Fræðslugreinar (Síða 5)

Sérfræðingar Lyfju

Almenn fræðsla Sérfræðingar Lyfju : Sérfræðingar Lyfju

Sérfræðingar Lyfju eru hér fyrir þig. Í apótekum Lyfju um allt land taka lyfjafræðingar, lyfjatæknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og sérþjálfað starfsfólk vel á móti þér og veita ráðgjöf. Þú getur fengið ráðgjöf hvort sem þú ert heima, á ferðinni í gegnum netspjall á Lyfja.is eða í Lyfju appinu. Heilsa þín er okkar hjartans mál. Þess vegna leggjum við áherslu á fræðslu, gæðavörur og persónulega þjónustu.

Almenn fræðsla Húð : Retinól

Retinól er eitt form af A-vítamíni og er afar þekkt innihaldsefni sem vinnur vel á öldrunareinkennum húðarinnar. Retinól er afar áhrifaríkt og virkt innihaldsefni sem finnst í snyrtivörum í dag til að draga úr öldrunareinkennum og vernda húðina gegn þeim.

Fræðslumyndbönd Húð : Sólarvörn er mikilvæg fyrir heilbrigði húðar

Dr. Ragna Hlín fjallaði um mikilvægi sólarvarna sem forvörn gegn uppkomu húðkrabbameina og ótímabærri öldrun húðarinnar og ráð til að viðhalda heilbrigðri húð á lifandi streymi á facebooksíðu Lyfju.

Almenn fræðsla Næring : Svefnleysi

Það er hægt er að flokka svefnleysi í tvo mismunandi þætti. Annars vegar það ástand að fólk sé sífellt að vakna upp eftir að það hefur sofnað og eigi erfitt með að sofna aftur. Hinsvegar er það að fólk eigi erfitt með að sofna á kvöldin. Svefnleysi getur verið tímabundið, komið fyrir endrum og eins eða verið viðvarandi vandamál.4

Almenn fræðsla Húð : Verum klár í sólinni og notum sólarvörn

"Nú er kominn sá árstími þegar fólk flykkist út til að njóta útiveru og sólar. Sólin gefur okkur kærkomna birtu og hlýju en einnig útfjólubláa geislun sem getur skaðað okkur ef við förum ekki varlega."

Algengir kvillar Hár : Hverjir fá lús, hve oft og af hverju?

Fróðlegar spurningar og svör og fræðslumyndband um höfuðlús frá Hedrin.

Kynsjúkdómar : Holl ráð um kynsjúkdóma

Kynsjúkdómar eru sjúkdómar, sem smitast við kynmök eða aðrar kynlífsathafnir. Hættan á kynsjúkdómum eykst eftir því sem fólk hefur fleiri rekkjunauta.

Solarvarnarkrem

Ferðir og ferðalög : Sólarvarnarkrem

Sólarvarnarkrem koma í veg fyrir að skaðlegir geislar sólarinnar brenni húð okkar en notkun slíkra krema þýðir ekki að við þurfum að hætta að fara varlega í sólinni.

Almenn fræðsla Húð : Góð sólarvörn minnkar líkur á húðkrabbameini

Aðgát skal höfð í nærveru sólar á vel við þegar að tíðni sortuæxlis í heiminum eykst um 3-7 % á hverju ári. Án vafa eru nokkrar ólíkar orsakir fyrir þessari aukningu en líklega má kenna óvarlegri sólarnotkun þar um. 

Þvagfærasjúkdómar : Hvað er blöðrubólga?

Blöðrubólga er sýking í þvagblöðrunni en heitið er oft notað ef sýking eða erting í neðri hluta þvagfæra leiðir til þess að þvaglát verða tíð eða sár.

Húð Krabbamein : Áhrif sólarinnar á húðina- myndbönd

Jenný Huld Eysteinsdóttir húðlæknir svarar þrettán spurningum um áhrif sólarinnar á húðina í þrettán stuttum myndböndum á vegum Krabbameinsfélagsins.

