíðina.
K-vítamín tilheyrir hópi fituleysanlegra vítamína. Það safnast þó ekki fyrir í líkamanum heldur er því breytt í skautaðra efni sem skilst út úr líkamanum með þvagi og galli. K-vítamín er m.a. nauðsynlegt fyrir myndun storkuþátta í lifrinni.
Fólínsýra tilheyrir B-vítamínunum og er því vatnsleysanleg eins og öll hin B-vítamínin. Hún gegnir m.a. stóru hlutverki í frumuskiptingu.
E-vítamín er í hópi fituleysanlegra vítamína, skilst þar af leiðandi ekki út úr líkamanum með þvagi heldur safnast yfirmagn vítamínsins fyrir í honum.
D-vítamín er fituleysanlegt vítamín. Það telst bæði vera vítamín og hormón. Húðin framleiðir D-vítamín og líkaminn geymir vítamínið einkum í lifrinni en líka í fituvef og vöðvum.
C-vítamín læknar einn elsta og þekktasta sjúkóminn sem kemur af völdum næringarefnaskorts, eða skyrbjúg. Þaðan er nafnið einmitt komið, askorbínsýra (ascorbic acid), en ascorbic er komið úr latínu og merkir “án skyrbjúgs”.
B-vítamín eru vatnsleysanleg vítamín. Þau safnast ekki fyrir í líkamanum og valda því síður eiturverkunum en fituleysanlegu vítamínin ( A-, D-, E- og K-vítamín).
Kóbalamín verður eingöngu til í sérstökum örverum sem er til að mynda að finna í meltingarvegi, vatni og jarðvegi. Helstu fæðutegundir með kóbalamín eru magurt kjöt, kjúklingur, fiskur, mjólk og egg.
B6-vítamín, eða Pýridoxín, tekur þátt í myndun og umbroti þessara efna í líkamanum: Kolvetna, fitu, amínósýru, kjarnsýra, próteina og hemóglóbíns.
B5-vítamín, eða Pantótenat, finnst í ýmiss konar mat og á m.a. þátt í umbroti fitu, kolvetna og próteina.
B2-vítamín, eða Ríbóflavín, frásogast vel úr fæðu að öllu jöfnu en einungis 15% þess nær að frásogast sé vítamínsins neytt í töfluformi á fastandi maga.
B1-vítamín, eða Tíamín, er að finna í flestum próteinríkum fæðutegundum, þó aðallega í kjöti, heilhveiti, rúgmjöli og öðrum kornmat.
Meginhlutverk tíamíns tengist nýtingu kolvetna og orkumyndun.
A-vítamín tilheyrir hópi fituleysanlegra vítamína og skilst því ekki út úr líkamanum með þvagi heldur safnast yfirmagn þess fyrir, er lengur að skiljast út úr líkamanum sem aftur leiðir til aukinnar hættu á eitrun.
Vítamín eru skilgreind sem lífræn efni er líkaminn þarfnast í litlum mæli. Aðaluppsprettu vítamína er að finna í fæðunni.
Sínk er snefilefni og er nauðsynlegt mörgum ensímum til að geta starfað eðlilega. Engir geymslustaðir virðast vera fyrir sínk í líkamanum, þess vegna þarf það að berast reglulega með fæðu eða vera tekið inn sem fæðubótarefni.
Áður fyrr var talið að selen væri stórhættulegt og eitrað efni sem ylli krabbameini. Núna er vitað að selen verndar líkamann. Selen finnst í öllum vefjum líkamans en er mest í nýrum, lifur og kirtlum.
Mangan er lífsnauðsynlegt efni og er því ætíð til staðar í líkamanum. Mangan er aðallega geymt í orkukornum í líkamsfrumunum.
Magnesíum er steinefni sem sérhver fruma líkamans þarf á að halda. Í líkamanum eru 20-28 grömm af magnesíum og helming þess er að finna í beinum.
Króm er steinefni, lífsnauðsynlegt líkamanum en aðeins í litlum mæli. Í mannslíkamanum eru um 6 grömm af krómi, mest er af krómi í hári, milta, nýrum og eistum.