Spurðu sérfræðinginn
Lyfjafræðingar Lyfju svara fyrirspurnum um flest allt sem lýtur að heilbrigði og heilsu.
Senda inn spurningu Sjá allar spurningar og svörElín Hafsteinsdóttir snyrtifræðingur sýnir okkur góða húðrútínu með húðlækningavörum frá Neostrata sem hentar einstaklega vel fyrir þroskaða húð.
Elín Hafsteinsdóttir snyrtifræðingur sýnir okkur góða húðrútínu með húðvörum frá CeraVe og húðlækningavörum frá Bioderma og Pharmaceris, sem eru sérstaklega góðar fyrir unga húð.
Elín Hafsteinsdóttir snyrtifræðingur sýnir okkur góða húðrútínu með húðlækningavörum frá La Roche-Posay, Bioderma og Eucerin, sem eru sérstaklega þróaðr fyrir viðkvæma húð.
Elín Hafsteinsdóttir snyrtifræðingur sýnir okkur góða húðrútínu með húðlækningavörum frá La Roche-Posay og Pharmaceris, sem eru sérstaklega þróaðr fyrir bólótta húð.
Lyfja Heyrn er fyrsta verslun sinnar tegundar, þar sem viðskiptavinir geta komið og skoðað heyrnartæki, stuðningsvörur heyrnartækja og fyrirbyggjandi lausnir með aðgengi að sérfræðiráðgjöf.
Hreyfing, næring, svefn og andleg næring eru megin stoðir heildrænnar heilsu og auka lífsgæði okkar og lengja líf. Dr. Victor Guðmundsson læknir brennur fyrir þessu málefni og fjallar um í þessu fræðslumyndbandi mikilvægi jafnvægis þessara fjóra þátta til að fyrirbyggja, viðhalda og öðlast betri heilsu.
Hvernig geta karlmenn fengið þykkara hár? Flestir karlmenn vilja hafa þykkt hár. Það er staðreynd. En því miður erum við ekki öll svo heppin að ná að viðhalda eðlilegum hárvexti, sérstaklega þegar við förum að eldast.
Sjúkratryggingar veita styrk til heyrnartækjakaupa að andvirði 60.000 kr. eða 120.000 kr. eftir því hvort keypt eru tæki fyrir annað eða bæði eyru. Hægt er að sækja um styrk á fjögurra ára fresti.
Stutt og hnitmiðað kennslumyndband um hvernig þú parar og tengir Phonak heyrnartækið þitt við Android appið.
Stutt og hnitmiðað kennslumyndband um hvernig hægt er að skipta um síu á auðveldan hátt í Phonak heyrnartækjum.
Stutt og hnitmiðað kennslumyndband um hvernig þú parar og tengir Phonak heyrnartækið þitt við iPhone appið.
Stutt og hnitmiðað kennslumyndband um hvernig þú skiptir um tappa (dome) í Phonak heyrnartækinu þínu.
Valdís eigandi Flothettu talar um fræðin á bakvið flot og hversu góð áhrif það hefur á líkamann. Flothetta er íslensk hönnun, gerð til að upplifa slökun og vellíðan í vatni. Hugmyndin er innblásin af vatnsauðlegð þjóðarinnar og reynsluheimi Íslendinga sem alist hafa upp í nánum tengslum við vatnið. Flothetta veitir líkamanum fullkominn flotstuðning í vatni og gerir manni kleift að upplifa nærandi slökun í þyngdarleysi vatnssins.
Það fer eflaust ekki farið fram hjá neinum þegar lúsmýið er mætt á stjá og hefur dreift sér víða um land með tilheyrandi óþægindum og vandræðum. Lúsmý eru afar litlar, fínlegar og illa sýnilegar flugur sem finnast víða um land.
Helga Arnardóttir, MSc í félags- og heilsusálfræði fjallar um andlega heilsu og geðrækt og fer í gegnum nokkrar aðferðir til að hlúa að eigin geðheilsu og vellíðan á Facebook síðu Lyfju 15. mars kl. 11.
Bætum andlega heilsu og hlæjum saman! Að hlæja er talið bæta andlega heilsu ásamt því að njóta útivistar í náttúrunni. Okkur hjá Lyfju langar að bjóða ykkur á viðburð sem tengir þetta tvennt saman. Við bjóðum því á uppistand útí skógi þann 29. mars kl. 18:00 með Sögu Garðardóttur.
Heyrnartækið er í hnotskurn mjög lítið hljóðkerfi með hljóðnema, magnara og hátalara. Þetta tæki mun magna hljóðin sem þig vantar, þannig að öll heyrnartæki eru sérsniðin að heyrnarskerðingu notandans. Af þeim sökum geta aðrir ekki notað þau þar sem engir tveir eru með nákvæmlega sömu heyrnarskerðinguna.
Hér færðu svör við ýmsum spurningum sem notendur heyrnartækja hafa leitað ráða um sem snýr að ýmsum tæknilegum atriðum við uppsetningu og stillingu heyrnartækja.
Dr. Jens Kristján Guðmundsson háls-, nef- og eyrnalæknir fjallar um sykursýki 2. Sykursýki er einn af okkar algengustu efnaskiptasjúkdómum og helst í hendur við hjarta- og æðasjúkdóma og styttra æviskeið. Um 11.000 Íslendinga eru með sykursýki, þar af er sykursýki af tegund 2 í um 90% tilfella.
Lára G. Sigurðardóttir, læknir og doktor í lýðheilsuvísindum, fjallar hér um háan blóðþrýsting. Í erindinu verður farið yfir hvers vegna mikilvægt er að greina og meðhöndla hann og teknir fyrir lífshættir sem þarf að tileinka sér til að halda þrýstingnum góðum.
