Bjúgur í flugi
Þegar ég hef farið í flug hef ég venjulega fengið Miloride Mite til að hjálpa mér að losna við bjúginn. Nú er ég ófrísk. Þar sem Miloride Mite er algert no no á meðgöngu hvað er gjarnan notað í staðin til svona skamms tíma? Tek fram að læknirinn minn hefur alltaf látið mig taka Mil. í 3 daga eftir flug og það hefur alltaf verið nóg.
Almennt eru þvagræsilyf ekki gefin ófrískum konu, það eru varaúðarorð á þeim öllum, sum skulu ekki notuð nema brýna nauðsyn beri til, önnur má alls ekki nota.
Ég treysti mér því ekki til að nefna annað lyf með svipaða virkni sem væri óhætt fyrir þig að nota. Þú gætir prófað að ræða málið við lækni.
Ég myndi þó benda þér á að skoða flugsokka sem halda mjög vel við fæturnar. Þá færðu til dæmis í Lyfju Lágmúla og þar geturu einnig fengið aðstoð við mælingu á fætinum fyrir rétta stærð. Þessir sokkar hjálpa mörgum á ferðalögum til dæmis í flugi.