Viltu heilbrigða meltingarflóru?

Almenn fræðsla Meltingin

Góð meltingarflóra getur haft mikil áhrif á líkamlega og andlega líðan þína. Hún styrkir ónæmiskerfið, en yfir 70% af því er að finna í meltingarveginum.

 Mynd

GÓÐ RÁÐ TIL AÐ BÆTA MELTINGARFLÓRUNA

  1. Drekka um tvo lítra af vatni á dag
  2. Borða trefjaríkan mat
  3. Takmarka neyslu á sykri
  4. Prófa gerjaðan mat, s.s. súrkál, kefir eða kombucha
  5. Tyggja 10-20 sinnum áður en er kyngt
  6. Hreyfa sig reglulega
  7. Drekka takmarkað af áfengi og koffein drykkjum
  8. Slaka á og sofa vel
  9. Taka meltingargerla og/eða ensím

Fræðandi fyrirlestur um mikilvægi heilbrigðar meltingarflóru sem fram fór á facebook 29. janúar 2020

 

Birna G. Ásbjörnsdóttir er annar stofnenda Jörth. Hún er doktor í heilbrigðisvísindum frá Háskóla Íslands og er með M.Sc. gráðu í næringarlæknisfræði frá Surrey háskóla. Auk þess hefur hún lokið námi í gagnreyndum heilbrigðisvísindum frá Oxfordháskóla.

Meltingarflóran fyrstu æviárin

Góð meltingarflóra getur haft mikil áhrif á líkamlega og andlega líðan þína. Hún styrkir ónæmiskerfið, en yfir 70% af því er að finna í meltingarveginum.

Hvað er meltingarflóra?
Í meltingarvegi okkar eru flestar örverur líkamans sem nefnast gjarnan meltingarflóra. Meltingarflóran samanstendur af trilljónum örvera og inniheldur að minnsta kosti þúsund ólíkar tegundir af þekktum bakteríum. Þessar bakteríur búa yfir milljónum gena eða margfalt fleiri en okkar eigin gen. Um þriðjungur örvera er svipaður hjá flestum, á meðan tveir þriðju eru einstakir hjá hverjum og einum. Það má því segja að meltingarflóran okkar sé einskonar auðkenni eða persónuskilríki.

Hvað gerir meltingarflóran?
Mikilvægur þáttur meltingarflórunnar er að viðhalda heilbrigði meltingarvegar og þarma en einnig verja okkur gegn sýklum. Í raun skipar meltingarflóran stóran sess í ónæmiskerfi líkamans með því að vera ákveðin hindrun eða tálmi fyrir sýkla sem komast í meltingarveginn og hindrar þannig útbreiðslu þeirra um líkamann. Rannsóknir benda til þess að fjölbreytileiki og fjölhæfni meltingarflórunnar jafnist á við heilt líffæri. Það má segja að meltingarflóran sé áunnið líffæri þar sem við fæðumst með lítið magn af þessari flóru.

Fyrstu árin
Fóstur í móðurkviði er með fáar tegundir af bakteríum í meltingarveginum. Í fæðingu fær barnið fjöldann allan af örverum frá móður (leggöngum, endaþarmi, húð) og úr umhverfinu inn um munninn. Örverurnar búa síðan um sig í meltingarveginum til frambúðar. Ef barn er tekið með keisaraskurði fer það á mis við stóran hluta af hagstæðum og sérvöldum örverum frá móður. Fyrstu örverur koma þá af húð móður og úr umhverfinu, sem er þá að öllum líkindum skurðstofa, aðstæður sem eru ekki endilega hagstæðar fyrir uppbyggingu á örveruflóru barnsins. Rannsóknir benda til að keisarabörn séu frekar útsett fyrir ofnæmum, astma eða exemi í samanburði við börn sem fæðast á hefðbundinn hátt. Einnig hafa rannsóknir sýnt fram á auknar líkur á glútenóþoli (e. celiac disease) hjá börnum sem tekin eru með keisaraskurði.

Fæðið sem við fáum og umhverfið sem við dveljum í ræður miklu um það hvernig meltingarflóran vex og dafnar og eru fyrstu tvö til þrjú ár ævinnar mikilvægust. Rannsóknir sýna einnig mun á meltingarflóru barna sem fá brjóstamjólk og barna sem fá þurrmjólk. Börn sem fá brjóstamjólk fyrstu mánuðina mælast gjarnan með hærra hlutfall af Bacteroidetes en lægra hlutfall af Firmicutes. Rannsóknir sýna að hærra hlutafall af Firmicutes eykur líkur ofþyngd.

