Smitvarnir

Algengir kvillar

  • IStock_38808874_SMALL

Þeir sem veita skyndihjálp verða að vera meðvitaðir um þær hættur sem því geta fylgt. Draga má úr hættu á smiti milli manna með ýmsu móti.

Snerting við blóð smitað af örverum getur valdið sýkingu. Af fjölmörgum sjúkdómavöldum í blóði manna eru þrír björgunarfólki hættulegastir: lifrarbólguveira B (HBV), lifrarbólguveira C (HBC) og alnæmisveiran (HIV).

Lifrarbólga B

Lifrarbólga er veirusýking í lifur. Stofnar  lifrabólgu A, B og C eru algengastir. Til er bóluefni gegn lifrarbólgu A og B. Þeir sem eiga á hættu að komast í snertingu við smitbera lifrabólgu B er ráðlagt að bólusetja sig gegn sjúkdóminum. 

Heilbrigðisstarfsfólk, starfsfólk rannsóknarstofa, lögregla, fíkniefnaneytendur sem sprauta sig, fjöllynt fólk og þeir sem búa með smituðu fólki eru allir í áhættuhóp. Fólk með lifrarbólgu B getur verið einkennalaust en samt smitberar. Lifrarbólga B byrjar sem þroti í lifrinni og varir venjulega í einn til tvo mánuði. Hjá sumum verður sýkingin mjög alvarleg en hjá öðrum vægari en slík sýking getur varað ævilangt. Veiran hreiðrar um sig í lifrinni og getur valdið alvarlegum skemmdum og krabbameini. Tafarlaus lyfjameðferð eftir smit getur komið í veg fyrir sýkingu.

Einkenni:

  • Þreyta
  • Ógleði og lystarleysi
  • Magaverkir
  • Gul húð

Lifrarbólga C

Lifrarbólgu C veldur önnur veira en sjúkdómarnir eiga þó margt sameiginlegt. Eins og lifrarbólga B herjar lifrarbólga C á lifrina og getur
valdið angvarandi sjúkdómum og krabbameini. Lifrarbólga C er misalvarleg og getur verið án einkenna. Enn er hvorki til bóluefni né meðferð gegn lifrarbólgu C. 

HIV veiran

Alnæmi er lokastig HIV veirusýkingar.  Þá hefur veiran eyðilagt ónæmiskerfi líkamans og sjúklingurinn verður berskjaldaður fyrir sýkingum og ýmsum illkynja sjúkdómum. Smitaðir einstaklingar geta verið einkennalausir árum saman en margir fá einkenni innan fárra mánaða frá smiti. Ekkert bóluefni er til gegn HIV-smiti en lyf geta haldið sýkingunni í skefjum og hafa aukið lífslíkur smitaðra til muna.

Smitvarnir gegn sjúkdómum í blóði

  • Hlífðarfatnaður, t.d. hanskar.
  • Handþvottur.
  • Nota blástursgrímu við blástur.
  • Hreinsa þarf menguð áhöld eða svæði með viðeigandi sótthreinsiefni eins og útþynntum klór.  
  • Fleygja á menguðum efnum eða nálum í þar til gerð ílát. 

Fái fólk á sig blóð eða aðra líkamsvessa, þarf að þvo þá líkamshluta, sem mengast hafa, vel með sápuvatni. Hafi atvikið gerst í starfi á að tilkynna yfirmanni það eða hafa samband við heimilislækni.

Smit í lofti

Smitandi bakteríur og veirur geta borist út í loftið við hósta eða hnerra og þeim geta svo aðrir andað að sér. Berklatilfellum hefur fjölgað í Evrópu á undanförnum árum. Berklabakterían smitast með loftúða og sjúkdómurinn getur reynst banvænn.

Athugið þessar upplýsingar koma ekki í stað hefðbundinna skyndihjálparnámskeiða.

Birt með góðfúslegu leyfi frá Doktor.is