Paracet (Heilsa)
Verkjalyf | Verðflokkur: 0 | Lausasölulyf
Virkt innihaldsefni: Paracetamól
Markaðsleyfishafi: Karo Pharma | Skráð: 19. maí, 2011
Paracetamól er verkjastillandi og hitalækkandi. Það hentar við vægum verkjum sé engin bólga fyrir. Verkjastillandi áhrif paracetamóls eru sambærileg við asetýlsalicýlsýru (aspirín). Paracetamól er einnig notað til að slá á sótthita. Það ertir ekki magaslímhúð og hentar þeim sem hafa fengið magasár eða eru viðkvæmir í maga. Paracet (Heilsa) endaþarmsstílar eru einkum ætlaðir ungabörnum til verkjastillingar og hitalækkunar.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Endaþarmsstílar.
Venjulegar skammtastærðir:
Börn: 10-15 mg á hvert kg líkamsþyngdar í senn 1-4 sinnum á dag.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
U.þ.b. 30-60 mínútur
Verkunartími:
4-6 klst.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Ef lyfið er tekið að staðaldri: Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Hætta má notkun lyfsins þegar þess gerist ekki lengur þörf.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Mjög stórir skammtar geta valdið lifrarskemmdum, en einkenni eitrunar koma oft ekki fram fyrr en eftir nokkra daga. Hafðu því alltaf samband við lækni ef mjög stórir skammtar eru teknir, jafnvel þótt ekki verði vart neinna einkenna.
Langtímanotkun:
Lyfið er ekki ætlað til langtímanotkunar.
Aukaverkanir
Eins og almennt gildir um lausasölulyf eru aukaverkanir sjaldgæfar þegar farið er eftir reglum um notkun og venjulegar skammtastærðir eru teknar.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Gula | |||||||
Roði í slímhimnu endaþarms (stílar) | |||||||
Útbrot og mikill kláði |
Milliverkanir
Jóhannesarjurt getur dregið úr áhrifum paracetamóls.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
- Afipran
- Lamictal
- Lamotrigin ratiopharm (Lyfjaver)
- Rimactan
- Tegretol
- Tegretol retard
- Tegretol Retard (Lyfjaver)
- Tibinide
- Warfarin Teva
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun
- þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú takir einhver önnur lyf
Meðganga:
Engin þekkt áhætta er af notkun lyfsins á meðgöngu. Ekki taka nein lyf á fyrstu 3 mánuðum meðgöngu nema í samráði við lækni.
Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk en í venjulegum skömmtum er ólíklegt að það hafi áhrif á barnið.
Börn:
Skammtar eru háðir líkamsþyngd.
Eldra fólk:
Þetta lyf er venjulega ætlað ungabörnum.
Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.
Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Annað:
Virkir áfengissjúklingar mega ekki taka lyfið. Sjúklingar með lifrarsjúkdóm mega ekki taka lyfið.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.