Spurðu sérfræðinginn
Lyfjafræðingar Lyfju svara fyrirspurnum um flest allt sem lýtur að heilbrigði og heilsu.
Senda inn spurningu Sjá allar spurningar og svörAstmi er mjög sveiflukenndur sjúkdómur. Stundum finnur þú lítið sem ekkert fyrir astmanum en síðan koma tímabil með verri líðan og tíðum astmaköstum. Þannig er það einnig með astma á meðgöngu. Sumum konum líður miklu betur en öðrum getur versnað.
Astmalík einkenni koma oft í ljós hjá börnum á fyrstu þremur árum ævinnar. Öndunarfæraeinkenni eru afar algeng orsök þess að leitað er til lækna með ungbörn.
Áreynsluastma þekkja flestir astmasjúklingar. Astmaeinkenni koma oft í ljós innan nokkurra mínútna eftir að þú reynir á þig líkamlega. Slík einkenni geta verið býsna kröftug.
Margir astmasjúklingar þjást af svokölluðum næturastma, þ.e. þeir hafa astmaeinkenni einkum að nóttu til. Köstin koma oftast milli kl 4 og 6 á morgnana. Þau byrja með þurrum hósta eða með því að sjúklingurinn vaknar upp með andþrengsli eða í andnauð.