Sjúkdómar og kvillar: Almenn fræðsla

Fyrirsagnalisti

Almenn fræðsla Fræðslumyndbönd Hjarta– og æðakerfið Næring : Hvernig er blóðþrýst­ingurinn?

Lára G. Sigurðardóttir, læknir og doktor í lýðheilsuvísindum, fjallar hér um háan blóðþrýsting. Í fyrirlestrinum er farið yfir hvers vegna mikilvægt er að greina og meðhöndla hann og teknir fyrir lífshættir sem þarf að tileinka sér til að halda þrýstingnum góðum.

Almenn fræðsla Fræðslumyndbönd Sérfræðingar Lyfju Sykursýki : Sykursýki 2 | Hvað viltu vita?

Dr Jens Kristján Guðmundsson háls-, nef- og eyrnalæknir fjallar um sykursýki 2.

Almenn fræðsla Sykursýki : Sykursýki 2 og insúlínviðnám

Sykursýki er einn af okkar algengustu efnaskiptasjúkdómum og helst í hendur við hjarta- og æðasjúkdóma og styttra æviskeið. Um 11.000 Íslendinga eru með sykursýki, þar af er sykursýki af tegund 2 í um 90% tilfella. Miðað við tölur erlendis frá er líklegt að um tíundi hver Íslendingur sé með forsykursýki eða aukið insúlínviðnám, sem er undanfari sykursýki.

1202923927795027.TgKqArX1gdK1lYm32RRR_height640

Almenn fræðsla Sykursýki : Taktu prófið | Sykursýki

Sykursýki er sjúkdómur sem hægt er að meðhöndla, en án meðferðar getur hhann leitt til alvarlegrar heilsufarsskerðingar. Taktu prófið til að komast að komast að því hvort þú hafir áhættuþætti skerts sykurþols, sem er oft undanfari sykursýki.

Almenn fræðsla : Að ferðast með lyf

Ákveðnar reglur gilda um hversu mikið magn af lyfjum er heimilt að ferðast með bæði til Íslands og frá Íslandi til annarra landa. 

Joanna-kosinska-vouDD7K0FoA-unsplash

Almenn fræðsla Sykursýki : Sykurlöng­un | Góð ráð til að koma jafnvægi á blóðsykur­inn

Líkaminn okkar þarf eldsneyti eins og prótein, kolvetni, vatn, fitu, vítamín og steinefni til að starfa eðlilega. Sykur er kolvetni og gefur okkur mikla orku í skamma stund en þessari orku fylgja lítil næringarefni.

Charlotte-karlsen-yz0yUM6IZ4k-unsplash

Almenn fræðsla Hjarta– og æðakerfið : Blóðþrýstingur | Mataræði og lífsstíll

Hár blóðþrýstingur er áhættuþáttur fyrir hjarta-og æðasjúkdómum. Einkenni koma oft ekki fram fyrr en blóðþrýstingurinn er orðinn verulega hár. Helstu orsakir fyrir háþrýstingi eru streita, sykurát, ofþyngd, kyrrseta, óhófleg neysla á kaffi og áfengi, reykingar og of mikil saltneysla. Í stökum tilfellum getur undirliggjandi orsök verið vegna erfða eða nýrnavandamála.

Almenn fræðsla Sykursýki : Hvernig er hægt er að bæta blóð­fituna og þar með lækka kól­esterólið?

Líkaminn þarf kólesteról meðal annars til að melta fitu sem er í fæðunni, byggja upp frumuveggi og búa til hormón eins og testósterón og estrógen. Blóðrásin flytur kólesteról í ögnum sem kallast lípóprótein. Hægt er að líkja þessu við flutningabifreiðar í blóði sem flytja kólesteról til ýmissa líkamsvefja til að nota, geyma eða skilja út. 

Almenn fræðsla Hjarta– og æðakerfið : Háþrýstingur

Háþrýstingur er talinn valda um þriðjungi ótímabærra dauðsfalla. Ómeðhöndlaður háþrýstingur getur leitt til æðakölkunar, hjartadreps, hjartabilunar, heilablóðfalls, heilabilunar, nýrnabilunar og sjónskerðingar. Mikilvægt er því að greina háþrýsting á snemmstigum því háþrýsting er hægt að meðhöndla. Sýnt hefur verið fram á að hækkun um 20 mmHg í efri mörkum og 10 mmHg í neðri mörkum tvöfaldar líkur á þróun hjarta- og æðasjúkdóma.

Almenn fræðsla Hjarta– og æðakerfið : Kólesteról | Mataræði og góð ráð

Kólesteról og þrýglýseríðar flokkast sem helsta blóðfita líkamans og er mikilvægt byggingarefni fyrir frumur okkar og nauðsynlegt við myndun margra hormóna.