Meltingarflóran sem myndast á þessum fyrstu árum hefur áhrif á heilsufar einstaklingsins inn í framtíðina og bendir margt til þess að ýmsa sjúkdóma megi rekja til röskunar á meltingarflóru á fyrstu árum ævinnar. Flóran í meltingarveginum er síbreytileg alla ævi, frá vöggu til grafar. Ýmsir þættir hafa áhrif, svo sem aldur og búseta. Rannsóknir sýna að aldraðir einstaklingar hafa ólíka meltingarflóru í samanburði við yngri einstaklinga. Það má segja að megin þorri heilbrigðra einstaklinga hafi svipaða meltingarflóru upp að vissu marki, en mataræði, ýmsir umhverfisþættir, búseta ásamt genaþáttum hafi áhrif á þróun meltingarflórunnar og heilbrigði hennar. Japanir eiga til dæmis auðveldara með að melta sjávargróður en aðrir en að sama skapi eiga þeir erfiðara með að melta mjólkursykur.

Höfundur er Birna G. Ásbjörnsdóttir, hún stundar doktorsnám við læknadeild og matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands. Birna er með meistaragráðu í næringarlæknisfræði frá Surreyháskóla og hefur lokið námi í gagnreyndum heilbrigðisvísindum frá Oxfordháskóla.

Meltingarflóran og áhrif á heilsufar

Góð meltingarflóra getur haft mikil áhrif á líkamlega og andlega líðan þína. Hún styrkir ónæmiskerfið, en yfir 70% af því er að finna í meltingarveginum.

Hvað er meltingarflóra?
Í meltingarvegi okkar eru flestar örverur líkamans sem nefnast gjarnan meltingarflóra. Meltingarflóran samanstendur af trilljónum örvera og inniheldur að minnsta kosti þúsund ólíkar tegundir af þekktum bakteríum. Þessar bakteríur búa yfir milljónum gena eða margfalt fleiri en okkar eigin gen. Um þriðjungur örvera er svipaður hjá flestum, á meðan tveir þriðju eru einstakir hjá hverjum og einum. Það má því segja að meltingarflóran okkar sé einskonar auðkenni eða persónuskilríki.

Hvað gerir meltingarflóran?
Mikilvægur þáttur meltingarflórunnar er að viðhalda heilbrigði meltingarvegar og þarma en einnig verja okkur gegn sýklum. Í raun skipar meltingarflóran stóran sess í ónæmiskerfi líkamans með því að vera ákveðin hindrun eða tálmi fyrir sýkla sem komast í meltingarveginn og hindrar þannig útbreiðslu þeirra um líkamann. Rannsóknir benda til þess að fjölbreytileiki og fjölhæfni meltingarflórunnar jafnist á við heilt líffæri. Það má segja að meltingarflóran sé áunnið líffæri þar sem við fæðumst með lítið magn af þessari flóru.

Áhrif á heilsufar
Meltingarflóran getur haft bein áhrif á heilsufar okkar, andlega og líkamlega. Hún hjálpar okkur að brjóta niður fæðið, melta fæðið og frásoga næringarefnin. Hún framleiðir ákveðin vítamín og fitusýrur sem eru okkur nauðsynleg. Meltingarflóran framleiðir einnig boðefni sem hefur hefur áhrif á taugakerfið og þannig geðheilsu okkar. Nýlegar rannsóknir gefa vísbendingar um að samspil fæðu, þarmaflóru og gegndræpi þarma hafi áhrif á geðheilbrigði.

Fæða og meltingarflóran
Fæðan er okkur öllum nauðsynleg. Það sem við látum ofan í okkur veitir okkur þó ekki einungis lífsnauðsynlega orku heldur hefur fæðan áhrif á líðan okkar. Fjöldi rannsókna hefur sýnt fram á að fæðan ræður mörgu varðandi lífsgæði og heilbrigði. Ákveðnar fæðutegundir draga úr líkum á þróun ýmissa sjúkdóma á meðan aðrar geta jafnvel aukið líkur á ákveðnum sjúkdómum. Fæðið getur einnig haft áhrif á líðan einstaklinga sem glíma við ýmsa sjúkdóma svo sem iðraólgu (IBS) eða kvíða.

Við ættum ekki einungis að horfa á það sem við borðum, sama hvort það flokkast sem hollt eða óhollt, við þurfum einnig að að velta fyrir okkur hverju við förum á mis við í fæðuvalinu. Það má iðulega auka neyslu á ávöxtum og grænmeti án þess að fara í of miklar hugleiðingar um hvað ætti að forðast. Slík nálgun reynist fólki oft auðveldari, að bæta við sig hollustu frekar en að draga úr óhollustu.

Höfundur er Birna G. Ásbjörnsdóttir, hún stundar doktorsnám við læknadeild og matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands. Birna er með meistaragráðu í næringarlæknisfræði frá Surreyháskóla og hefur lokið námi í gagnreyndum heilbrigðisvísindum frá Oxfordháskóla.

