Kvef

Algengir kvillar

  • Kvef

Kvef er nánast alltaf veirusýking. Kvefveirur eru fjölmargar og eru stöðugt að breyta sér (stökkbreytingar) um leið og þeim fjölgar þannig að nýjar tegundir eru sífellt að myndast.

Kvef er nánast alltaf veirusýking. Kvefveirur eru fjölmargar og eru stöðugt að breyta sér (stökkbreytingar) um leið og þeim fjölgar þannig að nýjar tegundir eru sífellt að myndast. Það skýrir hvers vegna við öðlumst ekki ónæmi gegn kvefi, heldur fáum það aftur og aftur. Kvef er sýking í slímhúð efri hluta öndunarvegarins í nefholi, koki eða barka en þessar veirur geta einnig valdið sýkingu í barkakýli eða lungum. Kvef getur smitast með tvennum hætti. Við úðasmit berst veiran milli manna í örsmáum dropum sem berast frá kvefuðum einstaklingi þegar hann talar, hnerrar eða hóstar. Einnig smitast kvef við beina snertingu við þann kvefaða eða hluti sem hann hefur nýlega snert. Fólk smitar helst aðra í upphafi kvefsýkingar. Fólk getur fundið fyrir einkennum kvefs hálfum degi eftir að smitun átti sér stað en meðgöngutíminn getur verið allt að þremur dögum. Helstu einkenni kvefs eru nefrennsli, tárarennsli, særindi í hálsi, hæsi, hnerri, hósti, höfuðverkur og stundum sótthiti. Stundum fylgir þessu nokkurra daga vægur verkur í eyrum eða í afholum nefsins (ennis- og kinnholum). Einkennin eru skammvinn og koma oft hvert í kjölfarið á öðru. Kvef stendur venjulega í um það bil viku. Börn fá oftar kvef en fullorðnir. Skert ónæmisvörn er algeng ástæða fyrir kvefi. Hjá börnum er ónæmiskerfið ekki að fullu þroskað fyrr en við skólaaldur. Börn á dagheimilum fá því oft kvef. Sýklalyf (til dæmis pensilín) verka ekki á veirur og koma þess vegna ekki að gagni í venjulegu kvefi.

SPURNINGAR OG SVÖR

Hvenær á ég að leita til læknis?

  • Ef einkennin ganga ekki yfir á u.þ.b. viku.
  • Ef þú átt erfitt með að anda.
  • Ef þú ert óviss um hvað skuli gera.

Hvað get ég gert?
Ef þú ert með hita skaltu taka því rólega og forðast að reyna á þig. Liggðu þó ekki í rúminu ef þú getur verið á fótum. Rúmlegan eykur hættu á sýkingu í eyrum og afholum nefsins. Forðastu reykingar.

Get ég fengið lyf án lyfseðils?

Engin lyf eru til sem lækna kvef. Hins vegar eru á boðstólum margvísleg lyf sem geta dregið úr einkennum, til dæmis hósta, nefrennsli, hálssærindum og hita. Fáðu faglega ráðgjöf hjá lyfjafræðingi um val á lyfjum og notkun þeirra.

Spurt og svarað

Kvef Eftir 10 daga notkun á Otrivin, getur maður skipt yfir í Nezeril þ.s. það á ekki að vera sama lyfið? 
Skoða nánar