Blóðsykurgildi

Almenn fræðsla Sykursýki

Ég er með sykursýki 2 og nú orðið hefur mér tekist að stjórna málum nokkuð vel með lyfjum og sprautum. Hæsta mæling hjá mér áður fyrr var 24,00, en upp á síðkastið hefur mælingin verið mun skaplegri.

Í samræðum við fólk hafa verið nefndar ótrúlega háar sykurmælingar, reyndar svo háar að ég hef ekki trúað þeim mælingum sem nefndar hafa verið.

Getið þið upplýst mig um hver sé hæsta mæling blóðsykurs á Íslandi og hvað myndi teljast lífshættulegt sykurgildi?

 Ég finn engar upplýsingar um hæstu mælingar hér á landi hinsvegar er skráð í heimsmetabók guiness hæsta gildi 147,6 mmól/L hjá einstaklingi sem kom á bráðamóttöku í USA 2008. Það er svolítið snúið að finna upplýsingar um hvenær gildið verður lífshættulegt, trúlega er það að einhverju leiti misjafnt eftir einstaklingum. Ég fann töluna 33.3 mmól/L en sé farið yfir hana byrjar líkaminn að losa sykurinn úr blóðinu yfir í þvagið sem dregur með sér mjög mikinn vökva. Vökvatapið leiðir svo aftur til lífshættulegrar ofþornunar.