Góð ráð fyrir innri ró
Þegar þú þarft að kúpla þig út, ná jafnvægi og tengingu eru hér skotheld ráð fyrir innri ró.
Komdu þér vel fyrir á sessunni á gólfinu og lokaðu fyrir umhverfishljóð ef þú hefur tök á. Fylgdu eftirtöldum ráðum sem geta hjálpað þér að slaka á.
- Slakaðu á vöðvum í efri hluta brjóstkassa og axlargrindar
- Andaðu rólega að þér í gegnum nefið með lokaðan munn eins og þegar andað er í hvíld, ekki er andað djúpt og talið í huganum „einn, tveir”
- Settur er stútur á varirnar og andað frá sér um munn (eins og þegar flautað er, en ekkert flaut heyrist). Talið er í huganum „einn, tveir, þrír, fjórir”. Forðast er að halda andanum niðri á milli inn- og útöndunar
- Endurtaktu 10 sinnum
Heilbrigði snýst um vellíðan. Þegar við erum heilbrigð gerum við allt betur. Finndu þína innri ró og njóttu.
Mynd: asaaki Komori frá Unsplash