Lifum heil: Sérfræðingar Lyfju

Fyrirsagnalisti

Mynd: Volodymyr Hryshchenko frá Unsplash

Almenn fræðsla Sérfræðingar Lyfju : Góð ráð þegar einstaklingur greinist með Covid

COVID-19 sjúkdómurinn veldur oft vægum einkennum sem minna helst á flensu. Í sumum tilfellum verður fólk þó alvarlega veikt og þarf innlögn á sjúkrahús. Eldra fólk og þau sem hafa langvinna sjúkdóma einkum hjarta- og lungnasjúkdóma eða sykursýki eru í meiri hættu á að fá alvarleg einkenni. Hér eru góð ráð frá Heilsuveru þegar einstaklingur greinist með Covid.

Almenn fræðsla Sérfræðingar Lyfju : Langvarandi notkun nefdropa

Nefúði getur verið ávanabindandi og mikil notkun hans orðið að vítahring. Lyfja hefur gefið út ráðleggingar til að styðja við þá sem nota nefúða og vilja minnka eða hætta noktun hans.

Almenn fræðsla Sérfræðingar Lyfju : Nálabox

Öruggasta leiðin til að losa sig við gömul lyf og lyf sem er ekki lengur þörf fyrir er að skila þeim í apótek til eyðingar. Það er mjög skaðlegt umhverfinu að henda lyfjum í rusl, vask eða klósett og því skiptir máli að farga þeim á öruggan hátt.

Almenn fræðsla Sérfræðingar Lyfju : Húðin og lífrænn lífsstíll

Una Emilsdóttir sérnámslæknir í umhverfislæknisfræði, með sérstakan áhuga á fyrirbyggingingu sjúkdóma fjallar um mikilvægi þess að vera upplýstur neytandi, þ.e. forðast skaðleg efnaáhrif á líkama og húð með þekkingu að vopni og sporna þar með við ýmsum kvillum og vandamálum.

Almenn fræðsla Augun Sérfræðingar Lyfju : Sykursýki og augnheilsa

Jóhannes Kári augnlæknir fræðir um áhrif ómeðhöndlaðrar sykursýki á augun. Sykursýki er ein algengasta orsök blindu meðal ungra og miðaldra vesturlandabúa. Orsök þessa eru sértækar skemmdir sem sykursýki getur unnið í augnbotni/sjónhimnu einstaklinga með sykursýki.

Almenn fræðsla Augun Sérfræðingar Lyfju : Laseraðgerðir á augum

Jóhannes Kári augnlæknir fjallar um laseraðgerðir á augum í þessum áhugaverða fyrirlestri. Laseraðgerðir á augum hafa rutt sér til rúms á undanförnum áratugum og eru nú orðnar ein algengasta aðgerð sem framkvæmd er á mannslíkamanum.

Almenn fræðsla Augun Sérfræðingar Lyfju : Augnsýkingar

Inga Sæbjörg lyfjafræðingur hjá Lyfju gefur góð ráð við augnsýkingum. Bakteríur og veirur geta valdið augnsýkingum. Einkenni augnsýkinga eru m.a. roði, gröftur, ljósnæmi, bólga í auganu og í kringum það, kláði o.fl. Þetta getur fylgt kvefi og öðrum öndunarfærasýkingum, sérstaklega hjá börnum.

Almenn fræðsla Augun Sérfræðingar Lyfju : Ertu með augnþurrk?

Augnþurrkur er orðið algengara vandamál á síðustu árum í vestrænum þjóðfélögum. Þurrt loft og aukin tölvu- og tækjanotkun hefur áhrif á táraframleiðsluna. Jóhannes Kári augnlæknir gefur góð ráð um augnþurrk.

Almenn fræðsla Breytingaskeið Fræðslumyndbönd Kvenheilsa Sérfræðingar Lyfju : Kynheilsa á breytinga­skeiðinu

Sigga Dögg kynfræðingur fjallaði um í fræðslumyndbandinu um kynlíf á breytingaskeiðinu hjá konum og körlum og þá sérstaklega hvaða hugarfar er gott að fara með inn í þessa breyttu tilveru þar sem kynveran getur loksins fengið pláss og verðskuldaða athygli.

