Spurðu sérfræðinginn
Lyfjafræðingar Lyfju svara fyrirspurnum um flest allt sem lýtur að heilbrigði og heilsu.
Senda inn spurningu Sjá allar spurningar og svörUm fimmti hver einstaklingur yfir 65 ára er með gallsteina og mikill fjöldi gengst árlega undir aðgerð þar sem gallsteinar ásamt gallblöðrunni eru fjarlægð.
Sárasótt (syphilis) er kynsjúkdómur sem orsakast af bakteríu er nefnist Treponema pallidum.
Lifrarbólga B smitar með svipuðum hætti og HIV veirunni sem veldur Alnæmi. Algengustu smitleiðir eru samfarir, og blóðblöndun, t.d. með menguðum sprautum og nálum.
Kynfæraáblástur getur bæði orsakast af kynfæraáblástursveirunni (Herpes II) og varaáblástursveirunni (Herpes I).
Klamydíusýking orsakast af bakteríu (Chlamydia trachomatis). Þessi baktería getur sýkt bæði kynfæri og augu.
Flatlús (Phthirus pubis) er sníkjudýr sem er aðallega að finna í hárunum í kringum kynfærin. Hún getur líka verið í handarkrika, bringuhárum, augnabrúnum og augnhárum. Flatlús er sjaldgæf í hársverði.
HIV er alvarlegur og lífshættulegur sjúkdómur, þróist sjúkdómurinn án meðferðar.
Sjúkdómar sem smita við samfarir nefnast kynsjúkdómar. Smit á sér oftast stað við beina snertingu slímhúða.
Lungnakrabbamein hafa sterk tengsl við tóbaksreykingar en um 90% sjúklinga sem greinast með sjúdkóminn reykja eða hafa reykt. Með hertum aðgerðum gegn tóbaksreykingum og lækkun á tíðni reykinga er hægt að lækka tíðni lungnakrabbameins umtalsvert. Mikið er í húfi því lungnakrabbamein veldur flestum dauðsföllum vegna krabbameins.
Leghálskrabbamein er eitt fárra krabbameina sem hægt er að greina á forstigi og lækna. Frá því að skipuleg leit að leghálskrabbameini hófst hér á landi árið 1964 hefur dánartíðni úr sjúkdómnum lækkað um 90%. Þetta er einnig eitt fárra krabbameina þar sem orsakir eru þekktar en HPV-veira sem smitast við kynlíf veldur sjúkdómnum í 99% tilfella.
Hvítblæði er samheiti yfir krabbamein í blóði. Því er venjulega skipt í tvo meginhópa, langvinnt hvítblæði og bráðahvítblæði. Meðferð hvítblæðis hefur batnað verulega undanfarin ár.
Húðkrabbamein leggjast einkum á húðsvæði sem verða fyrir miklu sólarljósi. Sortuæxli er alvarlegasta gerð húðkrabbameina sem er auðvelt að lækna greinist það á byrjunarstigi en getur verið erfitt við að eiga nái það að dreifa sér.
Krabbamein í eistum eru frekar sjaldgæf en þau eru samt algengustu illkynja æxli karla á aldrinum 25-39 ára. Þetta er eitt fárra krabbameina þar sem flestir læknast þrátt fyrir að sjúkdómurinn hafi dreift sér til annarra líffæra en um 99% eru á lífi fimm árum eftir greiningu.
Brjóstakrabbamein er algengasta illkynja mein í konum, og af þeim krabbameinum sem greinast í konum er brjóstakrabbamein um þriðjungur.
Blöðruhálskirtilskrabbamein er algengasta krabbameinið hjá körlum á Íslandi. Á hverju ári greinast rúmlega 240 karlar með meinið. Lífshorfur fara eftir því hvort krabbameinið er staðbundið, þ.e. eingöngu í blöðruhálskirtlinum eða hafi dreift sér víðar, og hve hraður sjúkdómsgangurinn er. Um 90% þeirra sem greinast með sjúkdóminn lifa lengur en fimm ár frá greiningu og nú eru á lífi um 2.400 karlar á Íslandi með blöðruhálskirtilskrabbamein.
Flestir finna einhvern tíma ævinnar fyrir óþægindum sem lýsa sér með verkjum í mjóhrygg sem leiða stundum út í fætur.
Ferðaveiki (sjóveiki, bílveiki eða flugveiki) getur lagst á alla en er algengari meðal barna, unglinga og kvenna.
Ýmsar örverur lifa í og á líkama okkar undir eðlilegum aðstæðum en valda okkur ekki skaða, og í sumum tilvikum eru þær beinlínis gagnlegar. Í öðrum tilvikum geta örverur fjölgað sér um of og valda þá sýkingum sem geta skaðað okkur. Á meðal þessara örvera eru ýmsar bakteríur og sveppir.
Rosacea er krónískur húðsjúkdómur þar sem skiptast á betri og verri tímabil. Oftast eru breytingarnar á kinnum, nefi , höku og enni.
