Paradorm
Verkjalyf | Verðflokkur: 0 | Lausasölulyf
Virkt innihaldsefni: Dífenhýdramín Paracetamól
Markaðsleyfishafi: Acare ehf | Skráð: 1. september, 2020
Paradorm inniheldur 2 virk innihaldsefni, paracetamól og dífenhýdramín. Paracetamól er verkjastillandi og hitalækkandi lyf sem hentar við verkjum sé engin bólga fyrir og er einnig notað til að slá á sótthita. Dífenhýdramín er andhistamín sem veldur syfju og svefnhöfga. Paradorm hentar því vel til notkunar við verkjum sem halda manni vöku s.s. höfuðverk, tannpínu, bakverk, gigtar- og vöðvaverk, og verkjum sem fylgja kvefi og flensu. Lyfið ertir ekki magaslímhúð og hentar þeim sem hafa fengið magasár eða eru viðkvæmir í maga.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Töflur til inntöku.
Venjulegar skammtastærðir:
Fullorðnir og unglingar 16 ára og eldri: 2 töflur um það bil 20 mín fyrir svefn. 12-15 ára: 1 tafla um það bil 20 mín fyrir svefn. Ekki má taka lyfið í meira en 7 daga samfleitt án samráðs við lækni.
Ef þú hefur tekið annað lyf sem inniheldur paracetamól (t.d. Panodil/Paratabs/Norgesic) þarf að líða að minnsta kosti 4 klst áður en lyfið er tekið.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Almennt innan 30 mín.
Verkunartími:
4-6 klst.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.
Geymsla:
Geymist við eða undir stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Sleppa skal skemmtinum sem gleymdist. Ekki taka 2 skammta til að bæta upp þeim skammti sem gleymdist.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Hætta má töku lyfsins þegar þess gerist ekki lengur þörf.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa
samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222) vegna hættu á óafturkræfum
lifrarskemmdum.
Langtímanotkun:
Ekki á að taka lyfið til lengri tíma, mest 7 daga í röð en þess samráðs við lækni.
Aukaverkanir
Eins og almennt gildir um lausasölulyf eru aukaverkanir sjaldgæfar þegar farið er eftir reglum um notkun og venjulegar skammtastærðir eru teknar.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Gula | |||||||
Marblettir, blæðingar | |||||||
Sljóleiki, þreyta, munnþurrkur | |||||||
Útbrot og mikill kláði | |||||||
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar |
Milliverkanir
Ekki má taka lyf sem innihalda andhistamín á sama tíma og Paradorm, það á einnig við um lyf sem eru notuð útvortis eða sem eru notuð til að meðhöndla kvef. Lyfið eykur róandi áhrif róandi-, svefn-, kvíðastillandi-, og ópíóíðverkjalyfja og skal ekki taka á sama tíma og Paradorm nema í samráði við lækni.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
- Afipran
- Alutard SQ, birkifrjo
- Alutard SQ, derm. pter.
- Alutard SQ, hundahar
- Alutard SQ, kattahar
- Alutard SQ, vallarfoxgras
- Amitriptylin Abcur
- Anafranil
- Atropin Mylan
- Azilect
- Bloxazoc
- Efexor Depot
- Grazax
- Hypotron
- Klomipramin Viatris
- Lamictal
- Lamotrigin ratiopharm (Lyfjaver)
- Logimax
- Logimax forte
- Metoprolol Alvogen
- Metoprololsuccinat Hexal
- Midodrin Evolan
- Noritren
- Rasagilin Krka
- Rimactan
- Seloken
- Seloken ZOC
- Soluprick Negativ kontrol
- Soluprick Positiv kontrol
- Soluprick SQ ALK108 - Birkifrjó
- Soluprick SQ ALK225 - Vallarfoxgras
- Soluprick SQ ALK504 - Rykmaur
- Soluprick SQ ALK552 - Hrossaværur
- Soluprick SQ ALK553 - Hundahár
- Soluprick SQ ALK555 - Kattahár
- Tegretol
- Tegretol retard
- Tegretol Retard (Lyfjaver)
- Tibinide
- Venlafaxin Actavis
- Venlafaxin Krka
- Venlafaxin Medical Valley
- Venlafaxine Alvogen
- Venlafaxine Bluefish
- Warfarin Teva
- Xonvea
- Xyrem
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- hvort þú sért með gláku
- grunur leiki á um þungun
- þú sért með astma
- þú sért með flogaveiki
- þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú sért með sjúkdóm í blöðruhálskirtli
- þú takir einhver önnur lyf
- þú sért með áfengissýki
- þú þjáist af næringarskorti
- þú sért undir 50 kg að þyngd
- þú sért með porfýríu
Meðganga:
Ekki taka lyfið inn nema í samráði við lækni.
Brjóstagjöf:
Ekki er ráðlagt að taka inn lyfið meðan á brjóstagjöf stendur.
Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 12 ára nema með læknisráði.
Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.
Akstur:
Ekki aka bifreið ef þú hefur tekið inn lyfið.
Áfengi:
Ekki má neyta áfengis á sama tíma og lyfið er tekið.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Annað:
Virkir áfengissjúklingar mega ekki taka lyfið. Sjúklingar með lifrarsjúkdóm mega ekki taka lyfið.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.