Spurðu sérfræðinginn
Lyfjafræðingar Lyfju svara fyrirspurnum um flest allt sem lýtur að heilbrigði og heilsu.
Senda inn spurningu Sjá allar spurningar og svörKristín Björg Flygenring, sérfræðingur í barnahjúkrun, starfar með fjölskyldum barna með svefnvanda hjá Barnaspítala Hringsins og hjá svefnráðgjöf.is. Kristín veitir ráðleggingar um jákvæðar svefnvenjur barna.
Björgvin Páll leiðir okkur í gegnum öndunaræfingar sem henta vel í bílnum, fyrir svefninn eða þegar streita eða kvíði hellist yfir okkur. Verðum aðeins betri í að anda betur. Er þín öndun nægilega skilvirk?
Björgvin Páll ræðir um mikilvægi skilvirkrar öndunar og leiðir okkur í gegnum skemmtilegar öndunaræfingar.
Gyða Dröfn Tryggvadóttir færðir um núvitund. Núvitund er að vera til staðar í eigin lífi – hér og nú. Tengja við okkar eigin hug og hjarta, tilfinningar sem við sem manneskjur eigum sameiginlegar, s.s. sárskauka, ótta, reiði, gleði og ást.
Róaðu hugann með Guðna Gunnarssyni. Í myndbandinu leiðir Guðni okkur í gegnum núvitundaræfingar sem hjálpa okkur að ná innri ró og auka vellíðan.
Birna Ásbjörnsdóttir fer yfir mikilvægi góðrar meltingarflóru og hvernig hún hefur áhrif á líkamlega og andlega líðan. Birna gefur einnig góð ráð til að bæta meltingarflóruna
Heilbrigður lífsstíll er mikilvægur fyrir almenna heilsu og vellíðan. Hann felur í sér að taka ákvarðanir sem stuðla að líkamlegri og andlegri heilsu með því að huga að hollu mataræði, reglulegri hreyfingu, nægum svefni og stjórna streitu. Allt eru þetta þættir sem geta fyrirbyggt sjúkdóma.
Góður svefn er afar mikilvægur heilsunni. Í svefni hvílist líkaminn, endurnýjar sig og nærir. Þá fer fram framleiðsla ýmsum hormónum sem og fjölmargir aðrir ferlar sem líkamanum eru nauðsynlegir.
Svefnleysi getur verið ýmiss konar. Fólk getur átt í erfiðleikum með að sofna, haldast sofandi eða að svefngæði séu léleg eða óhagstæð. Öllu þessu fylgir oftast mikil dagþreyta. Við förum í gegnum nokkur svefnstig um nóttina og virðast þau öll mjög mikilvæg við að halda góðri heilsu. Eitt efni í líkama okkar kemur mikið við sögu í sambandi við svefninn og það er efnið melatónín.
Eina örugga aðferðin til að mæla og fylgjast með blóðsykri er að nota blóðsykursmæli. Það fer lítið fyrir þeim og þá er hægt að kaupa í apótekum Lyfju. Einnig er hægt að fara í apótek Lyfju Lágmúla og Smáratorgi virka daga og láta mæla hjá sér blóðsykurinn.
Kynntu þér úrval vítamína og jurta sem gætu hjálpað þér að líða betur á breytingaskeiðinu. Náttúrulegar lausnir á breytingaskeiðinu. Kynntu þér vítamínin í netverslun Lyfju.
Eitt af því fallegasta og flóknasta sem kona getur gengið í gengum er að ganga með barn. Í níu mánuði breytist líkaminn og bumban stækkar. Það er fallegt ferli en getur líka verið ofboðslega erfitt. Upplifunin er líkamleg og sálræn og áhrif fæðingar á líkamann og sérstaklega grindarbotninn getur verið töluverð.
Guðni kemur þér í gang með núvitund (mindfulness), djúpslökun, æfingar og einstaka öndunartækni, sem gefur þér slökun, næringu og ró. Á örnámskeiðinu segir þú stressinu stríð á hendur og nærð árangri, sem fylgir þér inn í veturinn.
Róaðu hugann með Guðna Gunnarssyni. Í myndbandinu leiðir Guðni okkur í gegnum núvitundaræfingar sem hjálpa okkur að ná innri ró og auka vellíðan.
Það er einfalt að skipta um skoðun í Lyfju
Björgvin Páll ræðir um mikilvægi skilvirkrar öndunar og leiðir okkur í gegnum skemmtilegar öndunaræfingar í þessu áhugaverða myndbandi.
Góð ráð frá Björgvini Páli Gústavssyni landsliðsmanni í handbolta
Þegar þú þarft að kúpla þig út, ná jafnvægi og tengingu eru hér skotheld ráð fyrir innri ró.
Tími til að njóta. Þegar allt hreyfist hratt er mikilvægt að hægja á, huga að eigin heilsu, anda og taka deginum rólega. Mundu að vellíðan er besta gjöfin.
Anna Sólmundsdóttir lyfjafræðingur hjá Lyfju gaf góð ráð við þvagfærasýkingu á lifandi streymi á facebooksíðu Lyfju 6. október sl.
Ingibjörg Arnardóttir lyfjafræðingur gaf góð ráð á lifandi streymi á facebooksíðu Lyfju miðvikudaginn 29. september 2021.
