B5-vítamín

Vítamín

  • B5-vitamin3

B5-vítamín, eða Pantótenat, finnst í ýmiss konar mat og á m.a. þátt í umbroti fitu, kolvetna og próteina.

Heiti
B5-vítamín, pantótenat, panthothenic acid, panthotenate.

Uppspretta
Innmatur, kjöt, fiskur, egg, baunir, kartöflur, mjólkurafurðir og ýmsir ávextir, s.s. avókadó.

Verkun
- Pantótenat á þátt í umbroti fitu, kolvetna og próteina.
- Pantótenat tekur líka þátt í því að mynda sterahormón auk annarra efna.

Notkun - verkun
- Við pantótenatskorti.
- Við hárlosi og gránun hárs.
- Til að bæta líkamlegt atgervi, - örva ónæmiskerfið, - hraða græðslu sára, - draga úr einkennum liðagigtar.

Ráðlagðir dagskammtar
Embætti Landlæknis hefur ekki gefið út ráðlagða dagskammta fyrir pantótenat en eftirfarandi upplýsingar eru fengnar erlendis frá:

Ungbörn <1 árs  2-3 mg
Börn 1-10 ára 3-5 mg
Karlar 3-7 mg
Konur 3-7 mg   

B 5-vítamín skortur Skortur þekkist ekki í mönnum. Hjá fólki sem neytir algengrar fæðu kemur skortur á pantótenati ekki fram enda er vítamínið að finna í mörgum fæðutegundum. Verði hins vegar skortur á vítamíninu tengist hann almennt skorti á B-vítamínum.

B 5-vítamín eitrun Óþekkt.

Aukaverkanir
Aukaverkanir af völdum pantótenats eru fátíðar ef undan er skilinn niðurgangur.

Milliverkanir
Engar þekktar.

Frábendingar
Engar þekktar.

Heimildir
R. Marcus, A.M. Coulston. Water-solublr vitamins. Goodman & Gilman´s The pharmacological basis of therapeutics 9th edition. 1996 McGraw-Hill, New York. Bls. 1563-1564, 1549.

H. R. Jóhannesson, S. Ó. Ólafsson. Bætiefnabókin, Handbók um vítamín, steinefni og fæðubótarefni. 1995 Mál og menning, Reykjavík. Bls. 42-45.

Anna Elín Kjartansdóttir, Valdís Beck og Þóra Jónsdóttir, lyfjafræðingar.