Fræðslugreinar (Síða 3)

Almenn fræðsla Fræðslumyndbönd Svefn : Öndum með nefinu | Mikilvægi nefönd­unar fyrir tannheilsu og svefn

Neföndun er ummyndandi. Hún bætir svefn, einbeitingu og frammistöðu í íþróttum, hjálpar til við að halda heilum og heilbrigðum tönnum og tannholdi, eykur líkur á að andlitið vaxi og þroskist rétt og stuðlar að beinum tönnum.

Almenn fræðsla Andleg heilsa : Andleg heilsa og geðrækt

Við þekkjum vel orðið líkamsrækt og erum meðvituð um mikilvægi þess að hreyfa líkamann og gera æfingar sem efla líkamlega heilsu. Orðið geðrækt er kannski ekki alveg eins vel þekkt. Í stuttu máli felst geðrækt í því að hlúa að geðheilsunni eða andlegri heilsu með aðferðum sem miða að því að efla aðstæður, færni og lífsvenjur sem stuðla að aukinni andlegri vellíðan og heilsu. 

Almenn fræðsla : Fyrsti dagur framtíðar

Í dag hefst framtíðin

Öll viljum við vaxa í átt að vellíðan en mætum alls konar hindrunum.

Þess vegna þurfum við ferðafélaga sem styður og hjálpar.

Hvort sem við glímum við erfiðleika eða viljum einfaldlega meiri lífsgæði.

Eitt líf – óteljandi byrjanir.

Fræðslumyndbönd : Sólarvörn er mikilvæg fyrir heilbrigði húðar

Dr. Ragna Hlín fjallar um mikilvægi sólarvarna sem forvörn gegn uppkomu húðkrabbameina og ótímabærri öldrun húðarinnar og ráð til að viðhalda heilbrigðri húð.

Húð Næring : NÆRING

Holl næring styður við alhliða heilbrigði, veitir andlega og líkamlega vellíðan ásamt því að lengja líf og bæta. Fjölbreytt, lífræn og óunnin fæða er best fyrir líkamann okkar. Mundu að njóta matarins því það er hluti af leiknum.

Hreyfing : HREYFING

Með því að hreyfa þig liðkar þú líkamann, styrkir vöðva og bein og þjálfar hjarta- og æðakerfið. Regluleg hreyfing styður við eðlilega heilastarfsemi, stuðlar að heilbrigðum efnaskiptum, blóðþrýstingi og líkamsþyngd.

Svefn : SVEFN

Svefn er lykilþáttur í heilbrigði, hann er nauðsynlegur fyrir andlega og líkamlega starfsemi. Grundvöllur að góðri heilsu og vellíðan eru 7-9 klukkustundir af gæðasvefni daglega.

Almenn fræðsla Andleg heilsa Kvenheilsa : Núvitundaræfingar með Gyðu Dröfn

Gyða Dröfn Tryggvadóttir fræðir um núvitund en hún hefur iðkað Zen hugleiðslu síðastliðin 22 ár undir handleiðslu Zen meistarans Jakusho Kwong Roshi. Gyða er með með meistaragráðu í stjórnun heilbrigðisþjónustu og lýðheilsu (EMPH) frá Háskólanum í Reykjavík.

Almenn fræðsla Innri ró : Öndum betur

Verðum aðeins betri í að anda betur. Björgvin Páll leiðir okkur í gegnum öndunaræfingar sem henta vel í bílnum, fyrir svefninn eða þegar streita eða kvíði hellist yfir okkur.

Almenn fræðsla Fræðslumyndbönd Hjarta– og æðakerfið Næring : Hvernig er blóðþrýst­ingurinn?

Lára G. Sigurðardóttir, læknir og doktor í lýðheilsuvísindum, fjallar hér um háan blóðþrýsting. Í fyrirlestrinum er farið yfir hvers vegna mikilvægt er að greina og meðhöndla hann og teknir fyrir lífshættir sem þarf að tileinka sér til að halda þrýstingnum góðum.