Almenn fræðsla Breytingaskeið Sérfræðingar Lyfju : Hormónabreytingar karla og líðan þeirra

Í þessu áhugaverða fræðslumyndbandi fjallaði Theodór Francis Birgisson klínískur félagsráðgjafi hjá Lausnin fjölskyldumiðstöð um líðan karla í tengslum við hormónabreytingar og sambönd kynjanna á breytingaskeiðinu.

Sérfræðingar Lyfju

Almenn fræðsla Sérfræðingar Lyfju : Sérfræðingar Lyfju

Sérfræðingar Lyfju eru hér fyrir þig. Í apótekum Lyfju um allt land taka lyfjafræðingar, lyfjatæknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og sérþjálfað starfsfólk vel á móti þér og veita ráðgjöf. Þú getur fengið ráðgjöf hvort sem þú ert heima, á ferðinni í gegnum netspjall á Lyfja.is eða í Lyfju appinu. Heilsa þín er okkar hjartans mál. Þess vegna leggjum við áherslu á fræðslu, gæðavörur og persónulega þjónustu.

Fræðslumyndbönd Sérfræðingar Lyfju : Ertu með frjókornaofnæmi?

Þórður Hermannsson lyfjafræðingur gefur góð ráð við frjókornaofnæmi.

Kvenheilsa Sérfræðingar Lyfju : Ertu með þvagfærasýkingu?

Anna Sólmundsdóttir lyfjafræðingur hjá Lyfju gefur góð ráð við þvagfærasýkingu.

Sérfræðingar Lyfju : Ertu á sýklalyfjakúr?

Ingibjörg Arnardóttir lyfjafræðingur gaf góð ráð á lifandi streymi á facebooksíðu Lyfju miðvikudaginn 29. september 2021.

Sérfræðingar Lyfju : Munnþurrkur

Munnþurrkur er algeng aukaverkun lyfja og getur aukið hættu á sveppamyndun í munnholi og valdið tannskemmdum. Munnþurrkur getur stafað annaðhvort af sjúkdómi eða aukaverkun lyfja.

Mynd af blómum: Allef Vinicius on Unsplash

Almenn fræðsla Augun Ofnæmi Sérfræðingar Lyfju : Frjókornaofnæmi

Frjókornaofnæmi er ofnæmi fyrir gróðri, grasi og trjám. Dæmigerð einkenni eru hnerri, nefrennsli eða nefstífla, rauð og tárvot augu og kláði.

Augnsjúkdómar Augun Sérfræðingar Lyfju : Augnangur

Augnkvef eða vogrís orsakast vanalega af bakteríum eða veirusýkingum og er bráðsmitandi. Einkenni eru rauð og viðkvæm augu sem úr getur komið gröftur og aukin táramyndun. Frjókornaofnæmi ýtir oft undir þessi einkenni.

Sérfræðingar Lyfju : Sýklalyf

Sýklalyf hafa eingöngu áhrif á bakteríusýkingar. Mikilvægt er að sýklalyf séu notuð rétt og aðeins þegar þeirra er brýn þörf.

Kvenheilsa Sérfræðingar Lyfju : Þvagfærasýking

Algengast er að E.Coli bakterían valdi þvagfærasýkingum. Dæmigerð einkenni þvagfærasýkingar eru tíð þvaglát sem fylgja verkir, sviði og illa lyktandi þvag.

Sérfræðingar Lyfju : Sprautugjöf

Það getur komið sér vel að eiga aðgang að fagfólki utan sjúkrastofnana til að spara biðtíma og fyrirhöfn. Hjá okkur getur þú fengið aðstoð hjúkrunarfræðinga vegna sprautugjafar t.d Inflúensusprautur, B12 sprautur og getnaðarvarnasprautur. 

Síða 1 af 2