Ójafnvægi í meltingarflórunni og skref til bóta

Góð meltingarflóra getur haft mikil áhrif á líkamlega og andlega líðan þína. Hún styrkir ónæmiskerfið, en yfir 70% af því er að finna í meltingarveginum.

Hvað er meltingarflóra?
Í meltingarvegi okkar eru flestar örverur líkamans sem nefnast gjarnan meltingarflóra. Meltingarflóran samanstendur af trilljónum örvera og inniheldur að minnsta kosti þúsund ólíkar tegundir af þekktum bakteríum. Þessar bakteríur búa yfir milljónum gena eða margfalt fleiri en okkar eigin gen. Um þriðjungur örvera er svipaður hjá flestum, á meðan tveir þriðju eru einstakir hjá hverjum og einum. Það má því segja að meltingarflóran okkar sé einskonar auðkenni eða persónuskilríki.

Hvað gerir meltingarflóran?
Mikilvægur þáttur meltingarflórunnar er að viðhalda heilbrigði meltingarvegar og þarma en einnig verja okkur gegn sýklum. Í raun skipar meltingarflóran stóran sess í ónæmiskerfi líkamans með því að vera ákveðin hindrun eða tálmi fyrir sýkla sem komast í meltingarveginn og hindrar þannig útbreiðslu þeirra um líkamann. Rannsóknir benda til þess að fjölbreytileiki og fjölhæfni meltingarflórunnar jafnist á við heilt líffæri. Það má segja að meltingarflóran sé áunnið líffæri þar sem við fæðumst með lítið magn af þessari flóru.

Ójafnvægi í meltingarflóru
Meltingarflóran getur riðlast eða orðið fyrir skaða. Ástæður geta verið ýmsar, svo sem bólgusjúkdómar í þörmum, ofnæmi, ofþyngd eða sykursýki. Einnig getur notkun ákveðinna lyfja, og þá sér í lagi sýklalyfja, skaðað heilbrigða meltingarflóru. Rannsóknir sýna að slík riðlun getur haft áhrif til frambúðar sem kemur jafnvel í ljós mörgum árum síðar. Eitt af því sem rannsóknir hafa leitt í ljós eru tengsl sýklalyfjanotkunar og líkamsþyngdar. Rannsóknir sýna okkur að börn sem hafa fengið mikið af sýklalyfjum eru líklegri til að verða of þung, jafnvel síðar á lífsleiðinni, en þau börn sem hafa fengið lítið eða ekkert af sýklalyfjum.

Þegar þarmaflóran er riðluð til langs tíma getur það haft afleiðingar í meltingarveginum en einnig fyrir utan hann. Riðluð eða óhagstæð meltingarflóra hefur áhrif á gegndræpi smáþarma og getur þannig aukið líkur á að ýmsir þættir ræsi ónæmiskerfið. Það getur leitt af sér langvinnar bólgur og geta áhrifin meðal annars náð til heila og taugakerfis. Birtingarmynd aukins gegndræpis getur verið bæði sem líkamleg einkenni og/eða geðræn. Langvarandi ójafnvægi í meltingarflórunni getur til dæmis aukið líkur á kvíða og depurð. Rannsóknir sýna samhengi milli riðlaðrar meltingarflóru og ýmissa geðraskana. Vísindamenn hafa einnig tengt aukið gegndræpi smáþarma við ýmsa sjúkdóma, en riðluð meltingarflóra eykur líkur á auknu gegndræpi. Rannsóknir sýna að ýmsir sjúklingahópar mælast með hækkað magn af zonulini í blóði og hægðum, en zonulin magn í blóði eða hægðum er mælikvarði á gegndræpi þarma.

Rannsóknir hafa leitt í ljós að ákveðnir genaþættir, umhverfisþættir (þ.m.t. sýklar) og röskun á meltingarflóru hafa áhrif á ónæmiskerfið og þar með þróun ýmissa sjúkdóma. Meltingarflóran tekur stóran þátt í að verja okkur gegn sýklum sem geta sýkt bæði meltingarveg eða jafnvel komist þaðan út í líkamann.
Þarmaflóran hefur áhrif á meltingarveginn og meltinguna sjálfa, en einnig á taugakerfið okkar, ónæmiskerfið, innkirtlakerfið og hormónakerfið.

Skref í átt að bættri meltingarflóru
Fjöldi rannsókna benda til þess að lifandi gerlar til inntöku og ákveðnir þættir í fæðunni geti styrkt og hlúð að meltingarflórunni.Þessir lifandi gerlar finnast í gerjuðum mat eins og súrkáli, jógúrti, kefir og kombucha. Rannsóknir sýna að margir af þessum gerlum komast niður í meltingarveginn þar sem þeir efla meltingarflóruna og þar með hafa margskonar jákvæð heilsufarsleg áhrif.
Sýnt hefur verið fram á að lifandi gerlar geta dregið úr líkum á að fá niðurgang og ýmis óþægindi samfara inntöku sýklalyfja. Rannsóknir sýna einnig að lifandi gerlar draga úr líkum á alvarlegum sýkingum í kjölfar sýklalyfjanotkunar.