Almenn fræðsla Fræðslumyndbönd Kvenheilsa Sérfræðingar Lyfju Sykursýki : Sykursýki 2 | Hvað viltu vita?

Dr Jens Kristján Guðmundsson háls-, nef- og eyrnalæknir fjallar um sykursýki 2.

Almenn fræðsla Sykursýki : Sykursýki 2 og insúlínviðnám

Sykursýki er einn af okkar algengustu efnaskiptasjúkdómum og helst í hendur við hjarta- og æðasjúkdóma og styttra æviskeið. Um 11.000 Íslendinga eru með sykursýki, þar af er sykursýki af tegund 2 í um 90% tilfella. Miðað við tölur erlendis frá er líklegt að um tíundi hver Íslendingur sé með forsykursýki eða aukið insúlínviðnám, sem er undanfari sykursýki.

Almenn fræðsla Kvenheilsa Spennandi vörur Taktu prófið : Prima sjálfspróf | FER járn

Járn sjálfsprófið er gagnlegt til að athuga járnforða líkamans. Prófið er ónæmisfrumufræðilegt tæki sem greinir ferritíngildi í blóði. Járn er ómissandi málmur fyrir líkama okkar og skiptir sköpum fyrir flutning súrefnis í blóði, fyrir frumufjölgun og til að byggja upp uppbyggingu vefja og líffæra

Almenn fræðsla Kvenheilsa Spennandi vörur Taktu prófið : Prima sjálfspróf | D-vítamín

Sjálfsprófið er ónæmismæling sem byggir á meginreglunni um samkeppnis- róteinabindingu, sem getur sýnt fram á óhóflegt, nægilegt, ófullnægjandi eða skort á D-vítamíni í blóði. Prófið er fyrir þá sem þreytast auðveldlega, fá lítið sólarljós, innbyrgða mat með litlu D vítamíni svo eitthvað sé nefnt. 

1202923927795027.TgKqArX1gdK1lYm32RRR_height640

Almenn fræðsla Sykursýki : Taktu prófið | Sykursýki

Sykursýki er sjúkdómur sem hægt er að meðhöndla, en án meðferðar getur hhann leitt til alvarlegrar heilsufarsskerðingar. Taktu prófið til að komast að komast að því hvort þú hafir áhættuþætti skerts sykurþols, sem er oft undanfari sykursýki.

Breytingaskeið Kvenheilsa : Leggangaþurrkur

Margar konur finna fyrir þurrki í leggöngum einhvern tímann á lífsleiðinni. Þurrkur í leggöngum stafar oft af skorti á kvenhormóninu estrógeni og því er algengt að konur finni fyrir þessum einkennum eftir tíðahvörf. Hætta á leggangaþurrki eykst hjá konum

Kvensjúkdómar : Legslímuflakk

Legslímuflakk (e. endometriosis) hrjáir um 6-10% kvenna. Orsakir sjúkdómsins eru óþekktar. Helstu einkenni eru miklir kviðverkir einkum í kringum blæðingar. Mörg önnur almenn einkenni eru þekkt og því er greining flókin og getur tekið langan tíma. Meðferðir felast aðallega í verkjastillingu og að koma í veg fyrir skerðingu á daglegu lífi. 

Almenn fræðsla Kvenheilsa : Járnskortsblóðleysi

Járnskortsblóðleysi (e. iron deficiency anemia) er skortur á járni í blóðinu sem getur verið með eða án skorts á rauðum blóðkornum. Rauðu blóðkornin eru mikilvægur þáttur í flutningi súrefnis til líffæra

: Lyf og sólarljós | forðist viðbrögð í húð

Sum lyf geta valdið viðbrögðum í húðinni sé hún óvarin fyrir sólarljósi, og það á líka við um sólarljós frá sólbaðsstofubekkjum. Þetta kallast ljósnæmi og getur líkst sólbruna. Mikilvægt er að koma í veg fyrir slík viðbrögð.

Almenn fræðsla : Að ferðast með lyf

Ákveðnar reglur gilda um hversu mikið magn af lyfjum er heimilt að ferðast með bæði til Íslands og frá Íslandi til annarra landa. 