Næring : Einföld skref til að bæta blóðfituna

Hjarta-og æðasjúkdómar eru algengasta dánarorsök Íslendinga. Þessir sjúkdómar gera miklar kröfur til heilbrigðiskerfisins enda er meðferð oft flókin og kostnaðarsöm. Þótt miklar framfarir hafi orðið í lyfjameðferð og aðgerðartækni af ýmsu tagi hlýtur það að vera ósk okkar flestra að komast hjá því að fá þessa sjúkdóma.  

IStock-514852894

Hjarta– og æðakerfið Meltingarfærasjúkdómar : Hvað er gyllinæð?

Gyllinæð er tilkomin vegna þess að bláæðar í endaþarmi víkka út og það myndast æðahnútar.

IStock-508382290

Almenn fræðsla Næring : Ofvirkni og mataræði

Stöðugt algengara er að talað er um tengsl mataræðis við hegðunarvandamál og námsörðugleika hjá börnum.

IStock-538990211

Hjarta– og æðakerfið : Æðahnútar

Æðahnútar eru hnýttar, útþandar bláæðar. Hvaða bláæð sem er getur orðið að æðahnúti en þær sem oftast koma við sögu eru æðarnar í fótum okkar og fótleggjum. Ástæðan er sú að upprétt staða, það er þegar við stöndum og göngum, eykur þrýsting í bláæðunum í neðri hluta líkamans eins og nánar verður vikið að hér á eftir.

Topp5_orkugefandi

Algengir kvillar : Sinadráttur, betri en enginn?

Sinadráttur er skyndilegur vöðvakrampi sem fylgir oftast mikill sársauki og skert hreyfigeta. Oft er hægt að þreifa fyrir hörðum vöðvahnút sem einnig getur verið sýnilegur undir húðinni.

Faetur_01

Vítamín : Búum við d-vítamín skort ?

D-vítamín er mikið í umræðunni enda ekki ráð nema í tíma sé tekið þar sem komið hefur í ljós að allt of margir virðast ekki vera að fá nóg af D-vítamíni úr daglegri fæðu og aukning hefur orðið á beinþynningu og jafnvel beinkröm

21643240_s

Algengir kvillar : Helstu kvillar á meðgöngu

Meðgöngukvillar eru mis miklir á meðgöngu. Enda er engin meðganga eins. Hér á eftir hafa verið teknir saman nokkrir góða punkta sem geta nýst vel á meðgöngunni.

Geðheilsa : Hvað er þunglyndi?

Sorg, vonbrigði og tilfallandi geðsveiflur eða geðbrigði eru hluti af eðlilegri líðan mannsins. Langvinn vanlíðan með viðvarandi depurð, vonleysi og þeirri hugsun að flest eða allt sé tilgangslaust eru hins vegar einkenni um sjúklegt þunglyndi. 

IStock_88442153_SMALL

Algengir kvillar : Lús, hvað skal gera?

Mikilvægt er að þeir sem greinast með höfuðlús eða forráðamenn þeirra bregðist strax við smitinu, með þeim aðferðum sem ráðlagðar eru hér á eftir, til að komið sé í veg fyrir dreifingu til annarra.

Næring : Burstum saman

Til eru margar mismunandi aðferðir við tannburstun er gefa góðan árangur sé þeim beitt á réttan hátt. Mikilvægt er að bursta tennur tvisvar á dag, að loknum morgunverði og að lokinni síðustu máltíð að kvöldi. Góð tannburstun tekur a.m.k. tvær mínútur.

IStock-509859068

Kynsjúkdómar : Af hverju þarf getnaðarvarnir?

Oftast hefur fólk samfarir í þeim tilgangi að njóta kynlífs en ekki til að eignast barn. Ef getnaðarvarnir eru ekki notaðar er líklegt að af hverjum 100 konum verði um 80–90% þungaðar innan árs. Notkun getnaðarvarna gerir fólki kleift að forðast þungun þegar ekki er ætlunin að ráðast í barneign og að finna góðan tíma í lífi sínu til að eignast barn.