Meltingarflóran hefur mikið um það að segja hvernig heilsufari okkar er háttað, andlega og líkamlega, hvort við smitumst af sýklum úr umhverfinu eða þróum langvinna sjúkdóma. Með því að leggja áherslu á fjölbreytt og næringarríkt fæði, inntöku á nauðsynlegum bætiefnum og lifandi gerlum nærum við meltingarflóruna og þannig eflum við ónæmiskerfið og varnir líkamans.

Það er áhugaverð staðreynd að þarmaflóran jafnast á við heilt líffæri og við ráðum miklu um hvernig hún er samsett. Við erum með hagstæðar og óhagstæðar örverur í bland en viljum halda okkur við hærra hlutfall þeirra hagstæðu. Þannig græðum við gjarnan ákveðin lífefni sem þessar örverur framleiða fyrir okkur, en mörg af þeim hafa einnig verið rannsökuð og sýnt fram á jákvæð áhrif á heilsu. Það er góð regla að velja sér fæði sem ræktar þennan jarðveg sem er í þörmunum og velja fæði af góðum gæðum, fyrir okkur og meltingarflóruna.

Höfundur er Birna G. Ásbjörnsdóttir, hún stundar doktorsnám við læknadeild og matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands. Birna er með meistaragráðu í næringarlæknisfræði frá Surreyháskóla og hefur lokið námi í gagnreyndum heilbrigðisvísindum frá Oxfordháskóla.

Meltingin - grunnur góðrar heilsu

Flestir kannast eflaust við að hafa upplifað meltingartruflanir einhvern tímann á ævinni.

Oft er um að ræða vægar truflanir eins og uppþembu og vindgang sem hafa ekki mikil áhrif á líðan okkar og koma ekki í veg fyrir dagleg störf okkar. Orsakavaldar geta m.a. verið mögulega eitthvað sem við borðuðum, þarmaflóra í einhverju ójafnvægi, svefn ekki nægur eða streitustjórnun er ekki optimal.

Síðan geta truflanir á meltingu verið alvarlegri og við upplifað verri einkenni eins og mikla maga/þarmaverki, þráláta hægðatregðu og/eða niðurgang, bakflæði m.m. Slíkar meltingartruflanir geta haft einhver eða veruleg áhrif á dagleg störf okkar og mikil áhrif á andlega sem og líkamlega líðan okkar. Orsakavaldar geta verið fæðuóþol, fæðuofnæmi, þarmaflóra í verulegu ójafnvægi, mikil streita og svefnleysi eða meltingarsjúkdómar eins og iðraólga (irritable bowel syndrome - IBS), sáraristilbólga (colitis ulcerosa) og svæðisgarnakvef (Crohn´s sjúkdómur) o.s.frv. (1).

Margar rannsóknir á sviði þarmaheilsu skoða öxulinn Microbiota Gut Brain Axis - MGB axis þ.e. hvernig þarmaflóran og heilinn „tala“ saman í gegnum miðtauga-, hormóna- og innkirtlakerfið m.m. Sambandið er á tvo vegu, þarmaflóran „talar“ við heilann og heilinn „talar“ við þarmaflóruna í gegnum fyrrnefnd kerfi. Þetta er flókið samband og væri hægt að nefna iðraólgu (IBS) sem dæmi um truflun í þessu flókna sambandi MGB öxulsins. (1)

Þau 11 kerfi líkamans sem við fyrstu sýn virðast ekki tengjast geta haft áhrif á ýmsa starfssemi utan sinnar eigin og því getur oft verið erfitt að finna uppruna vandans þegar við finnum fyrir líkamlegum og/eða andlegum óþægindum.
Hvað meltinguna varðar skiptir máli hvernig mataræðið er samsett. Gott getur verið að kynna sér ráðleggingar Landlæknisembættisins (www.landlaeknir.is) og hafa það að leiðarljósi að mörgu leyti þegar verið er að skipuleggja mataræði sitt. Það skiptir máli að hafa fæðuna trefja- og safaríka en einnig passa upp á að drekka vökva yfir daginn. Það er gott að hafa í huga að meltingin hefst í munninum og því skiptir máli hægja örlítið á sér og tyggja matinn vel. Það hefur góð áhrif á meltinguna að fá góðar fitur úr fæðunni eins og t.d. avocado, hnetur, feitan fisk, ólífuolíu osfrv. Eins og áður var nefnt með GBA öxulinn þá hefur góð streitustjórn jákvæð áhrif á meltinguna. Að gefa sér tíma fyrir hugleiðslu og/eða kyrrðartíma á hverjum degi þarf ekki að taka nema 3 mínútur í senn. Mögulega er hægt að endurtaka það 2-3x yfir daginn til að efla okkur bæði andlega og líkamlega. Mikið af smáforritum eru í boði til að auðvelda aðgengi okkar að kyrrðar- og/eða hugleiðslustundum. Hreyfing skiptir miklu máli fyrir góða meltingu (2). Inntaka á góðgerlum (probiotics) virðist hafa jákvæð áhrif á þá sem þjást af minni eða meiri óþægindum í þörmum og sérstaklega hjá þeim sem þjást af iðraólgu (IBS) (3,4).

