Spurðu sérfræðinginn
Lyfjafræðingar Lyfju svara fyrirspurnum um flest allt sem lýtur að heilbrigði og heilsu.
Senda inn spurningu Sjá allar spurningar og svörVið notum húð- og snyrtivörur til að hreinsa, vernda og breyta lykt eða útliti líkama okkar, svo eitthvað sé nefnt. Sífellt fjölgar vörum á markaði og húðrútínur verða æ flóknari með hverju árinu. Það er skiljanlegt - við viljum flest vera besta útgáfan af okkur sjálfum.
Við höfum flestöll orðið vör við nýja tískubylgju sem hefur vaxið stórlega síðustu tvö árin en vaxandi fjöldi barna og unglinga eru farin að tileinka sér mjög flókna húðrútínu. Börn allt niður í 7-8 ára aldur eru farin að sýna húðvörum mikinn áhuga og jafnvel óska eftir snyrtivörum og húðkremum í gjafir eða frá foreldrum sínum. Ástæðurnar fyrir þessari þróun eru nokkrar.
Sunneva Halldórsdóttir er mastersnemi í Líf- og læknavísindum og með BS gráðu í lífeindafræði. Hún hefur tekið hér saman helstu upplýsingar um sólarvarnir, hvaða innihaldsefni skuli varast og hvers vegna. Einnig bendir hún á nokkrar vel valdar sólarvarnir sem Lyfja er að selja í dag.
Vilborg Halldórsdóttir lyfjafræðingur hjá Lyfju fjallar um munnþurrk og mikilvægi þess að meðhöndla hann. Munnþurrkur getur átt sér ýmsar orsakir. Þar má nefna ákveðna sjúkdóma eins og sykursýki, sjálfsofnæmissjúkdóma og krabbameinsmeðferðir. Þá eru mjög mörg lyf þar sem munnþurrkur er meðal algengra aukaverkana. Þar má nefna ýmis blóðþrýstingslyf, þunglyndis- og kvíðalyf, svefnlyf, lyf við ofvirkri þvagblöðru, ópíóíðaverkjalyf, lyf við adhd, ofnæmislyf og fleiri.
Í meltingarvegi okkar eru flestar örverur líkamans. Þessar örverur eru gjarnan nefndar þarmaflóra eða meltingarflóra.
Hreyfing, næring, svefn og andleg næring eru megin stoðir heildrænnar heilsu og auka lífsgæði okkar og lengja líf. Dr. Victor Guðmundsson læknir brennur fyrir þessu málefni og fjallar um í þessu fræðslumyndbandi mikilvægi jafnvægis þessara fjóra þátta til að fyrirbyggja, viðhalda og öðlast betri heilsu.
Stutt og hnitmiðað kennslumyndband um hvernig þú parar og tengir Phonak heyrnartækið þitt við Android appið.
Stutt og hnitmiðað kennslumyndband um hvernig hægt er að skipta um síu á auðveldan hátt í Phonak heyrnartækjum.
Stutt og hnitmiðað kennslumyndband um hvernig þú parar og tengir Phonak heyrnartækið þitt við iPhone appið.
Stutt og hnitmiðað kennslumyndband um hvernig þú skiptir um tappa (dome) í Phonak heyrnartækinu þínu.
Valdís eigandi Flothettu talar um fræðin á bakvið flot og hversu góð áhrif það hefur á líkamann. Flothetta er íslensk hönnun, gerð til að upplifa slökun og vellíðan í vatni. Hugmyndin er innblásin af vatnsauðlegð þjóðarinnar og reynsluheimi Íslendinga sem alist hafa upp í nánum tengslum við vatnið. Flothetta veitir líkamanum fullkominn flotstuðning í vatni og gerir manni kleift að upplifa nærandi slökun í þyngdarleysi vatnssins.
Helga Arnardóttir, MSc í félags- og heilsusálfræði fjallar um andlega heilsu og geðrækt og fer í gegnum nokkrar aðferðir til að hlúa að eigin geðheilsu og vellíðan á Facebook síðu Lyfju 15. mars kl. 11.
Neföndun er ummyndandi. Hún bætir svefn, einbeitingu og frammistöðu í íþróttum, hjálpar til við að halda heilum og heilbrigðum tönnum og tannholdi, eykur líkur á að andlitið vaxi og þroskist rétt og stuðlar að beinum tönnum.
Dr. Erla Björnsdóttur sem er klínískur sálfræðingur og doktor í líf- og læknavísindum og sérfræðingur í svefnrannsóknum veitir ráð um góðar svefnvenjur.
Hanna Lilja Oddgeirsdóttir sérnámslæknir í kvensjúkdóma- og fæðingarlækningum hefur sérfhæft sig í málefnum sem tengjast breytingaskeiði kvenna og útskýrir nánar í þessu fræðslumyndbandi hvað breytingaskeiðið er, hvaða kvillar geta tengst þessu tímabili og hvað er til ráða?
Svefnleysi getur verið ýmiss konar. Fólk getur átt í erfiðleikum með að sofna, haldast sofandi eða að svefngæði séu léleg eða óhagstæð. Öllu þessu fylgir oftast mikil dagþreyta. Við förum í gegnum nokkur svefnstig um nóttina og virðast þau öll mjög mikilvæg við að halda góðri heilsu. Eitt efni í líkama okkar kemur mikið við sögu í sambandi við svefninn og það er efnið melatónín.
Róaðu hugann með Guðna Gunnarssyni. Í myndbandinu leiðir Guðni okkur í gegnum núvitundaræfingar sem hjálpa okkur að ná innri ró og auka vellíðan.