IStock-511479742

Hreyfing Næring : Hreyfing og mataræði, allra meina bót?

Það þarf ekki að vefjast fyrir neinum að hollt mataræði og reglubundin hreyfing eru megin stoðirnar í því að lifa heilbrigðu lífi. Það mætti bæta við andlegri vellíðan til að kóróna það sem þarf til að vera með allt á hreinu.

Algengir kvillar : Procto-eze

Procto-eze kremið dregur úr óþægindum sem fylgja gyllinæð, eins og kláða og sviða, eykur teygjanleika húðarinnar og hefur græðandi og mýkjandi áhrif sem er mjög mikilvægt fyrir bata

Munntobak_01

Almenn fræðsla Krabbamein Reykingar : Úlfur í sauðagæru

Mikið hefur verið rætt um munntóbaksnotkun og þá kannski sérstaklega á meðal ungs fólks. En hvernig er staðan? Hversu margir eru að nota munntóbak? Er það ekki margfalt saklausara en reykingar? Kannski ekki, kannski er munntóbak í raun úlfur í sauðagæru. 

Faetur_01

Almenn fræðsla Húðsjúkdómar Sveppasýking : Fæturnir bera þig uppi allt lífið!

Það er staðreynd að margir fullorðnir einstaklingar stríða við fótamein af einhverju tagi. Það er nauðsynlegt að taka snemma á vandanum svo hann verði ekki verri og fæturnir þurfa jú að duga þér alla ævi. 

IStock_84126213_SMALL

Heyrn : Eyrnasuð | Hvað er til ráða?

Tugir milljóna manna og kvenna um allan heim þjást af eyrnasuði (tinnitus). Um er að ræða stöðugan tón fyrir öðru eða báðum eyrum sem dynur á sjúklingnum allan sólarhringinn, allt árið. Erfitt er að lýsa eyrnasuði fyrir þeim sem aldrei hafa fengið það sjálfir en því hefur verið lýst sem suði, hringingu, öskri, hvísli, klið eða öðru þvílíku. Eyrnasuð er ekki sjúkdómur heldur sjúkdómseinkenni og ekki finnst á því skýring nema stöku sinnum en það helst oft í hendur við heyrnartap.

Næring : Fælni og kvíði

Fælni eða fóbía er kvíðaröskun sem lýsir sér í mikilli og órökréttri hræðslu við tiltekið fyrirbæri. Í DSM-IV, flokkunarkerfi fyrir geðraskanir, er fælni flokkuð í þrjá undirflokka, eða í víðáttufælni (agoraphobia), félagsfælni og afmarkaða fælni.

IStock_90705331_SMALL

Næring : Ertu orkulaus eftir hádegi?

Rannsóknir hafa sýnt að flestir finna fyrir orkuleysi um kl 14 á daginn. Þá eykst einbeitingarskortur og starfsfólki finnst það alveg orkulaust. Þá er ansi freistandi að næla sér í einhverja skyndiorku, súkkulaði eða annað slíkt en eftirfarandi ráð ættu að virka betur.

IStock_80972823_SMALL

Algengir kvillar : Haustkvefið, eða hvað?

Öll höfum við tekið eftir því að kvef, hálsbólga og flensa er algengt vandamál þegar hausta fer og veður fer kólnandi. 

IStock_63739939_SMALL

Algengir kvillar Veirusjúkdómar : Hvað er Bólusetning?

Bólusetning er ónæmisaðgerð sem ætlað er að koma í veg fyrir alvarlegan smitsjúkdóm.  

IStock_79850275_SMALL

Almenn fræðsla Næring : Vatn er besti svaladrykkurinn

Við búum við þau forréttindi hér á landi að geta drukkið vatn beint úr krananum og bragðgæðin eru mikil. Í vatni er enginn viðbættur sykur, engin sætuefni, engin sítrónusýra (E330), engin rotvarnarefni og engin bragðefni.