Joanna-kosinska-vouDD7K0FoA-unsplash

Almenn fræðsla Sykursýki : Sykurlöng­un | Góð ráð til að koma jafnvægi á blóðsykur­inn

Líkaminn okkar þarf eldsneyti eins og prótein, kolvetni, vatn, fitu, vítamín og steinefni til að starfa eðlilega. Sykur er kolvetni og gefur okkur mikla orku í skamma stund en þessari orku fylgja lítil næringarefni.

Charlotte-karlsen-yz0yUM6IZ4k-unsplash

Almenn fræðsla Hjarta– og æðakerfið : Blóðþrýstingur | Mataræði og lífsstíll

Hár blóðþrýstingur er áhættuþáttur fyrir hjarta-og æðasjúkdómum. Einkenni koma oft ekki fram fyrr en blóðþrýstingurinn er orðinn verulega hár. Helstu orsakir fyrir háþrýstingi eru streita, sykurát, ofþyngd, kyrrseta, óhófleg neysla á kaffi og áfengi, reykingar og of mikil saltneysla. Í stökum tilfellum getur undirliggjandi orsök verið vegna erfða eða nýrnavandamála.

Almenn fræðsla Sykursýki : Hvernig er hægt er að bæta blóð­fituna og þar með lækka kól­esterólið?

Líkaminn þarf kólesteról meðal annars til að melta fitu sem er í fæðunni, byggja upp frumuveggi og búa til hormón eins og testósterón og estrógen. Blóðrásin flytur kólesteról í ögnum sem kallast lípóprótein. Hægt er að líkja þessu við flutningabifreiðar í blóði sem flytja kólesteról til ýmissa líkamsvefja til að nota, geyma eða skilja út. 

Almenn fræðsla Hjarta– og æðakerfið : Háþrýstingur

Háþrýstingur er talinn valda um þriðjungi ótímabærra dauðsfalla. Ómeðhöndlaður háþrýstingur getur leitt til æðakölkunar, hjartadreps, hjartabilunar, heilablóðfalls, heilabilunar, nýrnabilunar og sjónskerðingar. Mikilvægt er því að greina háþrýsting á snemmstigum því háþrýsting er hægt að meðhöndla. Sýnt hefur verið fram á að hækkun um 20 mmHg í efri mörkum og 10 mmHg í neðri mörkum tvöfaldar líkur á þróun hjarta- og æðasjúkdóma.

Almenn fræðsla Hjarta– og æðakerfið : Kólesteról | Mataræði og góð ráð

Kólesteról og þrýglýseríðar flokkast sem helsta blóðfita líkamans og er mikilvægt byggingarefni fyrir frumur okkar og nauðsynlegt við myndun margra hormóna.

Almenn fræðsla : Hemóglóbín / járn

Hemóglóbín er prótein sem er í rauðum blóðkornum og er hlutverk þeirra að flytja súrefni frá lungunum til líffæra.

Almenn fræðsla Hjarta– og æðakerfið : Blóðþrýstingur

Blóðþrýstingur er þrýstingur blóðs í slagæðum líkamans og er nauðsynlegur til að viðhalda blóðflæði til líffæra. 

Almenn fræðsla R Öndunarfæralyf Sykursýki : Blóðsykur

Glúkósi (blóðsykur) er einn mikilvægasti orkugjafi líkamans. Margir þættir hafa áhrif, s.s. líkamleg áreynsla, fæði, geta lifrar til að framleiða blóðsykur og ýmis hormón, t.d.insúlín.

Almenn fræðsla Hjarta– og æðakerfið : Hár blóðþrýstingur

Hár blóðþrýstingur (e. hypertension) eða háþrýstingur er ástand sem eykur líkur á hjartaáfalli, heilablóðfalli og nýrnasjúkdómum. 

Almenn fræðsla Melting Meltingin : Góð ráð til að bæta meltinguna

Góð meltingarflóra getur haft mikil áhrif á líkamlega og andlega líðan þína. Hún styrkir ónæmiskerfið, en yfir 70% af því er að finna í meltingarveginum.

