Munnþurrkur
Vilborg Halldórsdóttir lyfjafræðingur hjá Lyfju fjallar um munnþurrk og mikilvægi þess að meðhöndla hann. Munnþurrkur getur átt sér ýmsar orsakir. Þar má nefna ákveðna sjúkdóma eins og sykursýki, sjálfsofnæmissjúkdóma og krabbameinsmeðferðir. Þá eru mjög mörg lyf þar sem munnþurrkur er meðal algengra aukaverkana. Þar má nefna ýmis blóðþrýstingslyf, þunglyndis- og kvíðalyf, svefnlyf, lyf við ofvirkri þvagblöðru, ópíóíðaverkjalyf, lyf við adhd, ofnæmislyf og fleiri.
Það er ýmislegt sem við getum gert til að meðhöndla munnþurrk og fyrirbyggja skaðleg áhrif
Kynntu þér vörur sem geta hjálpað við munnþurrki hér