Spurðu sérfræðinginn
Lyfjafræðingar Lyfju svara fyrirspurnum um flest allt sem lýtur að heilbrigði og heilsu.
Senda inn spurningu Sjá allar spurningar og svörNjálgur (e. pinworm) er lítill, hvítur hringormur sem er algeng sýking hjá fólki á öllum aldri en algengastur hjá börnum og á stofnunum þar sem mörg börn koma saman t.d. leikskólum og skólum og hjá aðstandendum þeirra sem sýkjast.
Fróðlegar spurningar og svör og fræðslumyndband um höfuðlús frá Hedrin.
Sinadráttur er skyndilegur vöðvakrampi sem fylgir oftast mikill sársauki og skert hreyfigeta. Oft er hægt að þreifa fyrir hörðum vöðvahnút sem einnig getur verið sýnilegur undir húðinni.
Meðgöngukvillar eru mis miklir á meðgöngu. Enda er engin meðganga eins. Hér á eftir hafa verið teknir saman nokkrir góða punkta sem geta nýst vel á meðgöngunni.
Mikilvægt er að þeir sem greinast með höfuðlús eða forráðamenn þeirra bregðist strax við smitinu, með þeim aðferðum sem ráðlagðar eru hér á eftir, til að komið sé í veg fyrir dreifingu til annarra.
Procto-eze kremið dregur úr óþægindum sem fylgja gyllinæð, eins og kláða og sviða, eykur teygjanleika húðarinnar og hefur græðandi og mýkjandi áhrif sem er mjög mikilvægt fyrir bata
Öll höfum við tekið eftir því að kvef, hálsbólga og flensa er algengt vandamál þegar hausta fer og veður fer kólnandi.
Bólusetning er ónæmisaðgerð sem ætlað er að koma í veg fyrir alvarlegan smitsjúkdóm.
Nú er lúsin farin að stinga sér niður eina ferðina enn í skólum landsmanna. Lúsin fer ekki í manngreiningarálit, það geta allir smitast, en smit er algengast hjá 3-11 ára börnum. Lúsin er afar hvimleið, en hún er ekki á neinn hátt hættuleg.
Þeir sem veita skyndihjálp verða að vera meðvitaðir um þær hættur sem því geta fylgt. Draga má úr hættu á smiti milli manna með ýmsu móti.
Flestir finna einhvern tíma ævinnar fyrir óþægindum sem lýsa sér með verkjum í mjóhrygg sem leiða stundum út í fætur.
Konur geta haft óverulega, glæra og lyktarlausa útferð án þess að hún sé vísbending um sjúkdóm. Margar konur fá ávallt útferð þegar egglos verður.
Verkir sem fylgja tíðum (blæðingum) eru algengt og oft mikið vandamál, einkum hjá ungum konum.
Tannverkur stafar venjulega af bólgu í tannkviku eða í beinvefnum við rótarenda tannar. Tannverkur getur líka stafað af bólgu í tannholdi eða í tannslíðri (tannslíðurbólga). Þessi sjúkdómur stafar líka af gerlum.
Munnþurrkur stafar meðal annars af of lítilli munnvatnsframleiðslu og getur komið fram við ákveðna sjúkdóma eða sem aukaverkun við töku vissra lyfja.
Líkþorn er þykknun í hornlagi húðar sem getur myndast á fætinum þar sem lengi og mikið mæðir á, til dæmis á tá sem nuddast í of þröngum skóm.
Kvef er nánast alltaf veirusýking. Kvefveirur eru fjölmargar og eru stöðugt að breyta sér (stökkbreytingar) um leið og þeim fjölgar þannig að nýjar tegundir eru sífellt að myndast.
Mannakláðamaur (scabies) eða bara kláðamaur er örsmár áttfætlumaur (um 0,2-0,4 mm) sem sést varla með berum augum. Hann þrífst bara á fólki og hefur fylgt mannkyninu í þúsundir ára.
Höfuðverkjaköst fylgja oft sótthita, til dæmis ef um inflúensu og kvef er að ræða. Þreyta, reykingar og neysla áfengis geta einnig orsakað höfuðverk.
Höfuðlúsin er sníkjudýr sem lifir í hársverði manna. Hún heldur sér fastri með klóm sem grípa um hárlegginn. Lúsin er grágul að lit og er smávaxin, aðeins 2-4 mm löng.