Hálsbólga

Algengir kvillar

Verkur eða særindi í hálsi er algengur fylgikvilli kvefs (veirusýkingar). Kokið verður þá rautt og bólgið svo og hálskirtlarnir. Eitlar á hálsi geta bólgnað. Erfiðleikar eru samfara því að kyngja og hósta. Særindi í hálsi án kvefeinkenna getur verið hálsbólga af völdum baktería.

SPURNINGAR OG SVÖR

Hvenær á ég að leita til læknis?

  • Ef þú átt erfitt með að anda.
  • Ef mjög erfitt er að kyngja.
  • Ef þér er illt í hálsinum og þú ert með yfir 38°C hita lengur en í fjóra daga, einkum ef skóf er á hálskirtlunum eða þú finnur fyrir graftarnabba í þeim.
  • Ef þér hefur ekki batnað að viku liðinni.

Hvað get ég gert?

Get ég fengið lyf án lyfseðils?

Venjulegar hálstöflur hafa engin áhrif á sýkingu í hálsi en þær geta slegið á óþægindin um hríð. Strepsils munnsogstöflur hafa bakteríu- og sveppaeyðandi verkun og eru notaðar við vægum sýkingum í munni og hálsi. Ef þú finnur fyrir miklum kvölum getur þú tekið verkjastillandi lyf.