Húðin er stærsta líffæri líkamans og gegnir margþættu hlutverki. Hún er hjúpur sem ver okkur fyrir skemmdum, ytra áreiti, er hitastillir, losar okkur við úrgangsefni (svita), er skynfæri, framleiðir D-vítamín og hindrar vökvatap frá líkamanum.
Nafnið exem er notað um ýmsar tegundir útbrota sem lýsa sér með roða, blöðrum, hreistri, brúnum lit, þykknun og kláða og útbrotin geta verið vessandi.
Þeir sem hafa hjartabilun eru ekki einir á báti því að gera má ráð fyrir að 3-5000 manns þjáist af þessum sjúkdómi hér á landi. Hjartabilun er ein af algengustu ástæðum fyrir sjúkrahúsinnlögn hjá fólki yfir 65 ára og algengi (tíðni) hjartabilunar virðist fara vaxandi.
Svefn er mikilvægur eðlilegri líkamsstarfsemi og góðri heilsu. Svefnleysi getur valdið vanlíðan og þreytu á daginn, og langvarandi svefnleysi eykur hættuna á ýmsum kvillum og geðrænum vandamálum.
Geðklofi (schizophrenia) er oft langvinnur og hamlandi sjúkdómur í heila sem hrjáir um einn af hverjum hundrað manns einhvern tíma á ævinni.
Fæðing barns er mjög gleðilegur atburður í lífi langflestra foreldra og það hljómar því undarlega að meira en tíunda hver kona fær þunglyndi eftir fæðingu.
Við þekkjum öll að lundin getur verið breytileg frá einum tíma til annars. Oftast eru slíkar sveiflur eðlilegar. Ef sveiflurnar ganga hins vegar út fyrir ákveðin mörk og fara að hafa áhrif á daglegt líf dögum eða vikum saman er líklegt að um sjúklegt ástand sé að ræða. Slíkt gerist hjá einstaklingum sem eiga við þunglyndi eða geðhvörf að stríða.
Jafnvel þó þú sért mikill sóldýrkandi þá borgar sig að njóta sólarinnar með nokkurri umhugsun og varkárni og varast það að sólbrenna.
Sól, saltur sjór, vindur og hiti valda því að húðin þornar. Eftir sólböð eða útiveru í sól þarf húðin því á raka að halda í formi rakakrema eða krema sem sérstaklega eru ætluð á húð eftir sólböð, oft kölluð “after-sun” krem.
Vegna þess hversu þurrt loftið er um borð í flugvélum, tapar líkaminn nokkuð af vökva á meðan á flugferðinni stendur.
Þegar flugvélin hefur sig til flugs og lendir breytist loftþrýstingurinn í farþegarýminu. Margir finna þá fyrir óþægindum í eyrum og fá jafnvel hellur. Börn eru sérstaklega viðkvæm fyrir þessu.
Ef setið er í flugvél í marga klukkutíma samfleytt, eiga fæturnir það til að bólgna upp. Þetta gerist vegna þess að þegar við hreyfum ekki vöðvana í fótunum, kemst blóðið ekki aftur til hjartans sem skyldi. Þá safnast vökvi fyrir í fótunum og það myndast bjúgur.
Það er jákvæð fylgni milli blóðtappa (segamyndun í blóðrás) og langra flugferða, það er að segja langar flugferðir, sérstaklega þær sem fara yfir 8 klst., geta aukið líkur á að fá blóðtappa í fæturna.
Ferðaapótek er sjúkra- og lyfjataska sem inniheldur allt það nauðsynlegasta sem á þarf að halda ef upp koma vandamál.
Það er ávallt nauðsynlegt að vera vel bólusettur en það er sérstaklega mikilvægt þegar ferðast er til útlanda.
Þeir sem vegna sjúkdóma þurfa að hafa meðferðis lyf sem eru skilgreind sem ávana- og fíknilyf þurfa að hafa sérstakt vottorð í fórum sínum sé ferðast milli Schengen-landa. Slíkt vottorð gefa læknar út og Embætti landlæknis staðfestir.
Konur geta haft óverulega, glæra og lyktarlausa útferð án þess að hún sé vísbending um sjúkdóm. Margar konur fá ávallt útferð þegar egglos verður.
Verkir sem fylgja tíðum (blæðingum) eru algengt og oft mikið vandamál, einkum hjá ungum konum.
Tannverkur stafar venjulega af bólgu í tannkviku eða í beinvefnum við rótarenda tannar. Tannverkur getur líka stafað af bólgu í tannholdi eða í tannslíðri (tannslíðurbólga). Þessi sjúkdómur stafar líka af gerlum.
Munnþurrkur stafar meðal annars af of lítilli munnvatnsframleiðslu og getur komið fram við ákveðna sjúkdóma eða sem aukaverkun við töku vissra lyfja.
Líkþorn er þykknun í hornlagi húðar sem getur myndast á fætinum þar sem lengi og mikið mæðir á, til dæmis á tá sem nuddast í of þröngum skóm.