Brjóstaþreifing - kennslumyndband
Mælt er með að konur á öllum aldri skoði brjóstin reglulega. Þá átta þær sig á því hvað er eðlilegt og ef eitthvað breytist frá því síðast.
Best er að skoða brjóstin einu sinni í mánuði, viku til tíu dögum eftir að blæðingar hefjast. Þá eru brjóstin mýkst. Eftir tíðahvörf er best að þreifa brjóstin á svipuðum tíma í hverjum mánuði, til dæmis fyrsta sunnudag í hverjum mánuði. Mikilvægt er að leita læknis ef einhver breyting finnst. Rétt er að hafa í huga að flestir hnútar í brjóstum eru góðkynja.
Þegar þeim aldri er náð að boðsbréf um skimun fyrir brjóstakrabbameini fara að berast er mælt með að konur mæti reglulega í skimun en haldi um leið áfram að fylgast sjálfar með brjóstum.
https://www.youtube.com/watch?v=4EXctYN3Bgo
Þulur: Katla Margrét Þorgeirsdóttir
«Copyright Norwegian Cancer Society»
Efni fengið frá Krabbameinsfélaginu, www.krabb.is