Guðrún Kjartansdóttir lyfjafræðingur fjallar um melatónín. Svefnleysi getur verið ýmiss konar. Fólk getur átt í erfiðleikum með að sofna, haldast sofandi eða að svefngæði séu léleg eða óhagstæð. Öllu þessu fylgir oftast mikil dagþreyta.
Anna Sólmundsdóttir lyfjafræðingur hjá Lyfju gefur góð ráð við þvagfærasýkingu. Yfirleitt er það þarmabakterían E.Coli sem veldur þvagfærasýkingum. Dæmigerð einkenni þvagfærasýkingar eru tíð þvaglát, gjarnan með verkjum, sviða og illa lyktandi þvagi.
Ingibjörg Arnardóttir lyfjafræðingur hjá Lyfju gaf góð ráð fyrir fullorðna og börn sem eru á sýklalyfjum. Mikilvægt er að sýklalyf séu notuð rétt og bara þegar þeirra er brýn þörf. Sýklalyf virka eingöngu á sýkingar af völdum baktería.
Þórður Hermannsson lyfjafræðingur gefur góð ráð við frjókornaofnæmi. Hver eru einkennin? Fyrirbyggjandi ráð. Bólusetning gegn ofnæmi. Hvenær er tímabært að leita til læknis?
Una Emilsdóttir sérnámslæknir í umhverfislæknisfræði fjallar um mikilvægi þess að vera upplýstur neytandi, þ.e. forðast skaðleg efnaáhrif á líkama og húð með þekkingu að vopni og sporna þar með við ýmsum kvillum og vandamálum.
Arna Björk húðsjúkdómalæknir fjallar um bólusjúkdóm í húðinni eða acne . Bólur eru mjög algengar og eitthvað sem flestir þurfa að kljást við einhvern tímann á lífsleiðinni.
Dr. Jenna Huld fjallar um rósroða sem er langvarandi bólgusjúkdómur í andliti og er sérstaklega algengur á Íslandi. Hún fer yfir einkenni sjúkdómsins og hvað ber að varast.
Rósroði er langvarandi bólgusjúkdómur í andliti og er sérstaklega algengur á Íslandi . Hún fer yfir einkenni sjúkdómsins og hvað ber að varast en það eru fjölmargir umhverfisþættir sem geta gert sjúkdóminn verri eins og t.d. sólin. Dr. Jenna Huld fjallar einnig um það hvernig hægt er að meðhöndla sjúkdóminn og halda einkennum niðri.
Neföndun er ummyndandi. Hún bætir svefn, einbeitingu og frammistöðu í íþróttum, hjálpar til við að halda heilum og heilbrigðum tönnum og tannholdi, eykur líkur á að andlitið vaxi og þroskist rétt og stuðlar að beinum tönnum.
Við þekkjum vel orðið líkamsrækt og erum meðvituð um mikilvægi þess að hreyfa líkamann og gera æfingar sem efla líkamlega heilsu. Orðið geðrækt er kannski ekki alveg eins vel þekkt. Í stuttu máli felst geðrækt í því að hlúa að geðheilsunni eða andlegri heilsu með aðferðum sem miða að því að efla aðstæður, færni og lífsvenjur sem stuðla að aukinni andlegri vellíðan og heilsu.
Í dag hefst framtíðin
Öll viljum við vaxa í átt að vellíðan en mætum alls konar hindrunum.
Þess vegna þurfum við ferðafélaga sem styður og hjálpar.
Hvort sem við glímum við erfiðleika eða viljum einfaldlega meiri lífsgæði.
Eitt líf – óteljandi byrjanir.
Dr. Ragna Hlín fjallar um mikilvægi sólarvarna sem forvörn gegn uppkomu húðkrabbameina og ótímabærri öldrun húðarinnar og ráð til að viðhalda heilbrigðri húð.
Holl næring styður við alhliða heilbrigði, veitir andlega og líkamlega vellíðan ásamt því að lengja líf og bæta. Fjölbreytt, lífræn og óunnin fæða er best fyrir líkamann okkar. Mundu að njóta matarins því það er hluti af leiknum.
Með því að hreyfa þig liðkar þú líkamann, styrkir vöðva og bein og þjálfar hjarta- og æðakerfið. Regluleg hreyfing styður við eðlilega heilastarfsemi, stuðlar að heilbrigðum efnaskiptum, blóðþrýstingi og líkamsþyngd.
Svefn er lykilþáttur í heilbrigði, hann er nauðsynlegur fyrir andlega og líkamlega starfsemi. Grundvöllur að góðri heilsu og vellíðan eru 7-9 klukkustundir af gæðasvefni daglega.
Gyða Dröfn Tryggvadóttir fræðir um núvitund en hún hefur iðkað Zen hugleiðslu síðastliðin 22 ár undir handleiðslu Zen meistarans Jakusho Kwong Roshi. Gyða er með með meistaragráðu í stjórnun heilbrigðisþjónustu og lýðheilsu (EMPH) frá Háskólanum í Reykjavík.
Verðum aðeins betri í að anda betur. Björgvin Páll leiðir okkur í gegnum öndunaræfingar sem henta vel í bílnum, fyrir svefninn eða þegar streita eða kvíði hellist yfir okkur.
Lára G. Sigurðardóttir, læknir og doktor í lýðheilsuvísindum, fjallar hér um háan blóðþrýsting. Í fyrirlestrinum er farið yfir hvers vegna mikilvægt er að greina og meðhöndla hann og teknir fyrir lífshættir sem þarf að tileinka sér til að halda þrýstingnum góðum.
Dr Jens Kristján Guðmundsson háls-, nef- og eyrnalæknir fjallar um sykursýki 2.