Hvað er efnaskiptaheilsa?
Góð efnaskiptaheilsa þýðir að frumurnar hafa alla þá orku sem þær þurfa til að sinna sínum verkefnum. Þegar að efnaskiptaheilsan er góð erum við orkumeiri, okkur líður betur og erum heilsuhraustari.
En hvað eru efnaskipti? Þau vísa helst til þess hvernig líkaminn meðhöndlar og ráðstafar orkunni sem hann fær, annað hvort úr matnum eða eigin orkubirgðum.
Það er aldrei of seint að endurheimta orkuna og heilsuna sem henni fylgir. Veljum uppbyggilega næringu og góða orku og hlífum okkur fyrir neikvæðum áhrifum sykurs og gjörunninnar fæðu. Vertu líka forvitin um líkamann þinn og sýndu honum sjálfsmildi.