Ertu með augnþurrk?

Almenn fræðsla Augun Sérfræðingar Lyfju

Augnþurrkur er orðið algengara vandamál á síðustu árum í vestrænum þjóðfélögum. Þurrt loft og aukin tölvu- og tækjanotkun hefur áhrif á táraframleiðsluna. Jóhannes Kári augnlæknir gefur góð ráð um augnþurrk.

https://www.youtube.com/watch?v=IBkloMhURzA

Margir sjálfsónæmissjúkdómar geta og valdið þurrum augum auk þess sem augnþurrkur tengist oft hormónasveiflum – konur eru því í miklum meirihluta þeirra sem fá þurr augu. Augnþurrkur lýsir sér með óþægindum við að depla augum, roða í augum, sjónsveiflum og ekki síst táraflóði við kulda eða í roki. Þar sem oftast er um að ræða vöntun á þeim tárum sem smyrja augað en ekki skoltárum augans þá bregðast augun oft við augnþurrki með táraflóði.

Heilsa þín er okkar hjartans mál. Þess vegna leggjum við áherslu á fræðslu, gæðavörur og persónulega þjónustu.

Augun_vorur_1350x350_vorur