Þvagfærasýking
Algengast er að E.Coli bakterían valdi þvagfærasýkingum. Dæmigerð einkenni þvagfærasýkingar eru tíð þvaglát sem fylgja verkir, sviði og illa lyktandi þvag.
FYRIRBYGGJANDI RÁÐ
- Drekktu ríkulegt magn vökva (1,5-2 lítra á dag)
- Tæmdu þvagblöðruna reglulega
- Forðastu að nota krem og sprey á kynfærasvæðið
- Leggangaþurrkur gæti verið ástæða þrálátra þvagfærasýkinga en skeiðarstílar og skeiðarkrem með náttúrulega kvenhormóninu estríól sem fást án lyfseðils geta oft hjálpað
- Kuldi getur aukið hættuna á að fá blöðrubólgu og því er mikilvægt að láta sér ekki verða kalt
ÞVAGPRUFA VEGNA ÞVAGFÆRASÝKING
Þú færð þvagprufuglös og sjálfspróf hjá Lyfju. Sjálfsprófið inniheldur sérstaka pappírsstrimla (3 strimlar í pakka) sem þú dýfir í þvagið til að sjá hvort um sýkingu
sé að ræða. Gott er að eiga alltaf til sterílt þvagprufuglas heima fyrir ef þú færð oft þvagfærasýkingu.
LEIÐBEININGAR UM ÞVAGPRUFU
- Best er að fá þvagprufu úr fyrstu salernisferð dagsins
- Notaðu alltaf sterílt þvagprufuglas
- Forðastu að fyrstu og síðustu dropar þvagbununnar lendi í glasinu, færðu glasið inn í þvagbununa meðan þú pissar
- Geymdu prufuna í kæli þangað til þú átt tíma hjá lækni en þvagprufuna má geyma í allt að sólarhring í kæli
HAFÐU SAMBAND VIÐ LÆKNINN ÞINN
- Ef þú upplifir slæm einkenni s.s þvagfærasýkingar sem hafa áhrif á líðan þína
- Ef það er blóð í þvagi, þér er flökurt eða ef þú ert með hita eða bakverki
Undantekningarlaust skal hafa samband við lækni ef grunur er um þvagfærasýkingu hjá börnum og þunguðum konum.
LYFJA MÆLIR MEÐ
- Að eiga þvagprufuglas og sjálfspróf heima ef þú færð oft þvagfærasýkingu
- Natures Plus Cranberry trönuber eru full af andoxunarefnum sem berjast við oxunarsundrun sem vinna vel gegn blöðrubólgu og geta haft fyrirbyggjandi áhrif
- Þvagfærasýkinga sjálfspróf frá Prima hér
Ítarlegar upplýsingar má finna á hér á lyfja.is eða lyfjabokin.is
SÉRFRÆÐINGAR LYFJU ERU HÉR FYRIR ÞIG
Í apótekum Lyfju um allt land taka lyfjafræðingar, hjúkrunarfræðingar og sérþjálfað starfsfólk vel á móti þér og veita ráðgjöf. Þú getur fengið ráðgjöf hvar sem þú ert í gegnum Lyfju appið eða á netspjalli á lyfja.is.
Heilsa þín er okkar hjartans mál, þess vegna leggjum við áherslu á fræðslu, gæðavörur og persónulega þjónustu.
Mynd: Sam Moghadam Khamseh frá Unsplash