Lágþrýstingur

Hjarta– og æðakerfið

Eru til lyf við of lágum blóðþrýstingi? Of lágur blóðþrýstingur er viðvarandi vandamál hjá mér í kjölfar alvarlegta veikinda og einu ráðleggingarnar sem ég hef fengið er að drekka vel og borða lakkrís kunnið þið frekari ráð til dæmis í stað lakkríssins?

Það eru til lyf við of lágum blóðþrýstingi. Hinsvegar er yfirleitt reynt að komast að orsök lágþrýstingsins og sá kvilli meðhöndlaður í stað þess að gefa lyf við lágþrýstingnum sjálfum. 

Lyfið sem er yfirleitt gefið við lágþrýsting heitir Gutron, sem inniheldur virka efnið Midodrine. Þú finnur þó engar upplýsingar á íslensku um lyfið þar sem það er svokallað undanþágulyf.