Inntaka á L-Glutamine aminósýrunni í gegnum fæðu og/eða með inntöku bætiefna virðist geta dregið úr gegndræpi þarma og byggt upp þarmaslímhúð sem hefur laskast vegna óþols, ofnæmis, sjúkdóma, lyfjainntöku o.s.frv. (5) Fæða sem er rík í L-Glutamine eru m.a.: Egg, möndlur, rauðrófur, baunir, kál, kalkúnn og kjúklingur.

Ef grunur er um fæðuóþol, ofnæmi eða meltingarsjúkdóma er mikilvægt að ráðfæra sig við sérfræðing.

Heimildir:

  • http://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC4367209/
  • http://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/16028436
  • https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/2507005
  • https://www.sciencedirect.com/science/article/abs/pii/S0899900717301351
  • https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/27440684

Heimildir sóttar 09.03.2020

*Þessi texti kemur ekki í staðinn fyrir læknisfræðilegt álit og/eða meðferð hjá viðeigandi sérfræðingi. Mikilvægt er að leita sér aðstoðar hjá sérfræðingi áður en hafist er breytinga á mataræði.

Höfundur:
Rakel Sif Sigurðardóttir
Prof. bachelor in Nutrition & Health
Positive Psychology Practitioner
APPI Pilates Instructor>

Hreyfing og matarræði - allra meina bót?

Það þarf ekki að vefjast fyrir neinum að hollt mataræði og reglubundin hreyfing eru megin stoðirnar í því að lifa heilbrigðu lífi. Það mætti bæta við andlegri vellíðan til að kóróna það sem þarf til að vera með allt á hreinu.

Allt eru þetta atriði sem skipta verulegu máli og virka svo einföld og sjálfsögð, en þeir sem eru eldri en tvævetur vita að það er alls ekki raunin. Það er stöðugt verið að segja okkur hvað er hollt og hvað ekki, sérstaklega er verið að ginna fólk með skyndilausnum og sannfæra það um að með þessum eða hinum matarkúrnum eða æfingakerfinu muni allt breytast til hins betra.

Breytingar undanfarin ár
Þá má ekki gleyma því að þeir hinir sömu og hafa lifað tímana tvenna hafa heyrt slíkar ráðleggingar breytast í tímans rás. Einu sinni mátti ekki borða fitu, núna eiga allir að neyta smjörs, feitmetis og rjóma. Sykur er hið alræmda hvíta eitur auk þess að allar hveitivörur eru komnar á bannlista. Ekki má borða nema ákveðnar tegundir af ávöxtum samkvæmt sumum, þá helst ekki drekka ávaxtasafa nema í hófi og allra síst mjólk. Allt eru þetta ákveðnar öfgar þó vissulega sé það vel þekkt að ákveðnir einstaklingar geti verið með óþol eða jafnvel ofnæmi fyrir ákveðnum tegundum fæðu, þá liggur það í augum uppi að ekki er hægt að ætlast til þess að allir séu eins og geti nýtt sér sömu leiðbeiningar.

Hið sama gildir um hreyfinguna, þar höfum við fengið ýmis ráð í gegnum tíðina, sum byggja á rannsóknum, önnur meira á sölumennsku og hefur fólki verið talin trú um það að nýjasta æðið hverju sinni sé hið eina sanna. Á að þjálfa í hámarkspúls eða bara 80% af honum? Er best að brenna eingöngu, á að leggja áherslu á vöðvaþjálfun eða teygjur? Er skynsamlegt að þjálfa jafnvægið eða eitthvað annað og þannig mætti telja áfram. Eru einhver tæki betri en önnur, þarf ég einkaþjálfara og líkamsræktarstöð eða get ég gert þetta sjálf/ur? Svarið við öllum þessum spurningum er einfalt, sitt lítið af hverju !

