Flúor

Steinefni og snefilefni

  • Fluor

Flúor er steinefni sem finnst víða í náttúrunni. Flúor er í öllum vefjum líkamans, mest þó í tönnum og beinum.

Heiti
Flúor, fluoride.

Uppspretta
Plöntur og vatn. Í dag eru flest tannkrem og munnskol flúorbætt.

Verkun

  • Nauðsynlegt fyrir myndun og viðhald tanna, flúor verndar tennur fyrir skemmdum. 
  • Örvar myndun beina. 
  • Hindrar virkni ýmissa ensímkerfa í líkamanum.


Notkun - verkun

Til varnar tannskemmdum.

Ráðlagðir dagskammtar
Embætti landlæknis hefur ekki gefið út ráðlagða dagskammta af flúor en eftirfarandi upplýsingar eru fengnar erlendis frá:

Ungabörn < 1 árs 0,1-1,0 mg
Börn 1-10 ára 0,5-2,5 mg
Karlar 1,5-4,0 mg
Konur 1,5-4,0 mg
Ófrískar konur 1,5-4,0 mg
Konur með barn á brjósti 1,5-4,0 mg

Skortur
Getur valdið tannskemmdum.

Eitrun
Staðbundin og bráð eituráhrif flúors á magaslímhúð lýsa sér í ógleði, uppköstum, magaverkjum og niðurgangi. Óstaðbundin og bráð eituráhrif flúors eru fjölbreyttari og alvarlegri. Þar má nefna ertingu í taugakerfi, kalkskort, blóðsykurskort, lágþrýsting og öndunartruflanir. Hjartabilun og í versta falli dauði, getur hlotist af öndunartruflunum.

Aukaverkanir
Engar þekktar aðrar en eiturverkanir.

Milliverkanir
Engar þekktar.

Frábendingar
Engar þekktar.

Heimildir
R. Marcus. Agents affecting calcification and bone turnover. Goodman & Gilman´s The pharmacological basis of therapeutics 9th edition. 1996 McGraw-Hill, New York. Bls.1538-1539.

Anna Elín Kjartansdóttir, Valdís Beck og Þóra Jónsdóttir, lyfjafræðingar.