Munnþurrkur er algeng aukaverkun lyfja og getur aukið hættu á sveppamyndun í munnholi og valdið tannskemmdum. Munnþurrkur getur stafað annaðhvort af sjúkdómi eða aukaverkun lyfja.
Frjókornaofnæmi er ofnæmi fyrir gróðri, grasi og trjám. Dæmigerð einkenni eru hnerri, nefrennsli eða nefstífla, rauð og tárvot augu og kláði.
Augnkvef eða vogrís orsakast vanalega af bakteríum eða veirusýkingum og er bráðsmitandi. Einkenni eru rauð og viðkvæm augu sem úr getur komið gröftur og aukin táramyndun. Frjókornaofnæmi ýtir oft undir þessi einkenni.
Sýklalyf hafa eingöngu áhrif á bakteríusýkingar. Mikilvægt er að sýklalyf séu notuð rétt og aðeins þegar þeirra er brýn þörf.
Algengast er að E.Coli bakterían valdi þvagfærasýkingum. Dæmigerð einkenni þvagfærasýkingar eru tíð þvaglát sem fylgja verkir, sviði og illa lyktandi þvag.
Hugsum vel um stærsta líffærið okkar húðina, innan frá og utan, frá toppi til táar. Húðin gegnir mikilvægum sérhæfðum hlutverkum, hún ver okkur, heldur á okkur réttu hitastigi og skynjar umhverfið okkar.
Rósroði er mjög algengur bólgusjúkdómur í húð sem lýsir sér oftast með roða, bólum, graftrarbólum æðaslitum og stundum þrota í andliti. Einkenni sjúkdómsins ganga venjulega í köstum og stundum versna einkennin eftir hver kast. Það er því mikilvægt að hefja meðferð snemma til þess að stemma stigu við frekari þróun sjúkdómsins. Meðferðin er fjölþætt og beinist að bæði æða og bólguþættinum.
Náttúruleg olía sem kallast sebum þekur húð okkar. Olían er framleidd í fitukirtlum sem liggja nálægt hársekkjunum. Sebumolían verndar húðina, gefur henni raka og gerir hana vatnshelda ef svo má að orði komast.
Kynfæravörtur eru sýking af völdum Human Papilloma Virus sem skammstafast HPV. Margar gerðir eru þekktar af þessari veiru og hafa sumar þeirra verið tengdar leghálskrabbameini. Það eru einkum tvær tegundir veirunnar sem valda vörtum sem koma á slímhúð og húð, sérstaklega á ytri kynfæri og við endaþarmsop. Margt bendir til þess að þetta sé algengasti kynsjúkdómurinn á Vesturlöndum. Talið er að meira en helmingur þeirra sem eru virkir í kynlífi hafi sýkst af veirunni.
Í meltingarfæra- og efnaskiptalyfjaflokki eru margvísleg lyf, bæði lyf sem hafa áhrif á starfsemi meltingarfæranna og lyf við offitu og sykursýki.
Hrönn Róbertsdóttir, tannlæknir fræðir um mikilvægi neföndunar. Neföndun bætir svefn, einbeitingu og frammistöðu í íþróttum, hjálpar til við að halda heilum og heilbrigðum tönnum og tannholdi, eykur líkur á heilbrigðum vexti andlitsbeina og stuðlar að beinum tönnum.
Inga María Hlíðar ljósmóðir gefur góð ráð til að undirbúa líkama og sál fyrir fæðingu. Hún leggur sérstaka áherslu á viðhorf í garð fæðingar sem hefur sterka tengingu við upplifun af fæðingu, auk mikilvægi stuðnings í fæðingu.
Arna Skúladóttir hjúkrunarfræðingur og sérfræðingur í barnahjúkrun með svefnvandamál sem undirsérgrein veitir foreldrum 0-2ja ára barna svefnráðgjöf.
Með hjálp Balance appsins getur þú skráð og fylgst með einkennum breytingaskeiðsins, lesið reynslusögur og stuttar greinar og fylgst með tíðahringnum þínum.
Hljómsveitin GÓSS flutti klassísk jólalög til að skapa hugljúfa stund og fanga hinn sanna jólaanda í gegnum beint streymi á facebooksíðu Lyfju 15. desember 2021.
Höfuðlúsin er lítið skorkvikindi sem hefur aðlagað sig manninum og lifir sníkjulífi í mannshári á höfði og nærist á því að sjúga blóð úr hársverðinum. Hún er ekki talin bera neina sjúkdóma og því skaðlaus hýslinum. Allir geta smitast en staðfest smit er algengast hjá 3–12 ára börnum. Höfuðlúsasmit er ekki talið bera vitni um sóðaskap.
Það getur komið sér vel að eiga aðgang að fagfólki utan sjúkrastofnana til að spara biðtíma og fyrirhöfn. Hjá okkur getur þú fengið aðstoð hjúkrunarfræðinga vegna sprautugjafar t.d Inflúensusprautur, B12 sprautur og getnaðarvarnasprautur.
Í Lyfju appinu er hægt að: Sjá hvaða lyfseðla þú átt í gáttinni, Panta lyf, Panta lausasölulyf, Sækja pöntun í næsta apótek Lyfju, Sótt um umboð til að versla fyrir aðra, Fá lyfin send heim samdægurs í stærstu sveitarfélögum landsins, Sjá verð á lyfjum og stöðuna í greiðsluþrepakerfi Sjúkratrygginga Íslands og fá ráðgjöf í netspjalli.