Eltingarleikur
Þegar maður, í öllu stressinu sem daglegt líf flestra samanstendur af, er farinn að ofhugsa hlutina og taka um of mark á þeim ráðleggingum sem eru þarna úti auk þeirrar staðalímyndar sem allir verða að passa inn í þá er það ávísun á vandræði. Kvíði og spenna getur magnast upp, mikil samkeppni ríkir um það að líta sem best út og helst vera með sem flest járn í eldinum í einu. Það skilar sér oft í áhyggjum og svefnleysi sem svo eykur álagið á einstaklinginn, fylgikvillarnir eru fyrst og fremst vanlíðan sem er í raun andstæðan við það sem flestir eru að leita að.

Að þessu sögðu er það engu að síður staðreynd að við erum það sem við borðum og ef við hreyfum okkur ekki reglubundið þá er líklegt að líkami okkar refsi okkur fyrir það á einhverjum tímapunkti. Þá kemur að því að spyrja sig hvað er skynsamlegast að gera?

Jafnvægi er lykillinn
Ég er talsmaður jafnvægis og tel það í raun vera grundvallaratriði í öllum þeim þáttum sem að ofan eru taldir. Við getum ekki haft hugann stöðugt við það sem við erum að láta ofan í okkur, enginn endist á kúr. Það er því nauðsynlegt að þróa með okkur vanann að borða „rétt“ og þar liggur hundurinn grafinn. Það er líklega í lagi að borða sitt lítið af hverju ef maður passar skammtastærðir. Gott er að forðast það sem augljóslega fer illa í mann, en til þess að finna slíkt út er gott að halda matardagbók. Það má borða fitu og líka sykur, hvorugt er eitur nema í miklu magni, en saman getur það haft afdrifaríkar afleiðingar og í raun myndað ákveðna fíkn. Hið sama gildir um hreyfingu, hún verður að henta hverjum og einum og skapa ánægju, það er eina leiðin til að endast og að hún verði reglubundin. Streitulosun og tímastjórnun auk samveru við fjölskyldu og vini mun skila mestum árangri og skila andlegri vellíðan í samhengi við mataræðið og hreyfinguna. Þess utan er skynsamlegt að láta fylgjast með áhættuþáttum sínum miðað við aldur og kyn.

Höfundur: Teitur Guðmundsson, læknir

  • Greinin birt með góðfúslegu leyfi Doktor.is.

 

Lifandi streymi á facebooksíðu Lyfju 28. janúar kl. 21.00

Birna Ásbjörnsdóttir er einn af okkar fremstu meltingarsérfræðingum en hún er með meistaragráðu í næringarlæknisfræði frá Surreyháskóla og hefur lokið námi í gagnreyndum heilbrigðisvísindum frá Oxfordháskóla.

Birna útskýrir mikilvægi góðrar meltingarflóru og veitir góð ráð til að styrkja meltingaflóruna og ónæmiskerfið.

Vörur fyrir meltinguna

Optibac góðgerlar fyrir alla fjölskylduna

Optibac eru sérfræðingar í góðgerlum og sérhæfir fyrirtækið sig eingöngu í þeim. Optibac góðgerlarnir eru á meðal þeirra mest rannsökuðu í heiminum og að baki hverri vöru liggja fjölmargar klínískar rannsóknir á sérvöldum vinveittum bakteríum sem eru sérhæfðar til að vinna gegn ákveðnum vandamálum. Sérstaða fyrirtækisins liggur fyrst og fremst í ítarlegum klínískum rannsóknum ásamt þróun sérhæfðra vara sem beinast að ákveðnum vandamálum.

Hér er því ekki um eina vöru að ræða sem á að gera allt fyrir alla heldur er sérhæfingin og sérstök samsetning hverrar vöru lykillinn aðárangri. Optibac ásamt því að allar vörurnar hafa sannaða virkni.Auk þess innihalda allar vörurnar lifandi góðgerla sem sannað hefur verið að þola magasýrur og sölt og komast því lifandi niður í smáþarmana þar sem einstök virkni þeirra hefst. Optibac þarf ekki að geyma í kæli. Flestar vörurnar eru vegan. Nánar hér.

185198081_310971313944500_8325769735337468094_n-696x396

Terranova - 100% vegan vítamín

Terranova stendur fyrir hreinleika, gæði og virkni. Hver vara er sett saman af fagmennsku og hver blanda inniheldur valin hráefni sem upphefja hvert annað og stuðla að hámarks virkni og nýtingu. Form vítamína og steinefna eru góð og auðnýtanleg, jurtir, grænmeti og ber eru frostþurrkuð fersk og hver blanda inniheldur blöndu jurta sem stuðla betri nýtingu.

Öll Terranova vörulínan er 100% VEGAN og laus við öll aukaefni eins og rotvarnar-, bindi- og fylliefni. Nánar hér.

