Kvenhormón og efnaskiptaheilsa
Hvað getum við gert til að styðja við góða efnaskiptaheilsu og hlúa betur að hormónajafnvægi okkar? Veljum uppbyggilega næringu með prótein í aðalhlutverki fyrir virkni og vellíðan. Prótein eru okkur nauðsynleg fyrir líkamlega burði og viðhald og eru uppistaða hormóna og taugaboðefna.
Hlífum okkur svo jafnframt fyrir neikvæðum áhrifum sykurs, gjörunninnar fæðu og truflandi efna í umhverfinu sem geta raskað jafnvægi líkamans. Þenjum kerfið reglulega til að viðhalda líkamlegum burðum og tökum frá tíma í hvíld og endurheimt. Öndum með nefinu tengjumst fólkinu okkar, náttúrunni í kringum okkur sýnum okkur sjálfsmildi!
Þetta þarf ekki að vera flókið, Prófaðu að byrja daginn á próteinrík máltíð sem gefur þér örugga orku og setur tóninnn fyrir betri orku í dag!