Þarftu að hafa lyf með til útlanda?
Þeir sem vegna sjúkdóma þurfa að hafa meðferðis lyf sem eru skilgreind sem ávana- og fíknilyf þurfa að hafa sérstakt vottorð í fórum sínum sé ferðast milli Schengen-landa. Slíkt vottorð gefa læknar út og Embætti landlæknis staðfestir.
Íslendingar gerðust aðilar að Schengen-samningnum 25. mars 2001. Þeir sem vegna sjúkdóma þurfa að hafa meðferðis lyf sem eru skilgreind sem ávana- og fíknilyf þurfa að hafa sérstakt vottorð í fórum sínum sé ferðast milli Schengen-landa. Slíkt vottorð gefa læknar út og Embætti landlæknis staðfestir.
Um Schengen lyfjavottorð á vef Embættis landlæknis.
Eyðublaðið er á íslensku, ensku og frönsku. Vottorðið skal útfyllt, í reiti 2-21, af þeim lækni sem ávísaði lyfjunum og útfylltu vottorði síðan komið til skrifstofu Embættis landlæknis sem staðfestir það með undirskrift og stimpli embættisins. Vottorðið gildir í 30 daga og þarf að útfylla eyðublað fyrir hvert lyf sem haft er meðferðis.
Ferðamaður skal hafa frumrit vottorðsins meðferðis en ljósrit er geymt hjá landlæknisembættinu.
Hvað varðar önnur lyf en ávana- og fíknilyf, þá má hafa meðferðis lyf til eigin nota í magni sem miðast við mest 100 daga notkun viðkomandi. Tollverðir geta beðið ferðamann um að færa fullnægjandi sönnur á að hann þurfi þau lyf sem hann hefur meðferðis og í tilskyldu magni, t.d. með læknisvottorði.
Mynd: JESHOOTS.COM frá Unsplash