Kalk

Steinefni og snefilefni

  • Kalk

Kalk er uppistöðuefni beina og tanna en 99% af kalki líkamans er að finna í beinum og tönnum.

Heiti
Kalk, calcium. 

Uppspretta
Mjólk, mjólkurvörur og grænt grænmeti.

Verkun

  • Kalk er nauðsynlegt fyrir eðlilega starfsemi taugakerfisins, samdráttarhæfni vöðva og eðlilegan blóðþrýsting. 
  • Kalk er uppistöðuefni beina og tanna.


Notkun - verkun

  • Við kalkskorti og beinþynningu. 
  • Til að fyrirbyggja beinþynningu, t.d. hjá konum eftir tíðahvörf.


Ráðlagðir dagskammtar

Ungbörn 0-6 mán aða  ---
Ungbörn 6-11 mánaða 540mg
Börn 1-5 ára 600mg
Börn 6-9 ára 700mg
Konur 10-17 ára 900mg
Konur 18 ára og eldri 800mg
Á meðgöngu 900mg
Með barn á brjósti 900mg
Karlar 10-17 ára 900mg
Karlar eldri en 18 ára 800 mg

mg = milligrömm

Frásog kalks úr meltingarvegi minnkar með aldrinum og eldra fólk dregur líka oft úr neyslu kalkríkrar fæðu. Það er því eldra fólki þýðingarmikið að taka daglega inn kalk. Fólk með ofnæmi fyrir mjólkursykri (laktósa) þarf líka að gæta þess að neyta nægilegs magns af kalkviðbæti.

Kalkskortur

  • Kalkskortur getur leitt til óeðlilegs beinvaxtar hjá börnum. 
  • Hjá fullorðnum leiðir kalkskortur til beinþynningar.


Kalkeitrun
Umfram kalk í líkamanum skilst yfirleitt út með þvagi en sé mikils kalks neytt getur orðið kristallamyndun í þvagi (öðru nafni nýrnasteinar).

Aukaverkanir
Engar þekktar ef farið er eftir ráðlögðum dagskömmtum.

Milliverkanir
Skortur á D-vítamíni getur leitt til skorts á kalki af því að D-vítamín eykur nýtingu kalks í líkamanum, sömuleiðis getur yfirmagn D-vítamíns í líkamanum valdið kalkeitrun.

Frábendingar
Engar þekktar.

Heimildir
H. R. Jóhannesson, S. Ó. Ólafsson. Bætiefnabókin, Handbók um vítamín, steinefni og fæðubótarefni. 1995 Mál og menning, Reykjavík. Bls. 74-75.

R. Marcus. Agents affecting calcification and bone turnover. Goodman & Gilman´s The pharmacological basis of therapeutics 9th edition. 1996 McGraw-Hill, New York. Bls. 1519-1524.

www.landlaeknir.is

Anna Elín Kjartansdóttir, Valdís Beck og Þóra Jónsdóttir, lyfjafræðingar.

(Ráðlagðir dagskammtar uppfærðir í febrúar 2021 skv. leiðbeiningum frá Embætti landlæknis; Jóna Valdís Ólafsdóttir, lyfjafræðingur).