10128257

Terranova Probiotic Complex góðgerlar 50 hylki
Blanda góðgerla fyrir meltingu. Inniheldur 5 mikilvæga gerla. Með jurtum sem auka virkni. Í dag vitum við að þarmaflóran skipar mjög mikilvægt hlutverk í heilbrigði og heilsu almennt og því er mikilvægt að hjálpa líkamanum að byggja upp vinveitta gerlaflóru í meltingarvegi. Það gerum við með því að taka inn góðgerla fyrir meltinguna, sem hafa ótal heilsubætandi áhrif og halda sveppasýkingum fjarri.

TNenzymeTerranova Digestive Enzyme Complex 50 hylki
Örvar meltinguna. Stuðlar að betri nýtingu fæðu. Gegn uppþembu og þreytu. Blanda jurta og ensíma til að örva niðurbrot fæðu í meltingarveginum. Það er nokkuð algengt að meltingin ræður illa við þetta verkefni og þarf hjálp. Einkenni þess geta verið uppþemba á magasvæðinu, þreyta, kuldi og sykurlöngun eftir máltíðir.

 

Solaray - GMP gæðavottuð vítamín

Solaray var stofnað árið 1973 og er í dag einn virtasti bætiefnaframleiðandi í Bandaríkjunum. Merkið stendur fyrir gæði og heiðarleika. Allar vörur fara í gegn um strangar gæðaprófanir og innihalda bara það sem stendur á miðanum. Línan er mjög breið og skiptist niður í nokkra flokka sem má þekkja á lit loksins. Solaray vítamínin eru vottuð samkvæmt GMP gæðavottunarkerfinu. Nánar hér.

10081885Solaray Multidophilus meltingargerlar 50 hylki
Mjólkurlausir meltingargerlar (Asídófílus). Þetta er blanda vinveittra meltingargerla sem hentar öllum vel en þó sérstaklega þeim sem þjást af mjólkurofnæmi. Nausynlegir fyrir eðlilega meltingu og vellíðan. Vinna gegn uppþembu, krömpum, verkjum, harðlífi og niðurgangi. Henta börnum vel.

10081886Solaray Multidophilus 12 meltingagerlar, 20 billion CFU, 50 veganhylki
Solray Multidophilus góðgerlar geta bætt melingu. Inniheldur Bacilllus coagulans góðgerla og mjólkurlausir meltingargerla (Asídófílus). Blanda sem hentar öllum vel en þó sérstaklega þeim sem þjást af mjólkurofnæmi. Geta verið nauðsynlegir fyrir eðlilega meltingu og vellíðan. Geta unnið gegn uppþembu, krömpum, verkjum, harðlífi og niðurgangi. Henta börnum vel.

10107079Solaray Super digestaway 60 hylki
Vinnur gegn uppþembu og þyngslum í meltingu. Kemur í veg fyrir þreytu og slen eftir máltíðir og getur spornað við sykurlöngun. Bætir upptöku næringarefnanna.

Öflug blanda meltingarensíma með gall extrakt og HCL í hylkjum.

10142346Solaray Super Digestaway + Probiotics 60 veganhylki
Bætir meltinguna. Solaray Super Digestive+Probiotics. Plöntu baseruð ensímblanda með breiðu PH gildi sem er gerð til að styrkja og bæta meltingu og niðurbrot á fæðu í meltingarveginum. Blandan inniheldur Bacillus coagulans góðgerla.


10142212

Solaray Super Multidophilus 24 hour, 30 Billion, 60 hylki
Húðuð jurtahylki með hvorki meira né minna en 24 stofnum af gerlum, að heildarmagni 30 billjónir í styrkleika. Þessi vara inniheldur bæði probiotics og prebiotics. Frábær nýjung frá Solaray sem veitir mjög góða virkni.

 

Guli miðinn - GMP gæðavottuð vítamín

Vörurnar eru framleiddar samkvæmt Evrópskum stöðlum um magn innihaldsefna og hámark leyfilegra dagskammta. Framleiðandi Gula Miðans hefur mikla reynslu í þróun og framleiðslu bætiefna og eru vörurnar vottaðar samkvæmt GMP gæðavottunarkerfinu. Það þýðir að blöndur Gula Miðans eru prófaðar af óháðum aðila og veitir því mikið öryggi fyrir neytandann hvað varðar gæði, hreinleika og áreiðanleika. Nánar hér.


Guli Miðinn Colon Cleanser 120 hylki10028445
Colon Cleanser í Gula miðanum er eins og nafnið bendir góður til að halda ristlinum hreinum og virkum, en þetta eru hylki með Psyllíum Husk trefjum. Einstaklega góð trefjablanda sem gott er að taka daglega til að draga úr hungurtilfinninu það dregur í sig mikinn raka og og heldur hægðunum mjúkum.

