Spurðu sérfræðinginn
Lyfjafræðingar Lyfju svara fyrirspurnum um flest allt sem lýtur að heilbrigði og heilsu.
Senda inn spurningu Sjá allar spurningar og svörLesitín er náttúrlegt efnasamband sem finnst í öllum lífverum. Það er fituefni sem myndast í lifrarfrumum, en er einnig í heila og öðrum vefjum.
Lakkrís er kjarni sem er unninn úr sætum, þurrkuðum rótum og jarðstöngli ýmissa afbrigða af lakkrísplöntunni, Glycyrrhiza glabra, sem vex villt í heittempruðu loftslagi.
Kvöldvorrós er stór, fínleg blómplanta af ættkvísl næturljósa og vex villt í austanverðri Norður-Ameríku. Plantan er ræktuð í mörgum heimshlutum og er olían úr fræinu seld sem fæðubótarefni eða sem innihaldsefni í sérstökum matvælum í yfir þrjátíu löndum.
Kamilla er einær jurt sem líkist baldursbrá. Hún ber gul blóm og hefur sérstakan ilm. Blómin eru þurrkuð áður en þau eru notuð til lækninga.
Þetta rokgjarna, arómatíska efni er unnið með gufueimingu úr viði hins hávaxna, blómstrandi kamfórutrés ( Cinnamomum camphora) sem er upprunnið í Asíu. Kamfóra er gjarnan notuð í olíu.
Hvítlauksplantan Allium sativum, sem kallast líka hvítlaukur, er alþekkt matar- og lækningajurt og laukurinn er sá hluti plöntunnar sem er notaður.
Gúarana er þurrkað hlaup unnið úr fræjum sígrænna klifurrunna sem vaxa villtir á Amasónsvæðinu.
Margir útbúa heitan kaffíndrykk úr hlaupinu sem hefur sömu örvandi áhrif og gegnir sama félagslega hlutverkinu og te og kaffi í öðrum menningarsamfélögum í heiminum.
Grænt te er drykkur lagaður úr þurrkuðum og gufusoðnum, grænum laufblöðum terunnans. Flestir nota grænt te sem mildan, örvandi drykk á sama hátt og aðrir nota svart te og kaffi.
Glitbrá er lágvaxinn, fjölær runni sem vex villtur í suðvestanverðri Evrópu og víðar í tempraða beltinu, en barst með landnemum til Norður-Ameríku sem ræktuðu hann til skrauts og til lækninga. Einkum notuð til að koma í veg fyrir mígreni.
Ginseng er lágvaxin, fjölær jurt og þykir einstaklega erfið í ræktun. Í hefðbundnum, kínverskum lækningum er ginseng talið heilsubætandi, sefandi og hjartastyrkjandi og jurtin er talin auka vessaframleiðslu líkamans.
Freyspálmi er runnvaxin pálmategund sem vex villt í sendnum jarðvegi víða í suðaustanverðum Bandaríkjunum og á vissum svæðum við Miðjarðarhafið. Freyspálmi er talinn vinna gegn aukinni þörf til þvagláta, einkum að nóttu til, og öðrum einkennum sem tengjast stækkun og bólgu í blöðruhálskirtli.
Þrátt fyrir nafnið eru fjallagrös flétta - þörungur og sveppur í samlífi - ekki grös. Fjallagrös hafa lengi verið notuð við hósta, nefstíflu og slímrennsli og til að sefa óróleika í maga.
Engiferjurtin er fjölær og vex villt í suðaustanverðri Asíu og er ræktuð á öðrum hitabeltissvæðum, svo sem á Jamaíku. Jarðstöngullinn er sætur og bragðmikill og því mikils metinn bæði sem krydd í matreiðslu og til lækninga.
Alþýðulæknar staðhæfa að með því að neyta drottningarhunangs geti fólk öðlast sömu eiginleika og býflugnadrottningarnar: aukna líkamsstærð, meiri frjósemi og lengri ævi.
Býþéttir er rauðbrúnt, harpeiskennt efni sem býflugur vinna úr brumi aspar- og barrtrjáa. Býþéttir hefur einkar þægilega angan og sótthreinsandi og staðdeyfandi eiginleikar efnisins hafa verið kunnir frá örófi alda.
Notkun náttúrulyfja, náttúruvara og fæðubótarefna til sjálfslækninga, forvarna gegn sjúkdómum og til að bæta útlit nýtur aukinna vinsælda hérlendis. Með aukinni neyslu þessara vara er talið að tilfellum fjölgi þar sem rekja megi orsakir aukaverkana og milliverkana til þeirra.
Asídófílus, sem á íslensku getur kallast sýrukær, er gagnlegur gerill (baktería) sem lifir í mannslíkamanum undir eðlilegum kringumstæðum.
Gerillinn er tekinn í því skyni að stuðla að heilbrigði meltingarvegar og til að koma á jafnvægi í gerlaflóru legganga og smáþarma eftir sýklalyfjakúr.
Arnika er þurrkaðar blómkörfur fjallagullblóms (einnig nefnt sólarljómi) eða annarra tegunda af ættkvísl sólarblóma, en til hennar heyra fjölærar plöntur sem bera skærgul blóm sem minna á baldursbrá. Arnika er notuð m.a. til að hemja bólgu og draga úr sársauka.
