Sýklalyf
Sýklalyf hafa eingöngu áhrif á bakteríusýkingar. Mikilvægt er að sýklalyf séu notuð rétt og aðeins þegar þeirra er brýn þörf.
RÉTT NOTKUN SÝKLALYFJA
- Sýklalyf hafa eingöngu áhrif á bakteríusýkingar.
- Mikilvægt er að sýklalyf séu notuð rétt og aðeins þegar þeirra er brýn þörf.
- Skiptu skammtinum jafnt yfir sólarhringinn nema annað sé tekið fram.
- Kláraðu kúrinn eða eins og læknirinn þinn hefur gefið fyrirmæli um.
- Þó að þér finnist þú hafa náð bata eftir nokkra daga getur sýkingin tekið sig upp. aftur ef lyfjatökunni er hætt of fljótt.
- Sýklalyfjamixtúrur á vanalega að geyma í kæli - hristið glasið fyrir notkun.
- Notaðu lyfjaglas eða sprautu sem mælir rétt magn mixtúrunnar.
- Gott er að skola munn með vatni/drekka vatn eftir notkun (til að fyrirbyggja sveppasýkingu).
- Sýklalyfinntaka getur orsakað sveppasýkingu í leggöngum hjá konum.
OFNÆMI GEGN SÝKLALYFINU
Sumir geta haft ofnæmi fyrir sýklalyfjum. Hafa skal tafarlaust samband við lækni ef þú færð útbrot, kláða eða finnur fyrir öndunarerfiðleikum.
NIÐURGANGUR OG LAUSAR HÆGÐIR
- Algengasta aukaverkun sýklalyfja er niðurgangur og lausar hægðir
- Sýklalyf vinna á bakteríum sem valda sýkingu en þau r´ðast einnig á nauðsynlegar bakteríur í meltingarveginum, en dagleg notkun góðgerla getur komið í veg fyrir þessa aukaverkun.
- Hafu í huga að ef þú færð niðurgang af völdum sýklalyfs er hætta á að verkun annarra lyfja minnki
- Inntaka góðgerla getur viðhaldið eðlilegri bakteríuflóru og minnkað líkur á niðurgangi og lausum hægðum
ÖNNUR LYF
Spurðu lyfjafræðinga okkar hvort sýklalyfið hafi áhrif á önnur lyf sem þú tekur.
LYFJA MÆLIR MEÐ
- Optibac góðgerlum fyrir sýklalyfjakúr. Samhliða sýklalyfjakúr.
Eins mælum við með að taka inn góðgerla eftir að sýkalyfjakúr er lokið. Gott er að miða við 2-4 vikur og lengur ef þurfa þykir.
Ítarlegar upplýsingar má finna á hér á lyfja.is eða lyfjabokin.is
SÉRFRÆÐINGAR LYFJU ERU HÉR FYRIR ÞIG
Í apótekum Lyfju um allt land taka lyfjafræðingar, hjúkrunarfræðingar og sérþjálfað starfsfólk vel á móti þér og veita ráðgjöf. Þú getur fengið ráðgjöf hvar sem þú ert í gegnum Lyfju appið eða á netspjalli á lyfja.is.
Heilsa þín er okkar hjartans mál, þess vegna leggjum við áherslu á fræðslu, gæðavörur og persónulega þjónustu.