IStock_88442153_SMALL

Algengir kvillar : Hvað er lús?

Nú er lúsin farin að stinga sér niður eina ferðina enn í skólum landsmanna. Lúsin fer ekki í manngreiningarálit, það geta allir smitast, en smit er algengast hjá 3-11 ára börnum. Lúsin er afar hvimleið, en hún er ekki á neinn hátt hættuleg.

IStock_87260975_SMALL

Hreyfing Næring : Að breyta um lífstíl

Það eru til fjölmargar leiðir til megrunar sem margar hverjar fela í sér kúra með loforðum um skjótan árangur. Það er samt sem áður þannig að lykillinn að árangursríkri megrun er að borða hollan mat í hæfilegu magni og stunda reglulega líkamsrækt. Þú þarft að gera varanlega breytingu á lífsháttum þínum ef þú vilt ná af þér kílóum og halda í þann árangur sem þú nærð. Hér eru 6 ráð sem gott er að hafa í huga

Skolamatur

Almenn fræðsla Næring Vítamín : Næring Skólabarna

Holl næring er öllum nauðsynleg ekki síst börnum sem eru að vaxa og þroskast. En hvað á að gefa börnunum að borða þannig að þeim líði vel og gangi sem best í leik og starfi? Morgunverðurinn er oft sagður mikilvægasta máltíð dagsins. Hann þarf þó ekki að vera flókin máltíð, t.d. er kornmatur og mjólkurmatur ásamt ávöxtum eða hráu grænmeti góður morgunmatur og getur samsetningin verið á ýmsa vegu. Sem dæmi má nefna hafragraut eða morgunkorn með mjólk og ávexti, brauð með áleggi og grænmeti ásamt mjólk eða súrmjólk með múslí ásamt ávaxtabita. Þeir sem hafa meiri lyst á morgnana geta bætt við brauðsneið með áleggi. Velja ætti sýrðar mjólkurvörur og morgunkorn með sem minnstum sykri. Lýsi eða annar D-vítamíngjafi er svo ómissandi með morgunmatnum.

IStock_38808874_SMALL

Algengir kvillar : Smitvarnir

Þeir sem veita skyndihjálp verða að vera meðvitaðir um þær hættur sem því geta fylgt. Draga má úr hættu á smiti milli manna með ýmsu móti.

Almenn fræðsla Ferðir og ferðalög : Sjúkrakassar og töskur í Lyfju

Slysin gera ekki boð á undan sér og það er fátt leiðinlegra en að verða fyrir óhappi í frítíma sínum, hvort sem er við garðvinnuna heima, á ferðalagi eða í fjallgöngu um hálendið. Með því að hafa sjúkrakassa við höndina ertu alltaf með fyrstu hjálp innan seilingar og getur auðveldlega hlúð að sárum.

Almenn fræðsla Menning Náttúruvörur Næring : Matvælatap og matarsóun

Samkvæmt Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) þá fer þriðjungur alls matar á heimsvísu í ruslið. Það eru um 1.3 milljarður tonna af mat á ári.

Hreyfing : Holl ráð frá hlaupara

Lifið heil tók hús á hlaupakennaranum Torfa H. Leifssyni hjá hlaup.is og inntum hann eftir ráðleggingum fyrir þá sem vilja stunda hlaup. Ekki stór á svörum og hér eru nokkur góð ráð, bæði fyrir byrjendur og lengra komna. 

Fljotandi_slokun

Næring : Fljótandi slökun

Hugmyndin að Samfloti er alíslensk, byggð á reynslu þjóðar sem býr við vatnsauðlegð og stundar sund og sjóböð reglulega. Samflot hefur vakið mjög jákvæð viðbrögð hjá þeim sem það stunda, stofnendur hafa fengið mikið af ummælum frá fólki, sem lýsir góðum áhrifum fljótandi slökunar á heilsu og andlega vellíðan.

Síða 5 af 12