Bæði alveruhlaup og alverusafi hafa verið notuð í hefðbundnum lækningum margra menningarsamfélaga í árþúsundir.
Lækningajurtir og önnur náttúrumeðul eru flokkuð sem "fæðubótarefni" og falla því undir annan hatt en bæði lyfseðilsskyld lyf og lyf sem eru seld án lyfseðils.
Það boðefni sem veldur ofnæmisviðbrögðum, s.s. kláða, roða og bólgum, kallast histamín.
Áætlað hefur verið að um 2% af fólki þjáist af fæðuofnæmi eða fæðuóþoli en sumir telja að þessi vandamál séu mun algengari vegna þess að vægari tilfellin komist aldrei á blað.
Brjóstagjöf veitir vörn fyrir sýkingum árum saman og niðurstöður faraldsfræðilegrar rannsóknar í Svíþjóð benda til þess að vörn fyrir vissum sýkingum geti varað í allt að 10 ár.
Um fimmti hver einstaklingur yfir 65 ára er með gallsteina og mikill fjöldi gengst árlega undir aðgerð þar sem gallsteinar ásamt gallblöðrunni eru fjarlægð.
Sárasótt (syphilis) er kynsjúkdómur sem orsakast af bakteríu er nefnist Treponema pallidum.
Lifrarbólga B smitar með svipuðum hætti og HIV veirunni sem veldur Alnæmi. Algengustu smitleiðir eru samfarir, og blóðblöndun, t.d. með menguðum sprautum og nálum.
Kynfæraáblástur getur bæði orsakast af kynfæraáblástursveirunni (Herpes II) og varaáblástursveirunni (Herpes I).
Klamydíusýking orsakast af bakteríu (Chlamydia trachomatis). Þessi baktería getur sýkt bæði kynfæri og augu.
Flatlús (Phthirus pubis) er sníkjudýr sem er aðallega að finna í hárunum í kringum kynfærin. Hún getur líka verið í handarkrika, bringuhárum, augnabrúnum og augnhárum. Flatlús er sjaldgæf í hársverði.
HIV er alvarlegur og lífshættulegur sjúkdómur, þróist sjúkdómurinn án meðferðar.
Sjúkdómar sem smita við samfarir nefnast kynsjúkdómar. Smit á sér oftast stað við beina snertingu slímhúða.
Lungnakrabbamein hafa sterk tengsl við tóbaksreykingar en um 90% sjúklinga sem greinast með sjúdkóminn reykja eða hafa reykt. Með hertum aðgerðum gegn tóbaksreykingum og lækkun á tíðni reykinga er hægt að lækka tíðni lungnakrabbameins umtalsvert. Mikið er í húfi því lungnakrabbamein veldur flestum dauðsföllum vegna krabbameins.
Leghálskrabbamein er eitt fárra krabbameina sem hægt er að greina á forstigi og lækna. Frá því að skipuleg leit að leghálskrabbameini hófst hér á landi árið 1964 hefur dánartíðni úr sjúkdómnum lækkað um 90%. Þetta er einnig eitt fárra krabbameina þar sem orsakir eru þekktar en HPV-veira sem smitast við kynlíf veldur sjúkdómnum í 99% tilfella.
Hvítblæði er samheiti yfir krabbamein í blóði. Því er venjulega skipt í tvo meginhópa, langvinnt hvítblæði og bráðahvítblæði. Meðferð hvítblæðis hefur batnað verulega undanfarin ár.
Húðkrabbamein leggjast einkum á húðsvæði sem verða fyrir miklu sólarljósi. Sortuæxli er alvarlegasta gerð húðkrabbameina sem er auðvelt að lækna greinist það á byrjunarstigi en getur verið erfitt við að eiga nái það að dreifa sér.
Krabbamein í eistum eru frekar sjaldgæf en þau eru samt algengustu illkynja æxli karla á aldrinum 25-39 ára. Þetta er eitt fárra krabbameina þar sem flestir læknast þrátt fyrir að sjúkdómurinn hafi dreift sér til annarra líffæra en um 99% eru á lífi fimm árum eftir greiningu.
Brjóstakrabbamein er algengasta illkynja mein í konum, og af þeim krabbameinum sem greinast í konum er brjóstakrabbamein um þriðjungur.
Blöðruhálskirtilskrabbamein er algengasta krabbameinið hjá körlum á Íslandi. Á hverju ári greinast rúmlega 240 karlar með meinið. Lífshorfur fara eftir því hvort krabbameinið er staðbundið, þ.e. eingöngu í blöðruhálskirtlinum eða hafi dreift sér víðar, og hve hraður sjúkdómsgangurinn er. Um 90% þeirra sem greinast með sjúkdóminn lifa lengur en fimm ár frá greiningu og nú eru á lífi um 2.400 karlar á Íslandi með blöðruhálskirtilskrabbamein.
Flestir finna einhvern tíma ævinnar fyrir óþægindum sem lýsa sér með verkjum í mjóhrygg sem leiða stundum út í fætur.
Ferðaveiki (sjóveiki, bílveiki eða flugveiki) getur lagst á alla en er algengari meðal barna, unglinga og kvenna.