10042204Guli Miðinn Acidophilus Plús 120 hylki
Acidophilus Plús í Gula miðanum inniheldur að mestum hluta Lactobacillus Acidophilus gerla sem eru í hópi svokallaðara “vinveittra” gerla. Þessir gerlar gegna mikilvægu hlutverki og hjálpa til við að byggja upp heilbrigða og vel starfandi meltingaflóru.

 

Probi Mage mjólkursýrugerlar

Probi® Mage er fæðubótarefni sem inniheldur mjólkursýrugerilinn Lactobacillus plantarum 299v. Probi® Mage er framleiddur af Probi AB í Svíþjóð sem er fyrirtæki sem hefur helgað sig rannsóknum á mjólkursýrugerlum í yfir 25 ár. Gerillinn er með einkaleyfi um allan heim og hvert hylki af Probi® Mage inniheldur að minnsta kosti 10 milljarða gerla (CFU) á fyrningardagsetningu. Dagskammtur er 1 hylki á dag.

Probi AB er leiðandi fyrirtæki á heimsvísu í rannsóknum á mjólkursýrugerlum og eiginleikum þeirra. Nánar hér.

  • Probi Mage mjólkursýrugerlar 40 hylki
  • Probi Family tuggutöflur 60 töflur - fyrir ónæmiskerfið
  • Probi Járn 90 hylki

 

Probimynd

Enzymedica - 100% vegan meltingarensím

Meltingarensímin frá Enzymedica eru öflug ensím sem bæta meltinguna og gefa okkur aukna orku ásamt því að losa fólk við fjölmörg vandamál tengd erfiðri meltingu. Nánar hér.

10145585Enzymedica Digest Spectrum 30 hylki
Hentar vel þeim sem glíma við ýmis fæðuóþol. Hentar allri fjölskyldunni. Styður meltingu á glúteini, laktósa, caseini, próteini og phenoli. Viðurkennt af Autism Hope Aliance. Ein tegund óþols leiðir oft til annarra.

Sérhæfð meltingarblanda fyrir glúten, fenól, laktósa og kasein óþol.

 

 

10145582Enzymedica Digest Basic 30 eða 90 hylki
Einfaldasta meltingarvaran frá Enzymedica. Bætir meltingu og nýtingu fæðunnar og vítamína og annarra bætiefna. Að jafnaði 5 sinnum sterkara en aðrar gerðir meltingarensíma í svipuðum verðflokki. Gerir sterk meltingarensím aðgengileg öllum. Auðvelt að gleypa – lítil hylki.

Hentar öllum aldurshópum, einnig börnum.

 

10145581.pngEnzymedica Digest 30 hylki
Fyrsta meltingarvaran frá Enzymedica. Fullkomin ensímblanda sem styður við meltinguna. Að jafnaði 10 sinnum sterkara en aðrar gerðir meltingarensíma í svipuðum verðflokki. Tvisvar sinnum meiri ensímvirkni en í Digest Basic. Sparar orku. Tvöfalt meiri styrkur en í Digest Basic. Lítil hylki sem auðvelda inntöku.

 

 

10145584-CopyEnzymedica Digest Gold 45 hylki
Þróaðasta meltingarvaran frá Enzymedica. Sérstaklega gott fyrir þá sem: Glíma við meltingarvandamál, þurfa stuðning við starfsemi gallblöðrunna og/eða vilja bestu og virkustu meltingarensím sem völ er á. Að jafnaði 20 sinnum sterkara en aðrar gerðir meltingarensíma. Söluhæsta meltingarvaran í Bandaríkjunum.

Handhafi Vity verðlaunanna frá 2007.

Bio-Kult góðgerlablöndur

Bio-Kult vörurnar eru góðgerlablöndur þróaðar með það að í huga að byggja upp þarmaflóruna, draga úr meltingartengdum vandamálum og styðja við ónæmiskerfið. Fjölbreytt úrval af sérhæfðum góðgerlablöndum með mismunandi heilsueflandi áherslum fyrir alla fjölskylduna. Nánar hér.

Biokult

 

10112400Lifestream Bowel Biotics Fibre+ Enzymes

Meltingarensím, til að tryggja góða meltingu á fitu, kolvetni og prótínum. Probiotics inniheldur 5 tegundir acidophilus sem vinnur á óvinveittum þarmabakteríum.

Prebiotics Inulin er næring fyrir vinveittar bakteríur. Physillium husk, er fjölbreyttar trefjar sem hreinsa ristilinn (Colon cleanse).

 

Nánar hér. Vertu velkomin í apótek Lyfju og fáðu ráðgjöf frá starfsfólki okkar. Þú finnur einnig nánari upplýsingar um allar vörur sem geta aðstoðað þig við heilbrigða meltingarflóru í netverslun Lyfju.