Spurðu sérfræðinginn
Lyfjafræðingar Lyfju svara fyrirspurnum um flest allt sem lýtur að heilbrigði og heilsu.
Senda inn spurningu Sjá allar spurningar og svörSvefn er mikilvægur eðlilegri líkamsstarfsemi og góðri heilsu. Svefnleysi getur valdið vanlíðan og þreytu á daginn, og langvarandi svefnleysi eykur hættuna á ýmsum kvillum og geðrænum vandamálum.
Geðklofi (schizophrenia) er oft langvinnur og hamlandi sjúkdómur í heila sem hrjáir um einn af hverjum hundrað manns einhvern tíma á ævinni.
Fæðing barns er mjög gleðilegur atburður í lífi langflestra foreldra og það hljómar því undarlega að meira en tíunda hver kona fær þunglyndi eftir fæðingu.
Við þekkjum öll að lundin getur verið breytileg frá einum tíma til annars. Oftast eru slíkar sveiflur eðlilegar. Ef sveiflurnar ganga hins vegar út fyrir ákveðin mörk og fara að hafa áhrif á daglegt líf dögum eða vikum saman er líklegt að um sjúklegt ástand sé að ræða. Slíkt gerist hjá einstaklingum sem eiga við þunglyndi eða geðhvörf að stríða.
Konur geta haft óverulega, glæra og lyktarlausa útferð án þess að hún sé vísbending um sjúkdóm. Margar konur fá ávallt útferð þegar egglos verður.
Verkir sem fylgja tíðum (blæðingum) eru algengt og oft mikið vandamál, einkum hjá ungum konum.
Tannverkur stafar venjulega af bólgu í tannkviku eða í beinvefnum við rótarenda tannar. Tannverkur getur líka stafað af bólgu í tannholdi eða í tannslíðri (tannslíðurbólga). Þessi sjúkdómur stafar líka af gerlum.
Munnþurrkur stafar meðal annars af of lítilli munnvatnsframleiðslu og getur komið fram við ákveðna sjúkdóma eða sem aukaverkun við töku vissra lyfja.
Líkþorn er þykknun í hornlagi húðar sem getur myndast á fætinum þar sem lengi og mikið mæðir á, til dæmis á tá sem nuddast í of þröngum skóm.
Kvef er nánast alltaf veirusýking. Kvefveirur eru fjölmargar og eru stöðugt að breyta sér (stökkbreytingar) um leið og þeim fjölgar þannig að nýjar tegundir eru sífellt að myndast.
Mannakláðamaur (scabies) eða bara kláðamaur er örsmár áttfætlumaur (um 0,2-0,4 mm) sem sést varla með berum augum. Hann þrífst bara á fólki og hefur fylgt mannkyninu í þúsundir ára.
Höfuðverkjaköst fylgja oft sótthita, til dæmis ef um inflúensu og kvef er að ræða. Þreyta, reykingar og neysla áfengis geta einnig orsakað höfuðverk.
Höfuðlúsin er sníkjudýr sem lifir í hársverði manna. Hún heldur sér fastri með klóm sem grípa um hárlegginn. Lúsin er grágul að lit og er smávaxin, aðeins 2-4 mm löng.
Sótthiti er óeðlilega hár líkamshiti. Hann er ekki sjúkdómur heldur einkenni sjúkdóms sem oftast má rekja til sýkingar.
Verkur eða særindi í hálsi er algengur fylgikvilli kvefs (veirusýkingar). Kokið verður þá rautt og bólgið svo og hálskirtlarnir. Eitlar á hálsi geta bólgnað. Erfiðleikar eru samfara því að kyngja og hósta. Særindi í hálsi án kvefeinkenna getur verið hálsbólga af völdum baktería.
Gyllinæð stafar af víkkun bláæða (æðahnútar) við endaþarmsop. Talið er að þessi kvilli hrjái um það bil annan hvern mann einhvern tíma ævinnar.
Gelgjubólur (sem einnig nefnast gelgjuþrymlar eða unglingabólur) stafa af truflaðri starfsemi fitukirtla í húðinni. Fitumyndunin er venjulega óeðlilega mikil og dökkir tappar geta sest í op fitukirtlanna og stíflað rásir þeirra. Þá er talað um fílapensla.
Frunsur (áblástur) lýsa sér með útbrotum þéttskipaðra vessafylltra blaðra sem mynda sár á vörum og við munn og stafa af sýkingu af völdum herpesveira.
Fótsveppir eru algengur kvilli, einkum hjá fullorðnu fólki. Þeir fá helst fótsveppi sem nota þröngan skófatnað. Algengustu einkennin eru að húðin flagnar milli tánna og þessu fylgir kláði og sviti milli táa.
Það sem oft er kallað augnþreyta lýsir sér gjarnan með særindum, sviða og kláða og er oft á tíðum vegna augnþurrks. Helsta orsök þurrks í augum er skortur á táravökva.