Almenn fræðsla : Hemóglóbín / járn

Hemóglóbín er prótein sem er í rauðum blóðkornum og er hlutverk þeirra að flytja súrefni frá lungunum til líffæra.

Almenn fræðsla Hjarta– og æðakerfið : Blóðþrýstingur

Blóðþrýstingur er þrýstingur blóðs í slagæðum líkamans og er nauðsynlegur til að viðhalda blóðflæði til líffæra. 

Almenn fræðsla R Öndunarfæralyf Sykursýki : Blóðsykur

Glúkósi (blóðsykur) er einn mikilvægasti orkugjafi líkamans. Margir þættir hafa áhrif, s.s. líkamleg áreynsla, fæði, geta lifrar til að framleiða blóðsykur og ýmis hormón, t.d.insúlín.

Almenn fræðsla Hjarta– og æðakerfið : Hár blóðþrýstingur

Hár blóðþrýstingur (e. hypertension) eða háþrýstingur er ástand sem eykur líkur á hjartaáfalli, heilablóðfalli og nýrnasjúkdómum. 

Almenn fræðsla Krabbamein : Karlar og skimanir

Hvað er skimun? Skimun, eða skipuleg hópleit, felst í því að leitað er eftir krabbameini eða forstigum þess hjá tilteknum hópi fólks sem sýnir engin merki þess að vera með krabbamein. Markmiðið er að finna krabbamein fyrr en annars væri hægt, jafnvel á forstigi. Á Íslandi er konum á vissum aldri boðið í skimun fyrir leghálskrabbameini og brjóstakrabbameini. Ekki er skimað fyrir neinum „karlakrabbameinum“ en í undirbúningi er að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini hjá báðum kynjum.

Almenn fræðsla Krabbamein : Hvað er krabbamein?

Krabbamein geta átt upptök sín í næstum öllum vefjum og líffærum líkamans. Krabbamein myndast við það að erfðaefni frumu breytist og veldur því að hún starfar ekki lengur eins og heilbrigðar frumur af sama tagi. Fruman fer meðal annars að fjölga sér stjórnlaust og þannig myndast illkynja æxli. Krabbamein geta dreifst um líkamann frá líffærinu sem það á upptök sín í, meðal annars með blóðæðum og sogæðum.

Almenn fræðsla Krabbamein : Eistnakrabbamein

Krabbamein í eistum eru frekar sjaldgæf en hafa samt þá sérstöðu að vera algengustu illkynja æxli ungra karlmanna (25-39 ára). Árlega greinast um 14 karlar hérlendis og meðalaldur við greiningu er 34 ár. Eistnakrabbamein er eitt fárra krabbameina sem hægt er að lækna þrátt fyrir að sjúkdómurinn hafi dreift sér til annarra líffæra og eru um 98% á lífi fimm árum eftir greiningu.

Almenn fræðsla Krabbamein : Þekkir þú einkennin?

Það er ekki að ástæðulausu sem við hvetjum karlmenn sérstaklega til að þekkja og bregðast við hugsanlegum einkennum krabbameina. Rannsókn Krabbameinsfélagsins meðal fólks á Íslandi sem greindist með krabbamein á árunum 2015-2019 sýndi að karlar leituðu almennt seinna en konur til lækna vegna einkenna sem reyndust eiga rót sína að rekja til krabbameins. Alls 14% karla biðu í meira en ár með að hitta lækni.

Það getur skipt miklu máli varðandi horfur að krabbamein séu greind fljótt ef einkenni gera vart við sig og því skiptir máli að þekkja þau og bregðast við þeim. Mynd: steffi harms frá Unsplash  

Almenn fræðsla Krabbamein : Hver er ávinningur þess að skima fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi?

Árið 2001 gaf landlæknir út leiðbeiningar um skimun fyrir krabbameinum í ristli og endaþarmi og árið 2020 lagði fagráð um skimanir til að skimun fyrir krabbameinum í ristli og endaþarmi myndi hefjast sem fyrst og að einstaklingum á aldrinum 50-74 ára yrði boðin þátttaka. Á meðan engin skipulögð skimun er í boði er fólki ráðlagt að leita til læknis um fimmtugt og spyrjast fyrir varðandi þessi mál.  

Almenn fræðsla Taktu prófið Vítamín : Taktu prófið: Aðgát skal höfð í nærveru sólar

Þó sólin sé mikill gleðigjafi er nauðsynlegt að verja sig fyrir geislum hennar. Þannig drögum við úr áhættu á húðkrabbameini og ótímabærri öldrun húðarinnar. Taktu prófið hér að neðan til að kanna þekkingu þína á því hvernig við verjum okkur fyrir sólinni.

Síða 1 af 2