Almenn fræðsla Húð : Húðrútína karla og kvenna

Oftast er talað um 6 húðgerðir og hér eru nokkur einkenni til að auðvelda þér að greina húðgerðina þína rétt.

Almenn fræðsla Húð : Forvarnir gegn lúsmýi

Lúsmý hefur náð fótfestu á Íslandi og er til vandræða einkum fyrripart sumars. Flugan er agnarsmá og getur því verið erfitt að greina hana með berum augum. Lúsmý heldur sig þar sem er skjól og skuggi. Það leggst til atlögu að nóttu til og verður fólk því ekki vart við bitin fyrr en kláði og bólga koma fram. Bitin eru ekki hættuleg en geta valdið talsverðum óþægindum sérstaklega ef þau eru mörg.

Almenn fræðsla Sérfræðingar Lyfju : Húðin og lífrænn lífsstíll

Una Emilsdóttir sérnámslæknir í umhverfislæknisfræði, með sérstakan áhuga á fyrirbyggingingu sjúkdóma fjallar um mikilvægi þess að vera upplýstur neytandi, þ.e. forðast skaðleg efnaáhrif á líkama og húð með þekkingu að vopni og sporna þar með við ýmsum kvillum og vandamálum.

Almenn fræðsla Húð : Húðin og húðlyf

Húðin er stærsta líffæri líkamans og í henni finnast m.a. æðar, taugaendar, svitakirtlar, hársekkir o.fl. Hún er í þremur lögum (yfirhúð, leðurhúð og undirhúð). Mikilvægt er að passa vel uppá húðina og vernda hana eins og hægt er svo hún geti sinnt margvíslegum hlutverkum sínum.

Almenn fræðsla Húð Kvenheilsa : Sápur á kynfæri

Við val á sápu á viðkvæm svæði eins og kringum kynfæri, er best að velja milda sápu sem er án rotvarnarefna, parabena, ilmefna og alkóhóls. Sýrustig sápunnar skiptir miklu máli og best er að sýrustigið (pH) sé lágt. Sýrustig (pH skalinn) er frá 0 (súrt) og uppí 14 (basískt).

Almenn fræðsla Húð : Sólbruni og meðhöndlun hans

Ef húðin fær of mikla sól í of langan tíma og er ekki vel varin, getur hún brunnið. Mikilvægt er að vernda húðina eins og hægt er með sólvörn eða fötum sem hylja viðkvæm svæði á húðinni. Mælt er með því að nota sólvörn með SPF 30-50 (með UVA og UVB filter). 

Algengir kvillar Almenn fræðsla Húð Ofnæmi : Skordýra­bit | nokkur góð ráð

Reynt er að fyrirbyggja bit með skordýrafælandi spreyi eða með því að passa að hafa net í gluggum þegar lúsmý er mikið á ákveðnum tímum sumars. Ef skordýrið hefur skilið eftir sig brodd í húðinni er reynt að fjarlægja hann.

Almenn fræðsla Húð : Húðin

Mikilvægt er að passa vel upp á húðina, fylgjast með fæðingarblettum, nota sólarvörn og fyrirbyggja sprungur og sáramyndun eins og hægt er vegna þurrks/exems/húðsjúkdóma.

Almenn fræðsla Augun Sérfræðingar Lyfju : Sykursýki og augnheilsa

Jóhannes Kári augnlæknir fræðir um áhrif ómeðhöndlaðrar sykursýki á augun. Sykursýki er ein algengasta orsök blindu meðal ungra og miðaldra vesturlandabúa. Orsök þessa eru sértækar skemmdir sem sykursýki getur unnið í augnbotni/sjónhimnu einstaklinga með sykursýki.

Almenn fræðsla Fræðslumyndbönd Kvenheilsa Svefn : Nokkur góð ráð um svefn

Dr. Erla Björnsdóttur sem er klínískur sálfræðingur og doktor í líf- og læknavísindum og sérfræðingur í svefnrannsóknum veitir ráð um góðar svefnvenjur.

Síða 3 af 12