Spurðu sérfræðinginn
Lyfjafræðingar Lyfju svara fyrirspurnum um flest allt sem lýtur að heilbrigði og heilsu.
Senda inn spurningu Sjá allar spurningar og svörSárasótt (syphilis) er kynsjúkdómur sem orsakast af bakteríu er nefnist Treponema pallidum.
Lifrarbólga B smitar með svipuðum hætti og HIV veirunni sem veldur Alnæmi. Algengustu smitleiðir eru samfarir, og blóðblöndun, t.d. með menguðum sprautum og nálum.
Kynfæraáblástur getur bæði orsakast af kynfæraáblástursveirunni (Herpes II) og varaáblástursveirunni (Herpes I).
Klamydíusýking orsakast af bakteríu (Chlamydia trachomatis). Þessi baktería getur sýkt bæði kynfæri og augu.
Flatlús (Phthirus pubis) er sníkjudýr sem er aðallega að finna í hárunum í kringum kynfærin. Hún getur líka verið í handarkrika, bringuhárum, augnabrúnum og augnhárum. Flatlús er sjaldgæf í hársverði.
HIV er alvarlegur og lífshættulegur sjúkdómur, þróist sjúkdómurinn án meðferðar.
Sjúkdómar sem smita við samfarir nefnast kynsjúkdómar. Smit á sér oftast stað við beina snertingu slímhúða.
Lungnakrabbamein hafa sterk tengsl við tóbaksreykingar en um 90% sjúklinga sem greinast með sjúdkóminn reykja eða hafa reykt. Með hertum aðgerðum gegn tóbaksreykingum og lækkun á tíðni reykinga er hægt að lækka tíðni lungnakrabbameins umtalsvert. Mikið er í húfi því lungnakrabbamein veldur flestum dauðsföllum vegna krabbameins.
Leghálskrabbamein er eitt fárra krabbameina sem hægt er að greina á forstigi og lækna. Frá því að skipuleg leit að leghálskrabbameini hófst hér á landi árið 1964 hefur dánartíðni úr sjúkdómnum lækkað um 90%. Þetta er einnig eitt fárra krabbameina þar sem orsakir eru þekktar en HPV-veira sem smitast við kynlíf veldur sjúkdómnum í 99% tilfella.
Hvítblæði er samheiti yfir krabbamein í blóði. Því er venjulega skipt í tvo meginhópa, langvinnt hvítblæði og bráðahvítblæði. Meðferð hvítblæðis hefur batnað verulega undanfarin ár.
Húðkrabbamein leggjast einkum á húðsvæði sem verða fyrir miklu sólarljósi. Sortuæxli er alvarlegasta gerð húðkrabbameina sem er auðvelt að lækna greinist það á byrjunarstigi en getur verið erfitt við að eiga nái það að dreifa sér.
Krabbamein í eistum eru frekar sjaldgæf en þau eru samt algengustu illkynja æxli karla á aldrinum 25-39 ára. Þetta er eitt fárra krabbameina þar sem flestir læknast þrátt fyrir að sjúkdómurinn hafi dreift sér til annarra líffæra en um 99% eru á lífi fimm árum eftir greiningu.
Brjóstakrabbamein er algengasta illkynja mein í konum, og af þeim krabbameinum sem greinast í konum er brjóstakrabbamein um þriðjungur.
Blöðruhálskirtilskrabbamein er algengasta krabbameinið hjá körlum á Íslandi. Á hverju ári greinast rúmlega 240 karlar með meinið. Lífshorfur fara eftir því hvort krabbameinið er staðbundið, þ.e. eingöngu í blöðruhálskirtlinum eða hafi dreift sér víðar, og hve hraður sjúkdómsgangurinn er. Um 90% þeirra sem greinast með sjúkdóminn lifa lengur en fimm ár frá greiningu og nú eru á lífi um 2.400 karlar á Íslandi með blöðruhálskirtilskrabbamein.
Flestir finna einhvern tíma ævinnar fyrir óþægindum sem lýsa sér með verkjum í mjóhrygg sem leiða stundum út í fætur.
Ýmsar örverur lifa í og á líkama okkar undir eðlilegum aðstæðum en valda okkur ekki skaða, og í sumum tilvikum eru þær beinlínis gagnlegar. Í öðrum tilvikum geta örverur fjölgað sér um of og valda þá sýkingum sem geta skaðað okkur. Á meðal þessara örvera eru ýmsar bakteríur og sveppir.
Rosacea er krónískur húðsjúkdómur þar sem skiptast á betri og verri tímabil. Oftast eru breytingarnar á kinnum, nefi , höku og enni.
Húðin er stærsta líffæri líkamans og gegnir margþættu hlutverki. Hún er hjúpur sem ver okkur fyrir skemmdum, ytra áreiti, er hitastillir, losar okkur við úrgangsefni (svita), er skynfæri, framleiðir D-vítamín og hindrar vökvatap frá líkamanum.
Nafnið exem er notað um ýmsar tegundir útbrota sem lýsa sér með roða, blöðrum, hreistri, brúnum lit, þykknun og kláða og útbrotin geta verið vessandi.
Þeir sem hafa hjartabilun eru ekki einir á báti því að gera má ráð fyrir að 3-5000 manns þjáist af þessum sjúkdómi hér á landi. Hjartabilun er ein af algengustu ástæðum fyrir sjúkrahúsinnlögn hjá fólki yfir 65 ára og algengi (tíðni) hjartabilunar virðist fara vaxandi.