Spurðu sérfræðinginn
Lyfjafræðingar Lyfju svara fyrirspurnum um flest allt sem lýtur að heilbrigði og heilsu.
Senda inn spurningu Sjá allar spurningar og svörÞað er einfalt að skipta um skoðun í Lyfju
Björgvin Páll ræðir um mikilvægi skilvirkrar öndunar og leiðir okkur í gegnum skemmtilegar öndunaræfingar í þessu áhugaverða myndbandi.
Tími til að njóta. Þegar allt hreyfist hratt er mikilvægt að hægja á, huga að eigin heilsu, anda og taka deginum rólega. Mundu að vellíðan er besta gjöfin.
Frjókornaofnæmi er ofnæmi fyrir gróðri, grasi og trjám. Dæmigerð einkenni eru hnerri, nefrennsli eða nefstífla, rauð og tárvot augu og kláði.
Hugsum vel um stærsta líffærið okkar húðina, innan frá og utan, frá toppi til táar. Húðin gegnir mikilvægum sérhæfðum hlutverkum, hún ver okkur, heldur á okkur réttu hitastigi og skynjar umhverfið okkar.
Rósroði er mjög algengur bólgusjúkdómur í húð sem lýsir sér oftast með roða, bólum, graftrarbólum æðaslitum og stundum þrota í andliti. Einkenni sjúkdómsins ganga venjulega í köstum og stundum versna einkennin eftir hver kast. Það er því mikilvægt að hefja meðferð snemma til þess að stemma stigu við frekari þróun sjúkdómsins. Meðferðin er fjölþætt og beinist að bæði æða og bólguþættinum.
Höfuðlúsin er lítið skorkvikindi sem hefur aðlagað sig manninum og lifir sníkjulífi í mannshári á höfði og nærist á því að sjúga blóð úr hársverðinum. Hún er ekki talin bera neina sjúkdóma og því skaðlaus hýslinum. Allir geta smitast en staðfest smit er algengast hjá 3–12 ára börnum. Höfuðlúsasmit er ekki talið bera vitni um sóðaskap.
Að eiga von á barni og fá það í hendurnar er stórkostleg upplifun. Hér að neðan eru góð ráð frá ljósmæðrum, svefnráðgjafa og næringarfræðingi sem snýr að meðgöngu og ungbarni. Við vonum að ráðin komið þér að góðum notum.
Hvaða áhrif hefur kæfisvefn á heilsu og líðan? Kæfisvefn getur haft töluverð áhrif daglegt líf. Einkenni kæfisvefns geta komið fram bæði á meðan svefni stendur og einnig í vöku.
Orkudrykkir njóta mikilla vinsælda á Íslandi í dag og hefur neysla þeirra aukist mikið á síðustu árum. Orkudrykkjaneysla barna og unglinga er sérstakt áhyggjuefni, en í íslenskri rannsókn frá 2018 kemur fram að um 55% menntaskólanema og 28% grunnskólanema drekki einn eða fleiri orkudrykk daglega.
Multi-Gyn er vörulínan samanstendur af vörum sem draga samstundis úr óþægindum eins og vondri lykt, kláða, sviða, mikilli útferð á klofsvæði, auk þess að bæta hreinlæti.
Fræðandi fyrirlestur með Dr. Birnu G. Ásbjörnsdóttur um mikilvægi heilbrigðar meltingarflóru.
Góð meltingarflóra getur haft mikil áhrif á líkamlega og andlega líðan þína. Hún styrkir ónæmiskerfið, en yfir 70% af því er að finna í meltingarveginum.
Þegar kona verður barnshafandi er að mörgu að hyggja í því sem snýr að heilsufari. Eitt af því er lyfjanotkun, hvað er óhætt og hvað þarf að varast í þeim efnum?
Góð meltingarflóra getur haft mikil áhrif á líkamlega og andlega líðan þína. Hún styrkir ónæmiskerfið, en yfir 70% af því er að finna í meltingarveginum.
Örugg eyðing lyfja eru eitt mikilvægasta umhverfisverkefni Lyfju. Lyf geta valdið skaða á umhverfinu og mega aldrei fara í rusl, vask eða klósett. Því miður mælast reglulega efni sem eru talin vera ógn við lífríki og vatnaumhverfi í sýnum Umhverfisstofnunar. Lyfja hvetur viðskiptavini til þess að skila gömlum lyfjum til eyðingar í apótek Lyfju.
Lyfja, sem rekurá fimmta tug apóteka um allt land, hefur gefið út app sem ætlað er að auðvelda kaup á lyfjum og um leið bæta öryggi við kaupin
Í Lyfju appinu getur viðskiptavinur gengið sjálfvirkt frá kaupum á lyfjum og fengið þau send heim án aukakostnaðar í helstu þéttbýliskjörnum landsins. Einnig getur viðskiptavinurinn valið að sækja pöntunina í næsta apótek Lyfju í gegnum flýtiafgreiðslu sem tryggir hraðari afhendingu en þekkst hefur og eru afhendingarstaðirnir apótek Lyfju um land allt,
Hver eru vinsælustu vítamín í netverslun Lyfju?
Það að vakna er ferli sem getur tekið tíma og mörg líkamleg atriði hafa áhrif á hversu vel okkur tekst til. Það getur tekið okkur allt að 3 klukkustundir frá því að við vöknum þar til að við náum hámarks einbeitingu.
Líkamsklukkan stjórnast að verulegu leyti af reglubundnum birtubreytingum í umhverfinu sem hefur síðan áhrif á framleiðslu hormóns sem kallast melatónín. Styrkur melatóníns í blóðinu eykst þegar dimmir og stuðlar að því að okkur syfjar á kvöldin.