Spurðu sérfræðinginn
Lyfjafræðingar Lyfju og næringarþerapisti svara fyrirspurnum um flest allt sem lýtur að heilbrigði og heilsu.
Senda inn spurningu Sjá allar spurningar og svörEr í lagi að taka sýklalyf sem heitir ery-max á svona fystu dögum meðgöngu?
Mig vantar að kaupa verkjalyf fyrir fyrirtæki. Hvernig er það þarf ég eitthvað uppáskrifað blað til að geta keypt 2xparatabs og 2x íbúfen? Og ef svo er gætiru sagt mér hvað þarf að standa á því?
Hvernig byrjar parkinson sjúkdómurinn
Langar að vita hvort það sèu til töflur eða vökvi sem èg get tekið inn til að auka áhuga á kynlífi hjá mèr. Hef aldrei frumkvæði við manninn minn er farinn að hafa áhuggjur af þessu. Er eitthvað til sem èg þarf ekki lyfseðil við.
Get ég látið mæla hjá mér blóðsykurinn hjá ykkur þ.e. að fá úr því skorið hvort ég sé með sykursýki 2?
Getur andfýla tengst slími sem lekur á bakvið nefið og ofan í háls? Með hverju er það læknað?
Ég er ólétt og gengin 22 vikur og er með sveppasýkingu, það er buið að mæla með að ég noti canesten og pevaryl frá sitthvorum lækni og langar mér að forvitnast hver munurinn sé a þessu tvennu? Hvort eg eigi semsagt frekar að nota.
Eru til lyf við of lágum blóðþrýstingi? Of lágur blóðþrýstingur er viðvarandi vandamál hjá mér í kjölfar alvarlegta veikinda og einu ráðleggingarnar sem ég hef fengið er að drekka vel og borða lakkrís kunnið þið frekari ráð til dæmis í stað lakkríssins?
Er með einkenni gyllinæðar. Er mikið á reiðhjóli. Hvaða krem eða lækning er best við þessu. Er hættulegt að hjóla með gyllinæð. For i 4 tima hjolatur án vandræða i gær. Bar krem a þetta sem að lagaði talsvert.
Dormirel, er þetta svefnlyf, og hversu sterkt.
Ég á erfitt með að slappa af á kvöldin og liggja kyrr vegna fótaóeirðar. Einhver mælti með að taka magnesíum og kalk. Á ég að kaupa fyrsta magnesíum kalk pillurnar sem ég sé eða skiptir máli hvernig magnesíum ég kaupi?
Er búinn að vera á Decutan húðlyfi síðustu 2 mánuði og á enn 4 mánuði eftir. Bakið er orðið alveg slétt og allt farið þar en andlitið hefur ekki mikið breyst. Er það eðlilegt?
Vildi einnig spyrja hvort öruggt væri að taka kreatín á meðan meðferð stendur. (Hef ekki verið að því hingað til)
Hafa e-r lyf (eins sér eða í bland við önnur) áhrif á skjaldkirtil t.d. að valda vanvirkni hans?
Hvaða tillögur hafið þið fyrir örvandi lyf vegna orkuleysis og krabbameins?
Þegar notað er fíkniefnapróf getur verið að kannabisefni mælis í prófinu þótt langt sé síðan (nokkrar vikur)síðasta neysla átti sér stað.
Hvað virkar best á slæmt mýbit. Mikill roði í húð og bólgur, en ekki blöðrur. Viðþolslaus kláði
Hvað er íslenska heitið fyrir Activated Charcoal og er það selt á íslandi?
Er Lyrica stundum gefið þeim er glíma við langvinna taugverki v. langvinnra fráhvarfseinkenna eftir notkun benzolyfja í mörg ár? Er Lyrica dýrt lyf og er það etv. aðeins gefið í mjög sérstökum tilfellum og þá hvaða?
Er hægt að fá töflur við munnþurki sem heita isla med hydro+
Ég gat keypt svoleiðis í handkaupi í apóteki í þyskalandi en hef ekki fundið hér . Mér þætti vænt um að fá upplýsingar hvort og þá hvar þetta fengist hér á landi.
Ég er að leita eftir kremi eða smyrsli á gyllinæð
Eg þjáist af niðurgangi sem ég er orðin mjög þreytt á,verður oft illt af mat og mikil ólga og verkir í kvið. Ég hef lengi tekið Rabeprazol en finnst það virka lítið og ég spyr. Er eitthvað annað magalyf sem er betra?
Ég er með sykursýki 2 og nú orðið hefur mér tekist að stjórna málum nokkuð vel með lyfjum og sprautum. Hæsta mæling hjá mér áður fyrr var 24,00, en upp á síðkastið hefur mælingin verið mun skaplegri.
Í samræðum við fólk hafa verið nefndar ótrúlega háar sykurmælingar, reyndar svo háar að ég hef ekki trúað þeim mælingum sem nefndar hafa verið.
Getið þið upplýst mig um hver sé hæsta mæling blóðsykurs á Íslandi og hvað myndi teljast lífshættulegt sykurgildi?
Sonur minn kom í Lyfju í gær og ætlaði að fá strimla í sykursýkismæli en var sagt að ...... (hann mundi ekki hvað) væri útrunnið og hann þyrfti að redda því áður en hann gæti fengið strimlana. Nú spyr ég hvort þið getið sagt mér hvað það er sem hann vantar.
Ég er með svepp í 1 nögl og húð á iljum. Eg fékk skrifað upp á Candizol og á að taka 150 mg einu sinni í viku og fékk 8 mánaða skammt. Upplýsingarnar í fylgiseðlinum um fótsveppi eru frekar ruglingslegar og ég var að velta því fyrir mér hvort þetta væri nóg til að drepa sveppinn í nöglinni ?
Má ég drekka safa, eða setja í mat engiferrót, ég er á blóðþynningarmeðali og blóðþrýstinsmeðulum ( 2 )
Þegar ég hef farið í flug hef ég venjulega fengið Miloride Mite til að hjálpa mér að losna við bjúginn. Nú er ég ófrísk. Þar sem Miloride Mite er algert no no á meðgöngu hvað er gjarnan notað í staðin til svona skamms tíma? Tek fram að læknirinn minn hefur alltaf látið mig taka Mil. í 3 daga eftir flug og það hefur alltaf verið nóg.
Hvað er best fyrir sóríasis í hársvörði?
Ég er nokkuð viss um að eg er komin með frunsu í nefið eða þar að segja í nösina, er einhvað sem ég get gert íþvi eða fer þetta með tîmanum eða þarf ég að bera krem á þetta?
Mig langar að forvitnast hvort að fólk sé farið að versla inn lyf við frjókornaofnæmi, ég er með ofnæmi en hef aldrei farið í test né til læknis, hef alltaf tekið Lóritín strax þegar sumarið kemur, er alltaf verst í byrjun sumars. Ég er búin að halda að ég sé búin að vera svona kvefuð, eða í rúma viku, brjálað nefrennsli og augnpirringur, lekur endalaust úr augum og nefi. Er samt aðeins farin að halda að þetta sé ofnæmi en ekki kvef. Er búin að vera að taka ofnæmistöflur síðustu daga en er ekkert betri. Hver er munurinn á þessum lyfum sem hægt er að kaupa í apóteki ? Ætti ég að prófa eitthvað annað en Lóritín ?