Spurðu sérfræðinginn
Lyfjafræðingar Lyfju svara fyrirspurnum um flest allt sem lýtur að heilbrigði og heilsu.
Senda inn spurningu Sjá allar spurningar og svörSínk er snefilefni og er nauðsynlegt mörgum ensímum til að geta starfað eðlilega. Engir geymslustaðir virðast vera fyrir sínk í líkamanum, þess vegna þarf það að berast reglulega með fæðu eða vera tekið inn sem fæðubótarefni.
Áður fyrr var talið að selen væri stórhættulegt og eitrað efni sem ylli krabbameini. Núna er vitað að selen verndar líkamann. Selen finnst í öllum vefjum líkamans en er mest í nýrum, lifur og kirtlum.
Mangan er lífsnauðsynlegt efni og er því ætíð til staðar í líkamanum. Mangan er aðallega geymt í orkukornum í líkamsfrumunum.
Magnesíum er steinefni sem sérhver fruma líkamans þarf á að halda. Í líkamanum eru 20-28 grömm af magnesíum og helming þess er að finna í beinum.
Króm er steinefni, lífsnauðsynlegt líkamanum en aðeins í litlum mæli. Í mannslíkamanum eru um 6 grömm af krómi, mest er af krómi í hári, milta, nýrum og eistum.
Kopar er málmur og nauðsynlegur líkamanum, m.a. fyrir eðlilega starfsemi hemóglóbíns og við myndun bandvefs.
Í líkama manna eru 20-30 mg af joði og þriðjung þess er að finna í skjaldkirtlinum. Langflestir fá svalað dagsþörf sinni fyrir joð úr mat.
Járn er snefilefni og nauðsynlegt líkamanum. Járn er í blóðinu í próteinsambandi sem kallast hemóglóbín og það er líka í öllum rauðum blóðkornum.
Flúor er steinefni sem finnst víða í náttúrunni. Flúor er í öllum vefjum líkamans, mest þó í tönnum og beinum.
Steinefni eru ólífræn efni og gegna mikilvægu hlutverki í margþættri líkamsstarfsemi manna og dýra.