Spurðu sérfræðinginn
Lyfjafræðingar Lyfju svara fyrirspurnum um flest allt sem lýtur að heilbrigði og heilsu.
Senda inn spurningu Sjá allar spurningar og svörÞað er staðreynd að margir fullorðnir einstaklingar stríða við fótamein af einhverju tagi. Það er nauðsynlegt að taka snemma á vandanum svo hann verði ekki verri og fæturnir þurfa jú að duga þér alla ævi.
Ýmsar örverur lifa í og á líkama okkar undir eðlilegum aðstæðum en valda okkur ekki skaða, og í sumum tilvikum eru þær beinlínis gagnlegar. Í öðrum tilvikum geta örverur fjölgað sér um of og valda þá sýkingum sem geta skaðað okkur. Á meðal þessara örvera eru ýmsar bakteríur og sveppir.
Rosacea er krónískur húðsjúkdómur þar sem skiptast á betri og verri tímabil. Oftast eru breytingarnar á kinnum, nefi , höku og enni.
Húðin er stærsta líffæri líkamans og gegnir margþættu hlutverki. Hún er hjúpur sem ver okkur fyrir skemmdum, ytra áreiti, er hitastillir, losar okkur við úrgangsefni (svita), er skynfæri, framleiðir D-vítamín og hindrar vökvatap frá líkamanum.
Nafnið exem er notað um ýmsar tegundir útbrota sem lýsa sér með roða, blöðrum, hreistri, brúnum lit, þykknun og kláða og útbrotin geta verið vessandi.