Nálabox
Öruggasta leiðin til að losa sig við gömul lyf og lyf sem er ekki lengur þörf fyrir er að skila þeim í apótek til eyðingar. Það er mjög skaðlegt umhverfinu að henda lyfjum í rusl, vask eða klósett og því skiptir máli að farga þeim á öruggan hátt.
Lyfja tekur við notuðum nálum og sprautum til eyðingar í öllum apótekum Lyfju og eru flest apótek með sérstakan lyfjaskilakassa sem er aðgengilegur í verslun þar sem þú getur skilað lyfjum, innstu umbúðum lyfja, sprautum og nálum til eyðingar.
Árið 2022 sendu apótek Lyfju 10.919 kg. af lyfjum í eyðingu og 46 kg. af sprautunálum.
Með auknum sýnileika lyfjaskilassa höfum við fundið fyrir aukningu í skilum á lyfjum í apótek Lyfju en þetta er okkar stærsta umhverfisverkefni. Þegar apótek hafa tekið við lyfjum til eyðingar er þeim komið í örugga eyðingu hjá fyrirtækjum sem hafa leyfi Umhverfisstofnunar til að eyða slíkum úrgangi.
Til að skila sprautum og sprautunálum í apótek þarf að passa að hafa þær í lokuðum ílátum, öryggisins vegna. Hægt er að fá sérstök nálabox í apótekum. Skoðaðu nálabox hér
Takk fyrir að leggja þitt af mörkum í öruggri eyðingu lyfja.